Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 40

Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 40
Gerðir Kirkjuþings 2007 Allsherjamefnd fagnar þeirri faglegu og góðu vinnu sem farið hefur fram undir formerkjum lífsleikni Þjóðkirkjunnar sem ætíuð er ungu fólki á framhaldsskólaaldri. Hér er greinilega um metnaðarfulla vinnu að ræða. Um 3000 ungmenni fengu fræðslu á árinu 2006 - 2007. Bréf barst Kirkjuþingi dagsett 12. október 2007 frá fundi fulltrúa prófastsdæmanna í fræðslumálum um aukin framlög til fræðslumála. Allsheijamefnd beinir því til Kirkjuráðs að tekið verði tillit til þessara óska og leggur áherslu á að fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar verði fylgt eftir. Kirkjuþing afgreiddi skýrslu Kirkjuráðs með eftirfarandi Ályktun Kirkjuþing ályktar að lagt verði til fjármagn til safnaða og prófastsdæma þar sem unnt verði að sinna áherslu þessa starfsárs 2007-2008 „Aiikið samstarf inn á við og út á við“. Kirkjuþing ályktar að móta þurfi stefnu um möguleika á fjölgun presta og djákna til að unnt sé að vinna að frekari uppbyggingu þjónustu kirkjunnar. Kirkjuþing ályktar að hvetja Kirkjuráð til að styðja fjárhagslega við bakið á ÆSKÞ í uppbyggingu starfs meðal fólks á aldrinum 16-25 ára. Kirkjuþing ályktar að lýsa andstöðu við framkomið frumvarp á Alþingi sem auðveldar aðgengi fólks að áfengi, enda gengur frumvarpið þvert á stefnu kirkjunnar í vímuvamarmálum. Kirkjuþing ályktar að beina því til kærleiksþjónustu kirkjunnar að skoða hvemig kirkjan geti komið með öflugri hætti að forvömum og þjónustu við fómarlömb vímuefna. Kirkjuþing ályktar að tryggja þurfi meira fé til að halda utan um og efla fræðslumál og lífsleikni Þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing ályktar að styðja áform Kirkjuráðs um uppbyggingu bókhlöðu, móttöku- og sýningarhúss í Skálholti sem og hugmyndir að frístundabyggð en gæta verður þess að fjármögnun til uppbyggingar og rekstrar sé tryggð. Kirkjuþing ályktar að vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á Hólurn er brýnt að tryggð verði lóðarréttindi fyrir kirkjustarf í framtíðinni á staðnum. Kirkjuþing ályktar að skoðað verði með hvaða hætti unnt sé að tryggja betri kynningu á störfum og undirbúningi kirkjuþingsmála heima í héraði. Kirkjuþing ályktar að nefnd um heildarskipan þjónustu kirkjunnar starfi áfram og skili skýrslu fyrir Kirkjuþing 2008. Kirkjuþing ályktar að nefnd um árangursmat haldi áfram störfum og ljúki störfum fyrir Kirkjuþing 2008. Kirkjuþing ályktar að brýnt sé að fasteignir kirkjunnar, þar með talin prestssetur, séu tryggilega varðveitt. Gæta þarf þess að prestssetur séu ávallt laus til fullra afnota fyrir viðtakandi prest þegar embætti sem prestssetri fylgir er auglýst. Forðast ber samningagerð um jarðir kirkjunnar sem leitt geta til þess að kaupréttur kunni að stofnast á grundvelli ábúðarlaga. Kirkjuþing ályktar að hraða þurfi vinnu við forskráðar upplýsingar og rafræn skil á reikningum sókna. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.