Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 8
Gerðir Kirkjuþings 2007
Á þessum sviðum er sannarlega brúarsmíð í gangi. í slíkri opnun er að finna
lykla að hlutverki kirkjunnar hvað menninguna varðar í upphafi nýrrar þúsaldar. I
samtali kirkju og menningar, guðfræði og heimspeki, litúrgíu og listanna, opnast nýir
möguleikar. Þetta gerir kröfu til kirkjunnar að endurheimta hina vitsmunalegu alvöru í
almannarými sem er æ meir að þróast í átt til bemskrar eða öllu heldur gelgjuskeiðs-
yfirborðsmennsku og alvömleysis.
Samningur Kirkjuráðs og Háskóla íslands um starfsþjálfun prestsefna, og
eflingu símenntunar sem óskað er eftir að Kirkjuþing staðfesti, minnir á mikilvægi
guðfræðimenntunar og prestsmótunar. Þjóðkirkjunni er í mun að fá öfluga hirða og
leiðtoga, guðfræðinga og kennimenn. Því er mikilvægt að styrkja guðfræðideild
háskólans til að sinna því verkefni.
lnnri kirkjuréttur
Með lögum um Kirkjuráð á sínum tíma var stigið afdrifaríkt skref í kirkjuskipan vorri
þegar skilgreint var með lögum forræði Þjóðkirkjunnar yfir innri málum kirkjunnar.
Eða eins og segir í lögunum: „(Kirkjuráð hefur) samþykktaratkvæði og ákvörðunarrétt
um guðsþjónustur kirkjunnar, veitingu sakramenta og kirkjulegar athafnir og helgisiði
þó eigi fyrr en tillögur hafa verið samþykktar á prestastefnu." Þar með afsalaði
ríkisvaldið sér öllum atbeina að hinum innri málum. Það var falið kirkjunni sjálfri. Sú
skipan var svo staðfest enn með tilkomu Kirkjuþings og loks endanlega með lögunum
78/1997.
Málefnum sem fyrrum var skipað með konungsboðum og forordningum á
grundvelli kirkjuordinantíunnar og norsku laga, um skírn, um heilaga kvöldmáltíð, um
vitjun sjúkra, um fermingu, vígslu, þessir þættir eru á forræði Þjóðkirkjunnar sjálfrar.
Segja má þó að hún hafi ekki axlað það forræði nema að hluta. Enn eru konungsbréf
og forordningar í lagasafninu, meir og minna án mikillar viðfestu í því umhverfi og
samfélagi sem kirkjan býr við. Um ýmsa veigamikla þætti í þessum efnum gilda
aðeins hefð og venja. Til dæmis þarf að leita til norsku laga til að finna játningaritum
Þjóðkirkjunnar stað, þó víða sé vísað til þeirra, svo sem -óbeint- í stjórnarskrá
lýðveldisins.
Ég hef í samráði við biskupafund afráðið að í tilefni af 50 ára afmæli
Kirkjuþings muni hinn innri kirkjuréttur, kirkjuskipan, verða til umfjöllunar á
prestastefnu og á Kirkjuþingi næsta árs. Hef ég lagt drög að slíkum samþykktum sem
leyst gætu hin gömlu konungsboð af hólmi og mun senda út til presta og safnaða til
umræðna og viðbragða í byrjun næsta árs. Kirkjuþing myndi síðan fjalla um og
staðfesta þær samþykktir. Þar með höfum við eignast kirkjuordinantíu 21. aldar,
grundvallarsamþykktir um meginatriði kirkjulífs og iðkunar. Verði þeim skipað ásamt
starfsreglum Kirkjuþings, stefnumörkunum Kirkjuþings og samkirkjulegum
samþykktum sem Þjóðkirkjan á aðild að. Að mestu leyti hljóta þessar samþykktir að
byggjast á gildandi hefðum og venjum okkar kirkju, og því sem nágrannakirkjur okkar
hafa verið að vinna undanfarið.
Margbreytni og hefðarfesta
Ég vísiteraði Rangárvalla- og Skaftafellsprófastsdæmi á s.l. sumri og er nú að vísitera
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Kirkjan okkar er fjölbreytt, aðstæður eru býsna
ólíkar í Hornafirði og Háteigssókn. En það er sama kirkjan. Við erum á sömu vegferð,
á sama báti og á sama sjó. Hagsmunir tengjast órjúfanlega. Starfið er eitt, markmiðið
er eitt.
Meðal íslendingurinn fer tæplega fjórum sinnum í messu á ári, ef marka má
kannanir. Þetta er markhópur sem mikilvægt er að hlynna að, að fái andlega næringu
6