Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 7

Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 7
Gerðir Kirkjuþings 2007 Hefðir, saga, samtíð „Aldrei er sólskinið skærara en fyrir framan hvíta sveitakirkju," sagði Selma Lagerlöf forðum. Já, sólin skín yfir skím og fermingum og brúðkaupum kirkjunnar, þó svo sé ekki endilega almennt raunin með messu sunnudagsins. Hvers vegna skyldi það nú vera? Við skulum vera þolinmóð og bíða og biðja, ef til vill munum við sjá messuna lifna. Það má víða sjá í sóknum landsins. Nú sjáum við að unga kynslóðin sækir í hefðir kirkjunnar og vill bera þær áfram. Þjóðkirkjunni er mikilvægt að gæta þess að gefa einstaklingnum rými fyrir leit og þrá og svör. Og hún þarf að stuðla að því að efla guðfræðiiðkun, hugsun og rökræðu. Og hún þarfnast boðunar sem kveikir í, sem hrífur og eflir fólk í trú og breytni. Og hún þarfnast trúarvitnisburðar hins almenna sóknarmanns, og að gefa færi fyrir hann á vettvangi kirkjustarfsins. Þjóðkirkjan vill varðveita samhengið í menningu og minningu kynslóðanna. Vitandi um leið að hún verður að gefa rými fyrir margbreytileikann. Kirkjan á að hafa margar vistarverur. En hún má aldrei gleyma því hver eigind hennar og grundvöllur er. Það er Jesús Kristur, krossfestur og upprisinn. Og sú viska, speki, náð sem boðskapur hans ber með sér. Við viljum sækja fram á nýjum vettvangi og styrkja stofnanir og starfseiningar kirkjunnar til að mæta því breytta landslagi sem fjölmenningin vitnar um og mótar æ meir íslenskt samfélagi. í því samhengi vil ég nefna að fyrir Kirkjuþingi liggur tillaga um kaup á Kapellu ljóssins á Keflavíkurflugvelli og kynntar hugmyndir um að sett verði á laggirnar rannsókna- og kennslustofnun í tengslum við alþjóðaháskólann sem í mótun er á Keflavíkurflugvelli. Stofnuninni væri ætlað að einbeita sér að friðarrannsóknum, samræðu trúarbraga og samkirkjulegu starfi. Það að setja slíka stofnun á laggirnar á þessari fyrrverandi herstöð væri mikilvæg táknræn aðgerð, og yfirlýsing okkar kirkju um þátttöku í að byggja og móta menningu friðar og sáttargjörðar hér á landi og í heiminum. í Kapellu ljóssins á Keflavíkurflugvelli var frá upphafi gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ólík trúarbrögð. Það er eina guðshúsið sem byggt hefur verið á Islandi í slíku augnamiði. Þegar Þjóðkirkjan hefur eignast kapelluna vill hún halda því tákngildi á lofti og minna á sátt og skilning milli trúarbragða og þátt þeirra í að byggja menningu friðar og sáttargjörðar í stað haturs og hefnda. Eins skal minna á að einn þáttur starfsemi alþjóða skólans á Keflavíkurflugvelli er umhverfis og orkumál. Það er málaflokkur sem ætla má að verði æ fyrirferðarmeiri í alþjóðasamskiptum. Rannsóknastofnunin gæti veitt tækifæri til rannsókna og fræðslu um kristna umhverfissiðfræði og sköpunarguðfræði. Ef svo fer sem horfir þá verður senn þróttmikið samfélag risið á Keflavíkurflugvelli, þar sem fjöldi ungs fólks er að takast á við nám og störf. Með því að eignast Kapellu ljóssins er Þjóðkirkjan líka að búa í haginn fyrir safnaðarstarf, helgihald og kærleiksþjónustu við íbúana þar. Þetta eru framtíðarsýnir fyrir kirkju sem er í sókn! Sama er að segja um framkvæmdimar í Skálholti sem nú fara senn að hefjast, og kynnt verður hér á Kirkjuþingi. Það er uppbygging sem felur í sér bætta aðstöðu fyrir móttöku ferðamanna og þjónustu við þann mikla fjölda sem sækir staðinn heim, bókhlaða og fræðimannaaðstaða. Ég þakka stjómvöldum og þeim öðrum sem koma að þeirri framkvæmd með myndarlegum hætti. í Evrópu er ljóst að þreifingar eiga sér stað milli hugsuða þvert yfir áður óbrúanlegar gjár. Kirkjulistahátíðir og hvers kyns listastarfsemi í kirkjum landsins ber vitni um samtal trúar og lista. Trú og vísindum er iðulega teflt fram sem ósættanlegum andstæðum. Trúin og akademían hafa lifað við gagnkvæma tortryggni um langt skeið. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.