Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 78

Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 78
Gerðir Kirkjuþings 2007 Lokaorð forseta Kirkjuþings Virðulega Kirkjuþing. Það er eitt af lögmálum lífsins, að allt tekur enda - og enn er komið að leikslokum á Kirkjuþingi. Fyrir þetta þing voru lögð 20 mál, átta þeirra vom þingmannamál, biskup Islands flutti eitt mál, Kirkjuráð flutti tíu mál og fjárhagsnefnd eitt mál. Verkaskipting nefnda varð á þann veg, að löggjafamefnd fékk sjö mál til meðferðar, fjárhagsnefnd átta mál og allsherjamefnd fimm mál, þar á meðal umfangsmikla skýrslu Kirkjuráðs með fjölmörgum efnisatriðum til umfjöllunar. Tvö þingmannamál vom dregin til baka. Kirkjuþing hefur afgreitt önnur mál með tólf ályktunum, þremur nýjum starfsreglum og þremur breytingum á eldri starfsreglum. Héraðsfundir og kirkjuþing Samkvæmt starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir skal halda héraðsfundi víðs vegar um landið eigi síðar en 15. júní ár hvert en á þessum fundum skal meðal annars taka til umfjöllunar og afgreiðslu mál, er varða Kirkjuþing. í starfsreglum um þingsköp Kirkjuþings er jafnframt boðið, að kirkjuþingsfulltrúar skuli að jafnaði kynna þingmál sín á héraðsfundum og leita eftir umfjöllun héraðsfundar áður en málið er sent forseta Kirkjuþings eigi síðar en sex vikum fyrir upphaf þingsins á haustmánuðum. Eins og rætt hefur verið hér á þinginu er ljóst, að þessi tilhögun gengur ekki upp, enda er reynslan sú, að hvorki einstakir kirkjuþingsfullti'úai- né Kirkjuráð hafa að einhveiju marki verið tilbúin með fyrirhuguð þingmál á útmánuðum eða snemmsumars. I sumum kjördæmum að minnsta kosti er mikil tregða og jafnvel illkleift að boða til aukahéraðsfunda síðar á árinu til að fjalla um kirkjuþingsmál. Það verður því að finna þessum málum annan farveg og beini ég því til Kirkjuráðs að taka þetta til sérstakrar athugunar fyrir næsta Kirkjuþing í samráði við forsætisnefnd. Bœtt vinnubrögð við undirbúning Kirkjuþings Annað atriði þessu tengt er óhjákvæmilegt að nefna hér, sem kallar á bætt vinnubrögð við undirbúning Kirkjuþings. Samkvæmt starfsreglum um þingsköp Kirkjuþings skulu þingmál að jafnaði hafa borist þingforseta sex vikum fyrir upphaf þings og þá sendast þingfulltrúum svo skjótt sem auðið er. Nægilegt er þó, að hin almenna skýrsla Kirkjuráðs og skýrsla um fjármál Þjóðkirkjunnar hafi borist forseta tveimur vikum fyrir upphaf þings. Eins og kirkjuþingsmönnum er kunnugt hafa nokkur vanhöld verið á þessum skilum. Þetta er mjög miður, því að umræddur framlagningarfrestur er í rauninni afar þarfur fyrir aðra þingfulltrúa, sem vilja kynna sér mál gaumgæfilega og undirbúa viðbrögð sín í góðu tómi fyrir Kirkjuþing. Það er jafnframt verðugt umhugsunarefni, hvort jafn viðamikil skýrsla og skýrsla Kirkjuráðs er þurfi ekki að berast þingfulltrúum fyrr en nú er ráð fyrir gert í þingsköpum. Þá er kirkjunni ekki síður gagnlegt að hlýða á andvarann í grasrótinni með því að fyrirhuguð kirkjuþingsmál séu kynnt og rædd heima í héraði. Forsætisnefnd væntir þess að Kirkjuráð og þingheimur allur taki þessar ábendingar alvarlega, enda koma bætt vinnubrögð í þessu efni okkur öllum til góða. Lífsviðhorf kristinnar trúar vinni á Meðal nýrra starfsreglna á þessu Kirkjuþingi er ástæða til að nefna sérstaklega starfsreglur um þjóðmálanefnd, sem nú hefur verið sett á laggirnar að nýju og miklar vonir hljóta að vera bundnar við. Ef vel tekst til má vænta þess, að lífsviðhorf 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.