Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 11

Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 11
Gerðir Kirkjuþings 2007 Ávarp forseta Kirkjuþings, Péturs Kr. Hafstein Virðulega Kirkjuþing. Góðir gestir. Ég býð þingheim velkominn til viðamikilla starfa á Kirkjuþingi 2007. Ég vænti þess, að þingfulltrúar og starfsfólk þingsins beri gæfu til að taka svo höndum saman hér á þinginu næstu daga, að Þjóðkirkjunni verði í hvívetna heiður og sómi af. Asakanir um misrétti og mannréttindabrot Þeirri mynd var reynt að bregða upp í umdeildum sjónvarpsþætti á öndverðu ári, að Þjóðkirkjan væri málsvari misréttis og mannréttindabrota og hratt fjaraði undan kirkjunni, sem sífellt missti fleiri og fleiri áhangendur. Ekkert er þó fjær sanni. Á undanfömum árum hafa orðið umtalsverðar breytingar á samsetningu íbúa hér á landi og sífellt fleira fólk af erlendu bergi brotið hefur flust hingað í atvinnuskyni um lengri eða skemmri tíma. Það er fullkomlega eðlilegt og á ekkert skylt við hnignun, að fólksflutningar, erlendur uppmni, nýir tímar og breytt viðhorf leiði til þess, að íbúar landsins skipi sér á fleiri bása í trúarlegum efnum en lengstum hefur verið frá því ákvæði um trúfrelsi og þjóðkirkju á íslandi vom sett í stjómarskrána 1874. Þjóðkirkjan sér ekki ofsjónum yfir því, síður en svo, enda nýtur hún liðveislu um 82% landsmanna, og má það þykja öflugur bakhjarl í sundurleitri þjóðfélagsgerð samtímans. Samningur ríkisvaldsins og Þjóðkirkjunnar um eignaskipti sín í milli á árinu 1997, sem endanlega var til lykta leiddur á síðasta ári, fól meðal annars í sér yfirgripsmikla tilfærslu kirkjujarða til íslenska ríkisins og er gmndvöllur launagreiðslna presta og starfsmanna Þjóðkirkjunnar. Eftir að kirkjan hefur eftirlátið ríkinu þvílík verðmæti og raun ber vitni er fráleitt að halda því fram, að launagreiðslur til starfsmanna hennar feli í sér misrétti og mannréttindabrot gagnvart öðmm trúfélögum. Þjóðkirkjan leggst ekki gegn því, að ríkisvaldið bæti kjör annarra trúfélaga, en staða kirkjunnar í þessu efni er sérstök og á sér bæði sögulegar rætur og ekki síður eignarréttarlegar. Þeir sem bera Þjóðkirkjuna hér röngum sökum með skírskotun til mannréttinda ættu að minnast þess, að það er ekki tilgangur jafnréttisákvæða að veita öllum sömu réttindi heldur er þeim ætlað að koma í veg fyrir að þeim, sem em í sömu eða sambærilegri stöðu, sé mismunað. Staða Þjóðkirkjunnar annars vegar og annarra trúfélaga hins vegar er í þessu efni langt frá því að vera sambærileg. Staða Þjóðkirkjunnar og Kirkjuþings Nú em rétt tíu ár liðin frá því Alþingi samþykkti lög nr. 78/1997 um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar, svonefnd þjóðkirkjulög. Það var eitt helsta markmið þeirra að efla sjálfstæði Þjóðkirkjunnar í ytri málefnum en í innri málum hafði kirkjan lengi notið sjálfræðis, svo sem varðandi guðsþjónustuna, helgisiði, skírn, fermingu og veitingu sakramenta. Þetta var gert á gmnni þeirra tengsla, sem em milli ríkisins og kirkjunnar samkvæmt 62. gr. stjómarskrárinnar, þar sem segir að hin evangeliska- lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á íslandi og skuli ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. I þessu ákvæði felst ótvírætt, að ríki og Þjóðkirkja em ekki eitt. Þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja eins og sumir vilja meina, sérstaklega þegar henni skal hallmælt, heldur sjálfstæð stofnun, sjálfstæður réttaraðili - þjóðkirkja, sem ber réttindi og skyldur að lögum. Öðmm aðila, íslenska ríkinu, er falið að styðja og vemda kirkjuna eða með öðmm orðum gera henni kleift að gegna stjómarskrárbundnu 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.