Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 23

Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 23
Gerðir Kirkjuþings 2007 Vígðir menn eru 12 og leikmenn 17. Jafnframt sitja þingið áfram með málfrelsi og tillögurétt, biskup íslands, vígslubiskupar, fulltrúi guðfræðideildar, og dóms- og kirkjumálaráðherra eða fulltrúi hans. Þingstörf gengu vel þótt miklar annir væru. Kirkjuráð ræddi á framangreindum fundi með forsætisnefnd og formönnum fastra þingnefnda um tengsl héraðsfunda og Kirkjuþings en mikilvægt er að héraðsfundir fjalli um mál sem lögð eru fram á Kirkjuþingi. Eðlilegt er að mál liggi í meginatriðum fyrir að vori þegar halda á héraðsfundi en víða er erfitt að koma við aukahéraðs- fundum að hausti. Fram kom á þessum fundi að fjölgun kirkjuþingsfulltrúa hefði reynst góð breyting, styrkt þingið og nefndarstörfm. Unnið hefur verið að nýjum vef Kirkjuþings á tímabilinu og hefur hann verið tekinn í notkun. Vefurinn skiptist í opinn vef fyrir alla og lokað vefsvæði kirkjuþingsfulltrúa og starfsmanna þingsins þar sem málin eru aðgengileg í þinglegu horfi auk margra fylgiskjala og ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna. Við þær breytingar á þjóðkirkjulögum nr. 78/1997 að Prestssetrasjóður er nú viðfangsefni Kirkjumálasjóðs en ekki sjálfstæð stofnun sem heyrir beint undir Kirkjuþing er ljóst að skýrsla Prestssetrasjóðs er ekki lengur sérstakt þingmál. Prestssetraumsýsla Kirkjumálasjóðs er þó sérgreint viðfangsefni áfram og lýtur m.a. sérstakri stjóm. Hins vegar fýlgir máli þessu skýrsla stjórnar Prestssetrasjóðs fyrir tímabilið 1. júní 2006 - 31. maí 2007 og ársreikninga sjóðsins fyrir árið 2006 er að finna í 2. máli þingsins. Afgreiðsla mála Kirkjuþings 2006 Kirkjuráð fjallaði um og samþykkti hvernig vinna skyldi úr samþykktum Kirkjuþings samkvæmt því sem hér greinir nánar. Vísa má að auki til fundargerðar af fyrrnefndum kirkjuráðsfundi í nóvember 2006, en þar er ítarlegar fjallað um ábendingar í nefndarálitum. Héraðsnefndum var sent bréf 14. nóvember 2006, þar sem farið var yfir allar samþykktir þingsins, sem ástæða þótti til að vekja sérstaka athygli á. Farið var yfir ályktanir og samþykktir Kirkjuþings 2006: 1. mál Kirkjuþings 2006. Skýrsla Kirkjuráðs. Kirkjuþing ályktaði eftirfarandi (er skáletrað hér fyrir neðan): 1. Kirkjuþing 2006 hvetur til þess að áherslu þessa starfsárs ,,fjölþætt þjónusta - opin, virk og gefandi” verði fylgt eftir og hún gerð sýnilegri. Prófastsdæmin eru hvött til virkrar þátttöku í þessu starfi. Jafnframt felur Kirkjuþing Kirkjuráði að tryggja aukið fjármagn til kærleiksþjónustu. 2. Kirkjuþing 2006 tekur undir ræðu biskups um að vitundarvakningu þjóðarinnar þurfi til að hamla gegn aukinni neyslu vímuefna. Þingið fordæmir dulbúnar auglýsingar á áfengi sem flæða yfir ungt fólk. Kirkjan styður þau sem vinna að forvömum og meðferð ungra vímuefnaneytenda. Samþykkt var að Biskup íslands fylgdi þessum ályktunum eftir. Biskup hefur haldið þeim málefnum sem ályktun þessi hljóðar um vakandi í ræðu og riti. 3. Kirkjuþing 2006 fagnar átakinu lífsleikni í framhaldsskólum og hvetur sóknir og prófastsdæmi til að styðja við verkefnið. Kirkjuráð kynnti héraðsnefndum þessa samþykkt eins og áður hefur komið fram. Skýrsla verkefnisstjóra fræðslumála á Biskupsstofu, sr. Halldórs Reynissonar um verkefnið var lögð fram á fundi Kirkjuráðs í septembermánuði sl. Skýrslan fylgir máli þessu. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.