Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 53
Gerðir Kirkjuþings 2007
Starfsreglur um kirkjuráð nr. 817/2000
5. gr.
Starfsreglur um kirkjuráð nr. 817/2000 breytast svo:
10. gr. orðast svo:
Kirkjuráð fer með málefni eftirtalinna kirkjustaða og stofnana:
a) Skálholts, þ.m.t. Skálholtsskóla, sbr. lög um heimild handa ríkisstjóminni til þess
að afhenda þjóðkirkju íslands Skálholtsstað nr. 32/1963 og lög um Skálholtsskóla nr.
22/1993
b) Löngumýrar, sbr. samþykkt kirkjuþings 1994
c) Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Kirkjuhússins
Skálholtsútgáfunnar og Tónskóla þjóðkirkjunnar, sbr. ákvæði gildandi starfsreglna,
staðfestra skipulagsskráa og annarra heimilda hverju sinni.
11. gr. orðast svo:
Kirkjuráð skipar eftirtaldar nefndir og stjómir:
a) Skólanefnd Skálholtsskóla, sbr. lögum Skálholtsskóla nr. 22/1993
b) Stjóm Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, sbr. starfsreglur um sérhæfða þjónustu
kirkjunnar við fjölskylduna
c) Stjóm Tónskóla þjóðkirkjunnar, sbr. starfsreglur um kirkjutónlist á vegum
þjóðkirkjunnar
d) Löngumýramefnd, er stýrir starfi kirkjumiðstöðvarinnar á Löngumýri
e) Fagráð vegna kynferðisbrota, sbr. starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan
íslensku þjóðkirkjunnar.
Kirkjuráð skal skipa í hverja nefnd þrjá aðalmenn og þrjá til vara, til ljögurra ára í
senn frá og með 1. júlí árið eftir kirkjuþingskjör og jafnframt ákveða hver er formaður
nefndar og varamaður hans, nema lög eða starfsreglur mæli annan veg.
13. gr. fellur brott.
15. gr. orðast svo:
Kirkjuráð hefur, auk annarra verkefna sem greinir í starfsreglum þessum, eftirtalin
verkefni með höndum:
a) Fjalla um erindi frá sóknamefndum vegna fyrirhugaðra fjárfrekra framkvæmda svo
og vegna fjárhagsörðugleika, sbr. starfsreglur um sóknamefndir
b) taka afstöðu til áfrýjunar úrskurða úrskurðamefndar og hafa yfirumsjón með því að
úrskurðum úrskurðamefndar og áfrýjunamefndar sé framfylgt sbr. starfsreglur um
úrskurðamefnd og áfrýjunamefnd
c) ábyrgjast, ásamt öðmm kirkjulegum stjómvöldum, að farið sé að jafnréttislögum og
að einstökum ákvæðum jafnréttisáætlunar kirkjunnar sé framfylgt
e) gefa út lög og reglur á sviði kirkjumála og annast dreifingu og kynningu þeirra með
viðhlítandi hætti
d) svara fyrirspumum kirkjuþings sem til þess er beint
e) veita úrlausn í málum sem skotið er til ráðsins með stjómsýslukæru vegna
ákvarðana eða aðgerða kirkjulegra aðilja sem undir það heyra.
Leikmenn í kirkjuráði sitja leikmannastefnu, sbr. starfsreglur um leikmannastefnu.
Starfsreglur um kosningu biskups íslands og vígslubiskupa nr. 818/2000
6. gr.
Starfsreglur um kosningu biskups íslands og vígslubiskupa nr. 818/2000 breytast svo:
í stað “kirkjuþing” í 4. gr. kemur: kjör til kirkjuþings.
í stað “kirkjuþing” í 2. ml. 1. mgr. 12. gr. kemur: kjör til kirkjuþings.
51