Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 36
Gerðir Kirkjuþings 2007
eins og áður hefur verið greint frá. Þá eru nokkur prestssetur þinglýst eign
Prestssetrasjóðs, en sjóðurinn er ekki lengur til í dag sem lögaðili.
Eins og fram kemur í 9. gr. samkomulagsins teljast framangreind lög nr.
82/2007, ásamt samkomulaginu sjálfu fullnægjandi eignarheimild til þess að unnt
verði að skrá prestsetrin og fá þeim þinglýst sem eign Þjóðkh-kjunnai-
(Kirkjumálasjóðs). Kirkjuráð hefur óskað eftir því við sýslumenn landsins að
eignarheimild Þjóðkirkjunnar skv. framangreindum heimildum verði þinglýst á
Þjóðkirkjuna - Kirkjumálasjóð.
Kirkjumiðstöð á Akureyri
Kirkjumálasjóður hefur tekið á leigu húsnæði að Brekkugötu lb, Akureyri, en
húsnæðið er við Ráðhústorgið og því miðsvæðis. Húsnæðið er um 90 fm. Um er að
ræða samstarfsverkefni Kirkjuráðs og héraðssjóðs Eyjafjarðarprófastsdæmis og skipta
þessir aðilar með sér kostnaðinum. í húsnæðinu eru tvær skrifstofur, afgreiðslu- og
kynningarrými og fundaraðstaða, auk eldhúss og snyrtingar. Vígslubiskup mun deila
annarri skrifstofunni með prófasti Eyjafjarðarprófastsdæmis og héraðsprestur
prófastsdæmisins og heimsóknarfulltrúi prófastsdæmisins munu deila hinni
skrifstofunni. Fundaraðstaða verður nýtt af þessum aðilum eftir föngum.
V. Stofnanir á vegum Kirkjuráðs
Stofnanir og nefndir skila skýrslum í Árbók kirkjunnar eins og fyn' hefur verið greint
frá og er vísað þangað til nánari greinargerða um starfsemi þeirra. Sú umfjöllun sem
hér fer á eftir er til fyllingar því eða sérstakrar áréttingar á atriðum sem Kirkjuráð vill
vekja athygli Kirkjuþings á.
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar
Kirkjuráð heimsótti Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og átti gagnlegar viðræður við
starfsfólk. Gert er ráð fyrir að auka starfshlutföll starfsmanna um samtals 60%, frá
næsta ári. Mun það leiða til aukinnar þjónustu og meiri möguleika á upplýsinga- og
fræðslustarfi á vegum stofnunarinnar.
Skálholt
Kirkjuráð ber ábyrgð á Skálholtsstað, sbr. lög nr. 32/1963. Unnið var eftir nýju
skipulagi á starfsemi Skálholts frá fyrra ári og er Skálholtsskóli og Skálholtsstaður nú
rekinn sem ein rekstrareining. Framkvæmdastjóri er Hólmfríður Ingólfsdóttir og
rektor dr. Kristinn Ólason. Skólaráð hefur fengið nýtt hlutverk og er það fagráð
rektors vegna starfsemi Skálholtsskóla. Nýr rektor Skálholtskóla hefur nú unnið í rúmt
ár að eflingu hefðbundinna kyrrðardaga og námskeiða. Aðsókn að kyrrðardögum
hefur aukist ár frá ári. Meðal nýmæla telst að kyrrðardagar hafa verið fyrir valdai'
starfsstéttir í þjóðfélaginu og tiltekna hópa innan kirkjunnar, en auk þess voru haldnir
heilsudagar fyrir fólk sem glímir við alvarlegan heilsubrest. Fermingamámskeið og
önnur fræðsluverkefni voru mörg, prédikunarnámskeið, þrettándaakademía, málþing
og önnur námskeið í samvinnu við ýmsa aðila eins og rakið er í skýrslu rektors í
Arbók kirkjunnar.
Aðsókn að Skálholtsstað hefur aukist og hafa tekjur staðarins aukist að sama
skapi. Áætlað er að um 100 þúsund manns muni sækja staðinn árlega innan fárra ára
og því er margt gert til að bæta þjónustu við ferðamenn og ráðstefnugesti. Aukning
hefur verið í fundum og ráðstefnum fyrir starfsfólk og stjórnendur í atvinnulífinu og er
búist við að það verði talsverð viðbót í framtíðinni með tilkomu viðbyggingarinnar
sem áformað er að rísi við skólann.
34