Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 68
Gerðir Kirkjuþings 2007
Stjóm prestssetra ásamt presti gætir hlunninda og annarra fjárhagslegra hagsmuna
sem kunna að fylgja prestssetrum. Hér er m.a átt við að varðveita greiðslumark það,
sem nú er fyrir hendi á prestssetrum landsins sem og veiðihlunnindi.
22. gr.
Með hliðsjón af ákvæðum ábúðarlaga má ákveða í haldsbréfi eða með sérstöku
samkomulagi að umráðamaður viðkomandi prestsseturs njóti ekki hluta arðs af
hreinum tekjum af hlunnindum prestsseturs, sem krefjast ekki sérstaks vinnuframlags
umráðamanns. Hlunnindi þessi skulu tilgreind nákvæmlega í haldsbréfi og ef þessi
heimild er nýtt skal takmörkun hlunninda getið í auglýsingu um embættið. Renna
arðgreiðslumar þá beint í Kirkjumálasjóð og greiðir umráðamaður ekki leigu af
þessum hlunnindum, öðmm en þeim sem hann nýtir hlutfallslega skv. áðurnefndu
samkomulagi og haldsbréfi. Til viðmiðunar við samkomulagsgerð, skal árleg
arðgreiðsla að jafnaði skiptast þannig að 50% renni beint til Kirkjumálasjóðs en 50%
til umráðamanns. Arðgreiðslur, allt að 600 þúsund kr. á ári, renna þó óskiptar til
umráðamanns. Fjárhæð þessi skal taka breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs frá
gildistöku þessara starfsreglna. Náist ekki samkomulag um greiðslu samkvæmt þessu
skulu hlunnindin undanskilin ábúð og skal stjórn prestssetra annast um
hagsmunagæslu þeirra vegna.
Greiðslumark sauðfjár er hluti af þeim eignum og réttindum sem fylgja prestssetrum
sem ekki eru talin til fasteignamats jarðarinnar. Stjóm prestssetra hefur heimild til að
færa greiðslumark sauðfjár tímabundið milli prestssetursjarða skv. sérstökum
vinnureglum stjómar þar um.
VIII. Kafli
GilcListaka
23. gr.
Starfsreglur þessar sem settar em með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1. janúar 2008. Frá sama tíma falla
brott Starfsreglur um Kirkjumálasjóð vegna rekstrar og umsýslu prestsbústaða og
prestssetursjarða nr. 963/2006.
Akvæði til bráðabirgða
Kirkjuráð skipar stjórn prestssetra, sbr. 3. gr. starfsreglna þessara, er sitji til 30. júní
2011.
66