Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 13

Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 13
Gerðir Kirkjuþings 2007 horfast í augu við þann veruleika, sem þessu fylgir og hlýst af breyttum viðhorfum í þjóðfélaginu á undanfömum ámm. Sem gmndvallarstofnun kristinnar trúar og máttarstólpi í samfélaginu verður Þjóðkirkjan umfram allt að gæta þess, að engum, hvorki einstaklingum né hópum, finnist hann vera utangátta á vettvangi kirkjunnar eða ekki jafnvelkominn öðmm í þær mörgu vistarvemr, sem em í húsi Föðurins. Það er kirkjunni beinlínis lífsnauðsyn í umróti tíðarandans. Á Kirkjuþingi á síðasta ári lagði ég ríka áherslu á, að við leiddum þetta vandasama mál til lykta í góðri sátt og með virðingu fyrir tilfinningum annarra og viðhorfum, sem ýmist eiga rætur að rekja til trúarskoðana, uppeldis, siðferðiskenndar eða ólíkra lífsviðhorfa. Ég treysti því enn, að svo megi verða. Hinu mega menn þá ekki gleyma, að sátt er sátt. I sáttargjörð felst það vitaskuld, að hvor aðila er fullsæmdur af sínum hlut, þótt hann fái ekki öllu sínu framgengt. Þjóðkirkjan hefur lagt áherslu á, að Alþingi tæki ekki fram fyrir hendur hennar í máli af þessum toga og hún á þess vegna að vera reiðubúin til að ræða og koma til móts við knýjandi sjónarmið eftir því sem frekast er kostur. Það þarf að ríkja samskilningur milli ríkis og kirkju í þessu viðkvæma máli og Þjóðkirkjan verður vegna stöðu sinnar í samfélaginu og samkvæmt stjómarskrá að hafa forgöngu um, að svo megi verða. Þegar við blasir, að löggjafinn veiti trúfélögum í landinu heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra verður Kirkjuþing að bregðast við því af yfirvegun og skynsemi og kosta kapps um, að Þjóðkirkjan komi ósködduð frá þeim svigurmælum, sem em látin dynja á henni, þótt hún sé í hópi þeirra lútersku kirkna á heimsbyggðinni, sem lengst ganga í þessum efnum. Ef Kirkjuþing býr svo um hnútana, að einstaklingar af sama kyni geti á vettvangi Þjóðkirkjunnar hlotið þau borgaralegu réttindi, sem staðfestri samvist þeirra fylgja nú þegar lögum samkvæmt, væri ekki með góðu móti unnt að halda því fram, að samkynhneigðir væru beittir misrétti. Allir fengju þá lögformlega staðfestingu kirkjunnar á ætlun sinni um samneyti og trúfesti, þótt það yrði með mismunandi formerkjum, sem leiðir af trúarskilningi vegna mismunandi aðstæðna þeirra, sem í hlut eiga. Það er sú sáttargjörð, sem nú er í sjónmáli. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.