Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 32

Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 32
Gerðir Kirkjuþings 2007 að afloknu Kirkjuþingi 2006, en eigi að síður hefur frumvarpið ekki verið lagt fram á Alþingi. Ýmsar starfsreglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2006. Þær em birtar ásamt öðrum gildandi réttarheimildum á vef kirkjunnar kirkjan.is. Kirkjuráð veitti Alþingi umsögn um frumvarp til laga um stofnfrumurannsóknir. V. Fjármál Fjárhagsáætlanir og úthlutun Kirkjuráð samþykkti í desembermánuði 2006 fjárhagsáætlanir Kirkjumálasjóðs og úthlutaði úr Jöfnunarsjóði sókna og Kirkjumálasjóði fyrir áiáð 2007. Veitt var fé til verkefna sem lögmælt eru, verkefna samkvæmt samþykktum Kirkjuþings og verkefna samkvæmt sérstökum ákvörðunum Kirkjuráðs. Að vanda var úthlutað styrkjum til ýmissa annarra verkefna. Þá veitir Kirkjuráð framlög til samningsbundinna verkefna, sem Þjóðkirkjan er aðili að. Má þar t.d. nefna samstarfssamning um útgáfu ritraðarinnar Kirkjur Islands, Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, samning um Löngumýri, Siðfræðistofnun, stofnun um fjölskyldurannsóknir, o.fl. Rafrœnar umsóknir Unnið hefur verið að þróun rafrænnar þjónustu fyrir sóknir og fl. á vef kirkjunnar. I fyrsta skipti var unnt að sækja um styrki rafrænt á vef kirkjunnar kirkjan.is í Jöfnunarsjóð sókna og nýttu allmargar sóknamefndir sér það. Kirkjur Islands Á árinu komu út í ritröðinni Kirkjur íslands 9. og 10 bindi, Eyjafjai'ðaiprófastsdæmi, en útgáfa þessi er samstarfsverkefni Biskupsstofu/Kirkjuráðs, Húsafriðunarnefndar ríkisins, Hins íslenska bókmenntafélags og Þjóðminjasafns íslands. Kjararáð Kirkjuráð sendi Kjararáði, sem tók við verkefnum Kjaranefndar og Kjai'adóms skv. breytingu á lögum þar um, þar sem óskað var eftir að Kjararáð úrskurðaði laun presta, prófasta og vígslubiskupa með sama hætti og kjaranefnd og kjaradómur gerðu áður. Samþykkti Kjararáð þá málaleitan. Greiðslur fyrir aukaverk Á Kirkjuþingi 2003 var svofelld ályktun samþykkt: “Kirkjuþing 2003 samþykkir að fela Kirkjuráði að vinna að því að greiðslur fyrir skírn og fermingarfræðslu verði tekriar út úr gjaldskrá um aukaverk presta og færð inn íföst laun þeirra eða innlieimt með öðrum hætti”. Greiðslurnar byggjast á lögum um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra nr. 36/1931. Samkvæmt lögunum setur dóms- og kirkjumálaráðherra gjaldskrá til tíu ára um þóknun til presta. Umboðsmaður Alþingis beindi þeim tilmælum til Alþingis og dóms- og kirkjumálaráðherra að taka til endurskoðunar ákvæði laga nr. 36/1931 með það í huga að taka afstöðu til þess hvort rétt væri að laun presta annars vegar og þóknanir þeirra fyrir „aukaverk“ hins vegar væru ákveðin af tveimur mismunandi stjórnvöldum. Jafnframt að afmarkað yrði nánar í lögum hvað teldust „aukaverk“ presta þjóðkirkjunnar þannig að löggjafinn tæki beina afstöðu til þess hvaða þjónustu presta þjóðkirkjunnar hann teldi rétt að þeir greiddu er þjónustunnar nytu. Ráðherra hefur sent Kirkjuráð erindi vegna þessara ábendinga umboðsmanns. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.