Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 74

Gerðir kirkjuþings - 2007, Blaðsíða 74
Gerðir Kirkjuþings 2007 Geðhjálp, foreldrahús og starf foreldrasamtakanna og samtakanna Vímulaus æska. Svo er Krossinn með mikið starf í þágu vímuefnaneytenda. Nú í gær þá hitti ég unga menn sem standa fyrir og hafa sett á laggimar athvarf fyrir langt leidda neytendur, starf á trúarlegum forsendum en án þess að tengjast trúsöfnuði sérstaklega. Miðborgarprestur og fleiri prestar þar á meðal sóknarprestur hér hafa veitt þeim virkan stuðning. En það vantar á. Stór hópur ungs fólks er í þeim aðstæðum þar sem allt hefur verið reynt, en ógöngumar em algjörar. Það virðist vera sem kerfið og úrræði hinna frjálsu félagasamtaka nái ekki að mæta þeim. Og hvað getum við gert? Það er mikilvæg spuming. Það vantar sárlega stuðning við foreldra ungmenna í fíkn. Það vantar stuðningsnet fyrir þetta fólk sem iðulega er brotið og úrræðalaust eftir langa þrautargöngu. Það vantar stuðningshópa sjálfboðaliða, fram hefur komið í máli hennar Vilborgar Oddsdóttur hjá Hjálparstafi kirkjunnar, sem vel þekkir landslagið í þessum efnum, að það vanti sárlega hjálparhóp fyrir ungar mæður af þriðju kynslóð framfærsluþega hér í borginni, sem eiga mjög örðugt uppdráttar. Það vantar sárlega útideild. Það vantar starfsemi sem leitar uppi fólk sem er á götunni og á ekki í nein hús að venda svipað eins og Bymissjonen í Noregi, þetta vantar. Það vantar ráðgjöf, opna ráðgjöf og læknisaðstoð þar sem að götufólk getur leitað inn og fengið aðgang að félagsráðgjafa, lækni, hjúkrunarfræðingi, fengið lyf og eftirlit með því að það taki lyfin sín. Þama er iðulega um að ræða geðfatlað fólk sem þarf þess háttar utanumhald. Eg sé fyrir mér einhvem svona vettvang, einhverja svona miðstöð og líka þaðan sem starfsfólk, sjálfboðaliðar, gæti farið út á götumar þangað sem þessir einstaklingar eru, til að leita þá uppi. Þetta gæti ég vel séð sem verkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar geti haft forgöngu um að koma á laggimar í samstarfi við ríki og borg. En ég veit að það er meira en að segja það. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er enginn vandi að setja á laggimar stofnun, það er enginn vandi að kaupa hús, það er enginn vandi að fá umbúnaðinn, það er jafnvel hægt að hafa landsöfhun og safna tugum milljóna fyrir svona verkefni en það er úthaldið sem vantar, mönnunin og úthald góðs fólks sem vill og getur gefið af sér, endalaust. Og hefur stuðning utanfrá. Þama skortir sárlega á. Það er einmitt galdurinn við trúsöfnuðina, þar er fólk sem brennur af hugsjón. Það er skortur í okkar samfélagi á hugsjónafólki, og það er mjög skír skírskotun til okkar á vettvangi Þjóðkirkjunnar. Eg sé ekki að Þjóðkirkjan, útaf fyrir sig, eigi að fara að reka stuðningsúrræði, en hún á að koma að og taka undir með þeim sem eru að vinna að þeim efnum og hún á að beita sér í umræðunni um hvort og hvaða þörf sé að auka við þau úrræði sem fyrir em og minna á skyldur hinna opinberu aðila til að veita fé til þessara verkefna og það hafa kirkjunnar menn gert, það hefur miðborgarprestur gert og Hjálparstarf kirkjunnar sannarlega. Eg held að mesta þörfm sé á fólki sem er tilbúið að gefa af sér tíma, krafta, umhyggju, styrk og festu. Hugsjónafólk sem er reiðubúið til að fara þessa extra mílu með þeim sem em í vanda, fólk sem gefst ekki upp. Þar hafa trúarsamfélögin, þau hafa geta veitt það, það er þeirra styrkur við þurfum að vinna að því að næra þann anda, anda hinna virku umhyggju í samfélagi okkar safnaða og efla fólk til þess að sýna náunganum umhyggju og kærleika í verki. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.