Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 177
177
anlega heima og hugrúm.35 Miklar framfarir hafa orðið í að auka skilning
okkar á þessu byggingarferli.
Ég legg til að í framtíðinni hugi menn frekar að tveimur þáttum frásagn-
arinnar.36 Annar er það sem ég kalla kveikiformgerð (e. suggestion structure)
sem ræðst af því hvaða samhljóm bókmenntaverkið fær hjá hverjum ein-
stökum lesanda. Þessi formgerð, sem er háð því að hugrenningatengsl
vakni, er sambærileg við kyndinguna (dhvani) sem indversku bókmennta-
fræðingarnir á miðöldum töldu að gæti ýtt undir ákveðnar bókmenntatil-
finningar (rösur). Á meðal annarra einstaklingsbundinna þátta má nefna
sjálfsævisögulegar minningar, menningarlega þekkingu og hugðarefni.
Allt skiptir þetta sköpum fyrir túlkun lesandans á sögu eða ljóði. Gavins
hefur tekið sérstaklega mið af einstaklingsbundnum eiginleikum lesenda
og Semino fjallað um hugðarefni höfundarins Hemingways, sem geta,
þegar lesendum eru þau kunnug, orðið hluti af menningarlegri þekkingu
þeirra.37 Tillaga mín er sú, að við gerum skýran greinarmun á almennum
hugsmíðaferlum sem spretta af orðræðuformgerðinni og sérstökum ferl-
um hvers lesanda. Þannig gæti reynst nauðsynlegt, eins og til að mynda
við greiningu Steens á ástarsöngvum og ástarljóðum í Cognitive Poetics in
Practice, að greina á milli almennra skema sem byggja á ástarsenum sem
allir þekkja í hinum vestræna heimi og hins vegar þess samhljóms sem ljóð,
lag eða saga laðar fram með reynslu hvers lesanda.38
Síðasta atriðið kalla ég raungerð á sögu eða ljóði: hvernig lesandinn skrif-
ar sjálfur með öllum úrræðum hugans. Í Cognitive Poetics in Practice greinir
Hamilton sonnettu Wilfreds Owen, „Hospital Barge“ (Sjúkraprammi), á
þann hátt. Skilningurinn markast af formgerð sögu og orðræðu, svo og
kveikiformgerð. Hann felur í sér túlkun lesandans sem er þó meira en ein-
ungis túlkun, því lesandinn skrifar sjálfur söguna og sviðsetning hans ræðst
af því hvernig sagan höfðar til hans.
35 Sjá eftirtaldar greinar í Cognitive Poetics in Practice: Joanna Gavins, „Too much
blague?: An exploration of the text worlds of donald Bartheleme’s Snow White“, bls.
129–144; Catherine Emmott, „Reading for pleasure: A cognitive poetic analysis of
‘twists in the tale’, and other plot reversals in narrative texts“, bls. 145–159; Elena
Semino, „Possible worlds and mental spaces in Hemingway’s „A very short story““,
bls. 83–98.
36 Keith Oatley, „Emotions and the Story Worlds of Fiction“.
37 Sjá Joanna Gavins, „Too much blague?, bls. 129–144 og Elena Semino, „Possible
worlds and mental spaces in Hemingway’s „A very short story““, bls. 83–98.
38 Gerard Steen, „‘Love stories’: Cognitive scenarios in love poetry“, Cognitive Poetics
in Practice, bls. 67–82.
Að SKRIFAOGLESA