Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 177

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 177
177 anlega heima og hugrúm.35 Miklar framfarir hafa orðið í að auka skilning okkar á þessu byggingarferli. Ég legg til að í framtíðinni hugi menn frekar að tveimur þáttum frásagn- arinnar.36 Annar er það sem ég kalla kveikiformgerð (e. suggestion structure) sem ræðst af því hvaða samhljóm bókmenntaverkið fær hjá hverjum ein- stökum lesanda. Þessi formgerð, sem er háð því að hugrenningatengsl vakni, er sambærileg við kyndinguna (dhvani) sem indversku bókmennta- fræðingarnir á miðöldum töldu að gæti ýtt undir ákveðnar bókmenntatil- finningar (rösur). Á meðal annarra einstaklingsbundinna þátta má nefna sjálfsævisögulegar minningar, menningarlega þekkingu og hugðarefni. Allt skiptir þetta sköpum fyrir túlkun lesandans á sögu eða ljóði. Gavins hefur tekið sérstaklega mið af einstaklingsbundnum eiginleikum lesenda og Semino fjallað um hugðarefni höfundarins Hemingways, sem geta, þegar lesendum eru þau kunnug, orðið hluti af menningarlegri þekkingu þeirra.37 Tillaga mín er sú, að við gerum skýran greinarmun á almennum hugsmíðaferlum sem spretta af orðræðuformgerðinni og sérstökum ferl- um hvers lesanda. Þannig gæti reynst nauðsynlegt, eins og til að mynda við greiningu Steens á ástarsöngvum og ástarljóðum í Cognitive Poetics in Practice, að greina á milli almennra skema sem byggja á ástarsenum sem allir þekkja í hinum vestræna heimi og hins vegar þess samhljóms sem ljóð, lag eða saga laðar fram með reynslu hvers lesanda.38 Síðasta atriðið kalla ég raungerð á sögu eða ljóði: hvernig lesandinn skrif- ar sjálfur með öllum úrræðum hugans. Í Cognitive Poetics in Practice greinir Hamilton sonnettu Wilfreds Owen, „Hospital Barge“ (Sjúkraprammi), á þann hátt. Skilningurinn markast af formgerð sögu og orðræðu, svo og kveikiformgerð. Hann felur í sér túlkun lesandans sem er þó meira en ein- ungis túlkun, því lesandinn skrifar sjálfur söguna og sviðsetning hans ræðst af því hvernig sagan höfðar til hans. 35 Sjá eftirtaldar greinar í Cognitive Poetics in Practice: Joanna Gavins, „Too much blague?: An exploration of the text worlds of donald Bartheleme’s Snow White“, bls. 129–144; Catherine Emmott, „Reading for pleasure: A cognitive poetic analysis of ‘twists in the tale’, and other plot reversals in narrative texts“, bls. 145–159; Elena Semino, „Possible worlds and mental spaces in Hemingway’s „A very short story““, bls. 83–98. 36 Keith Oatley, „Emotions and the Story Worlds of Fiction“. 37 Sjá Joanna Gavins, „Too much blague?, bls. 129–144 og Elena Semino, „Possible worlds and mental spaces in Hemingway’s „A very short story““, bls. 83–98. 38 Gerard Steen, „‘Love stories’: Cognitive scenarios in love poetry“, Cognitive Poetics in Practice, bls. 67–82. Að SKRIFAOGLESA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.