Peningamál - 01.11.1999, Side 12

Peningamál - 01.11.1999, Side 12
við 12% árið 1998. Spá Þjóðhagsstofnunar um rúm- lega 8% vöxt útflutnings í ár er töluverð framför frá dræmum vexti í fyrra, gangi spáin eftir. Jafnframt er gert ráð fyrir að verulega dragi úr vexti innflutnings. Spáð er 3,4% vexti samanborið við 22% árið 1998. Þótt spáð sé minni vexti þjóðarútgjalda er of snemmt að varpa öndinni léttar. Í fyrsta lagi ber að hafa hugfast að vöxtur einkaneyslu skv. spá Þjóð- hagsstofnunar er enn mjög mikill eða 6%. Þótt fjár- festingarbylgjan hafi náð hámarki, dugar hægari vöxtur þjóðarútgjalda ekki til að draga nægilega úr hallanum sem myndaðist í utanríkisviðskiptum árið 1998. Enn spáir Þjóðhagsstofnun halla á viðskipta- jöfnuði í ár sem nemur 4,6% af landsframleiðslu. Verra er að ekki er útlit fyrir að verulega dragi úr hallanum árið 2000 þrátt fyrir að spáð sé hóflegum hagvexti. Hætta er á meiri viðskiptahalla en spáð var í nýlegri þjóðhagsáætlun Í öðru lagi virðist sem áætlanir Þjóðhagsstofnunar um vöxt einkaneyslu og fjárfestingar séu í varfærnari kantinum. Neyslu- og fjárfestingarlíkön sem metin hafa verið í Seðlabankanum sýna öllu meiri vöxt einkaneyslu og fjárfestingar á yfirstandandi ári og fjárfestingar árið 2000 en spár Þjóðhagsstofnunar. Verði sú raunin má búast við að halli á viðskiptum við útlönd verði meiri en Þjóðhagsstofnun spáði.3 Í þriðja lagi styðja tölur um utanríkisviðskipti það sem af er árinu þá ályktun að hallinn á utanríkis- viðskiptum verði meiri en Þjóðhagstofnun spáði. Í spá Þjóðhagsstofnunar er reiknað með 17,9 ma.kr. halla á vöruviðskiptum við útlönd á árinu í heild. Fyrstu 9 mánuði ársins var hann orðinn 20 ma.kr. sem er u.þ.b. jafn mikill halli og allt árið í fyrra. Að vísu mun ýmislegt á síðustu mánuðum ársins stuðla að minni halla. Nýtt fiskveiðiár byrjaði í september og má reikna með meiri útflutningi sjávarafurða til loka ársins en verið hefur að undanförnu. Hærra álverð mun einnig auka útflutningsverðmæti. Á móti kemur að verðhækkun á innfluttu eldsneyti og hrá- efnum mun stuðla að meiri halla. Það er einnig umhugsunarefni að viðskipti með skip og flugvélar, sem eru sveiflukennd og endur- spegla ekki endilega undirliggjandi efnahagsþróun, fegra nokkuð viðskiptajöfnuð yfirstandandi árs, en árið 1998 átti hið gagnstæða sér stað. Án skipa- og flugvélaviðskipta jókst halli á vöruskiptum fyrstu níu mánuði ársins úr 13,5 ma.kr. í fyrra í 16 ma.kr. á sama tíma í ár. Vöxt vöruútflutnings það sem af er árinu má nær eingöngu rekja til útflutnings iðnaðarvöru. Hann jókst um fjórðung að magni fyrstu níu mánuði ársins en verðmætaaukningin er einungis 15% sökum lágs verðs á áli sem nú fer þó ört hækkandi. Gróskan í útflutningi iðnaðarvöru stafar að miklu leyti af aukn- um álútflutningi, en nær einnig til margra annarra vörutegunda. Fjárfestingarvörur sem tengjast sjávar- útvegi og matvælaframleiðslu eru mest áberandi. Út- flutningur sjávarafurða hefur verið dræmur undan- farna mánuði og að magni dróst hann nokkuð saman fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma árið 1998. Lítinn útflutning sjávarafurða síðla sumars, þ.e.a.s undir lok fiskveiðiársins, má rekja til þess að vel veiddist snemma á fiskveiðiárinu. Sé horft fram hjá skipa- og flugvélaviðskiptum jókst verðmæti út- flutnings fyrstu níu mánuði ársins einungis um 1% en í heild jókst verðmæti vöruútflutnings um 5½% og tæp 7% að magni. Á fyrstu níu mánuðum ársins hægði verulega á vexti vöruinnflutnings frá fyrra ári. Síðustu tölur benda til þess að innflutningur neysluvöru sé enn í örum vexti. Innflutningur varanlegrar neysluvöru eykst mest, en innflutningur óvaranlegrar neysluvöru vex einnig. Innflutningur virðist jafnvel hafa sótt í 11 3. Þess má geta að bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa spáð meiri halla sem hlutfalli af landsframleiðslu en Þjóðhagsstofnun á árinu 1999, OECD 5% og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 5,5%. OECD spáir reyndar enn meiri halla árið 2000 eða sem nemur 5,1% af landsfram- leiðslu. Árstíðaleiðréttur vöruinnflutningur á föstu verði 3 mánaða hreyfanlegt meðaltal J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 1996 1997 1998 1999 8 10 12 14 16 Ma.kr Alls Án skipa og flugvéla Mynd 9

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.