Peningamál - 01.11.1999, Page 23

Peningamál - 01.11.1999, Page 23
22 Seðlabankinn hefur hækkað vexti sína þrisvar í ár, fyrst í febrúar, síðan í júní og loks í september, sam- tals um 1,5 prósentustig. Frá því að núverandi upp- sveifla í efnahagslífinu hófst á árinu 1996 hafa stýri- vextir bankans alls verið hækkaðir um 2,5 prósentu- stig. Munur milli peningamarkaðsvaxta hér á landi og viðskiptaveginna hliðstæðra vaxta erlendis náði hámarki í september sl. og var þá um 5,5 prósentu- stig. Á þessu ári hefur munurinn vaxið um rösk 2 prósentustig. Gengi krónunnar styrktist ekki á fyrri hluta ársins þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans enda beindist vaxtahækkun bankans í febrúar að því að efla gjaldeyrisforðann fremur en að styrkja gengið. Í lok ágúst var gengi krónunnar svipað og í byrjun árs. Vaxtahækkanir bankans í júní og september um 0,5 og 0,6 prósentustig, ásamt því aðhaldi sem boðað er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, virðast hins vegar hafa stuðlað að styrkingu krónunnar og var gengi hennar í sögulegu hámarki í byrjun nóvember, um 4% yfir miðgengi. Tímabundnir þættir kunna einnig að hafa stuðlað að styrkingu krónunnar, svo sem fjárstreymi erlendis frá tengt sérstökum fjárfest- ingum og minna útstreymi til verðbréfakaupa erlend- is en fyrr á árinu. Markmið Seðlabankans með að- gerðum sínum í júní og september var að draga úr innlendri eftirspurn og stuðla að sterkari krónu til þess að hamla gegn verðhækkunum innanlands. Vextir á peningamarkaði hafa fylgt vaxtabreyting- um Seðlabankans og vextir á 3-6 mánaða millibanka- lánum hafa hækkað meira en stýrivextir Seðla- bankans. Þar gætir áhrifa lausafjárreglna sem Seðla- bankinn setti snemma árs 1999 til að stemma stigu við rýrnun lausafjárstöðu og aukinni notkun erlends skammtímafjár. Lausafjárreglurnar hafa náð þessum markmiðum og virðast einnig, að minnsta kosti tíma- bundið, hafa stuðlað að minni útlánaaukningu lána- stofnana. Ásamt öðrum þáttum hafa lausafjárreglurn- ar dregið nokkuð úr viðskiptum með banka- og ríkis- víxla. Seðlabankinn hefur í samstarfi við lánastofnanir þróað nýjar lausafjárreglur sem vænst er að geti tekið gildi um næstu áramót. Ekki hefur orðið framhald á þessu ári á þeirri Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans:1 Sterk króna á haustmánuðum 1. Mánaðartölur í þessari grein miðast við lok október 1999 en daglegar tölur ná fram til 9. nóvember 1999. Vísitala gengisskráningar og ávöxtun endurhverfra verðbréfakaupa 1999 Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. 109 110 111 112 113 114 115 31.12.1991=100 6,5 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 9,5 %Vísitala Endurhverf kaup Mynd 1 Vaxtamunur við útlönd á peningamarkaði 1999, 3 mánaða binditími Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 Mynd 2

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.