Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 33
nágrannalanda. Þessar nýju reglur eru nánast tilbúnar
og gætu hugsanlega tekið gildi um næstu áramót.
Þær verða hins vegar ekki settar á grundvelli núgild-
andi laga um Seðlabanka Íslands. Það kann því að
nokkru að verða háð lagaheimildum Seðlabankans
með hvaða hætti og hvenær hinar nýju reglur verða
settar. Þess ber og að geta að hinar nýju lausafjár-
reglur eru flóknari í framkvæmd en þær eldri og
kunna því ekki að henta minni sparisjóðum.
Vaxtabreytingar í ár
Eins og fram hefur komið í fréttum var útlánavöxt-
urinn í maí, júní og júlí nokkru minni en mánuðina
næst á undan. Þrátt fyrir þetta gerði vaxandi verð-
bólga það að verkum að Seðlabankinn hækkaði vexti
í júní sl. Í tengslum við vaxtahækkunina í febrúar gaf
Seðlabankinn til kynna að hann myndi fremur kjósa
að styrkja gjaldeyrisforðann en að leyfa gengi krón-
unnar að styrkjast og jókst forðinn umtalsvert í kjöl-
farið. Í júní leiddi vaxandi verðbólga hins vegar til
þess að bankinn ákvað að leyfa gengi krónunnar að
hækka fremur en að styrkja gjaldeyrisforðann enda
hefur innflutningsverðlag skjót áhrif á innlent verð-
lag. Bankinn gaf hið sama í skyn við vaxtabreyting-
una í september. Gengi krónunnar hefur hækkað um
rúm 2% síðan í júní.
Vaxtahækkunin í september kom í kjölfar mæl-
ingar á neysluverði í byrjun mánaðarins sem fól í sér
0,8% hækkun frá byrjun ágúst. Til viðbótar óvenju
mikilli hækkun verðbólgu jókst útlánavöxtur inn-
lánsstofnana á ný í ágúst og voru það bankastjórn
Seðlabankans mikil vonbrigði. Vísbendingar eru hins
vegar um að útlán viðskiptabankanna hafi vaxið lítið
í september.
Útlánaþróun og eigið fé
Frá ársbyrjun til loka ágúst jukust útlán innlánsstofn-
ana um 16,6% og á 12 mánuðum til loka ágúst jukust
þau um 34%. Útlánavöxtur sparisjóðanna, að Spari-
sjóðabankanum meðtöldum, var 22% og 41% á sömu
tímabilum eða umtalsvert meiri en hjá innlánsstofn-
unum í heild. Í ágústmánuði einum jukust útlán
sparisjóðanna um 4,4% en innlánsstofnana í heild um
2,3%. Þegar haft er í huga að hlutfall sparisjóðanna
og Sparisjóðabankans í heildarútlánum var í lok
ágúst 23,3% þá gefur auga leið að þessi mikla útlána-
aukning sparisjóðanna hefur átt drjúgan þátt í útlána-
þenslunni.
Undanfarin misseri hefur eiginfjárhlutfall spari-
sjóðanna lækkað hratt. Ég tel því ástæðu til þess að
brýna alvarlega fyrir sparisjóðum og raunar lána-
stofnunum í heild að hægja mjög á útlánum og gæta
fyllstu varkárni í útlánastarfsemi sinni. Mjög mikil-
vægt er að gefa gaum að öryggi útlána, hvort heldur
er til fyrirtækja eða einstaklinga. Að því kemur að
dregur úr umsvifum í efnahagslífi og þrengja tekur
að atvinnufyrirtækjum og heimilum. Um leið mun
þrengja að innheimtu útistandandi lána. Verði ekki
gengið fram með fullri gát nú er líklegt að spari-
sjóðirnir og aðrar lánastofnanir eigi eftir að finna
fyrir útlánatöpum á komandi misserum og þar með
rýrari afkomu en ella. Þegar þrengja tekur að er
nauðsynlegt að búa við trausta eiginfjárstöðu og því
brýni ég það jafnframt fyrir sparisjóðunum og öðrum
lánastofnunum að hyggja vel að eiginfjárstöðu sinni
og tryggja að hún verði nægilega traust til þess að
gera þeim kleift að takast á við erfiðari tíma án þess
að fjárhagslegri stöðu þeirra verði stefnt í voða.
Stöðugleiki í fjármálakerfi og innlendur
fjármagnsmarkaður
Eins og ég nefndi í upphafi er annað meginmarkmið
Seðlabanka Íslands að tryggja stöðugleika í fjármála-
kerfi. Eftir að bankaeftirlit hvarf úr Seðlabankanum
hefur verið unnið að skipulagi verkefna í bankanum
sem varða stöðugleika í fjármálakerfinu. Bankinn á
jafnframt náið samstarf við Fjármálaeftirlitið og þess
er gætt að um tvíverknað verði ekki að ræða. Ég mun
ekki lýsa þessum verkefnum nánar hér, en get þó
ekki látið hjá líða að víkja að afmörkuðu en mikil-
vægu atriði sem varðar innlendan fjármagnsmarkað.
Innlendur fjármagnsmarkaður hefur sem kunnugt
er þróast mjög hratt á undanförnum árum. Þetta er
ykkur að sjálfsögðu kunnugt enda hafa sparisjóðirnir
verið virkir þátttakendur í þessari þróun. Nýjar stofn-
anir hafa komið til, nýir fjárfestingarkostir, og síðast
en ekki síst hefur innlendur hlutabréfamarkaður þró-
ast mjög hratt. Um þessi viðskipti hefur verið sköpuð
umgjörð sem í öllum aðalatriðum er byggð á lögum
og reglum Evrópusambandsins. Í þessu umhverfi er
32