Peningamál - 01.11.1999, Page 34
33
afar mikilvægt að í einu og öllu sé farið að gildandi
reglum, að viðskipti séu gagnsæ þannig að tryggt sé
að fjárfestar hafi allir aðgang að sömu upplýsingum
sem áhrif geta haft á mat á eignum þeirra eða á fjár-
festingaráform. Til þess að tryggja að allir sem starfa
á innlendum markaði fari að þeim reglum sem um
viðskipti á honum gilda er nauðsynlegt að eftirlits-
stofnanir sem við höfum komið á fót búi við löggjöf
sem gerir þeim kleift að sinna hlutverki sínu. Um leið
verða þeir sem starfa á markaði, fjárfestar og aðrir, að
axla ábyrgð sem því fylgir. Annars er hætt við að það
uppbyggingarstarf sem hér hefur farið fram hafi
verið unnið fyrir gýg og að hér þróist viðskiptahættir
og umhverfi sem hrinda faglegum fjárfestum frá sér,
innlendum sem erlendum. Þetta er ekki síst umhugs-
unarefni þegar yfir stendur einkavæðing verðmætra
eigna ríkisins. Gagnsæi verður að ríkja og fjárfestar
að hlíta þeim reglum sem gilda um viðskipti á hluta-
bréfamarkaði.
Um leið og gagnsæi er nauðsynlegt sem og að
allir hafi aðgang að sömu upplýsingum sem varðað
geta mat á verðbréfum verður að leggja áherslu á að
hart sé tekið á því þegar fjárfestir nýtir sér upplýsing-
ar sem ekki eru opinberar til þess að ákveða að kaupa
eða selja verðbréf. Í þessu samhengi minni ég á að í
þeim löndum þar sem fjármálamarkaðir eru virkastir
eru leikreglur skýrari en annarsstaðar og gera jafn-
framt meiri kröfur til háttsemi þátttakenda á markaði.
Þar er líka hvað harðast tekið á brotum gegn þessum
reglum. Ég mæli þessi orð hér á þessum vettvangi
vegna þess að sparisjóðirnir og fyrirtæki þeirra hafa
verið aðilar að umfangsmiklum viðskiptum á hluta-
bréfamarkaði og hefur verið gagnrýnt hvernig að
þeim hefur verið staðið. Almannasamtök eins og
sparisjóðirnir eiga mikið undir því að halda trausti og
virðingu almennings og því ber þeim að ganga á
undan með góðu fordæmi þegar um er að ræða að
virða eðlilegar og sjálfsagðar leikreglur fjármagns-
markaðarins.
Lokaorð
Góðir fundarmenn.
Eins og þegar hefur komið fram hefur Seðlabanki
Íslands fylgt aðhaldssamri stefnu í peningamálum
undanfarin misseri. Þessi stefna endurspeglast m.a. í
miklum mun innlendra og erlendra vaxta. Bankinn
hefur lýst því að hann muni áfram fylgja aðhalds-
samri stefnu enda sé afar brýnt að draga nú úr verð-
bólgu og hverfa á ný til þess verðstöðugleika sem við
höfum búið við undanfarin ár.
Ég læt nú senn lokið máli mínu. Ég gat þess áðan
að hlutur sparisjóðanna í heildarútlánum innláns-
stofnana hefði í lok ágústmánaðar verið rúmlega
23%. Það sýnir mikilvægi sparisjóðanna í fjármála-
lífi landsmanna. Ég árna forsvarsmönnum spari-
sjóðanna allra heilla í sínum mikilvægu störfum og
læt í ljós von um áframhaldandi gott samstarf milli
sparisjóðanna og Seðlabanka Íslands.