Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 44

Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 44
mánuðir. Allir gjaldgengir aðilar á millibankamark- aði mega taka þátt í mánaðarlegu uppboðunum. Ekki er ráðgert að nota þau til þess að senda markaðnum teikn um stöðu peningastefnunnar, né heldur að hafa áhrif á vexti. Þess vegna eru mánaðarlegu uppboðin breytiverðsuppboð (e. variable price auction) þar sem evrukerfið er verðtaki.5 Þriðja gerð markaðsaðgerða evrukerfisins eru svokallaðar fínstillingaraðgerðir (e. fine-tuning oper- ations). Slíkar aðgerðir eru gerðar óreglulega í þeim tilgangi að bregðast við óvæntum lausafjársveiflum sem verða á millibankamarkaði. Fínstillingaraðgerðir eru aðallega gerðar með endurhverfum verðbréfavið- skiptum en geta einnig verið í formi einfaldra verð- bréfaviðskipta, endurhverfra gjaldeyrisviðskipta eða lánasamninga. Framkvæmd fínstillingaraðgerða á að taka mun skemmri tíma en reglulegu uppboðin. Þeim á að vera lokið á minna en þremur klukkustundum frá því að þær eru tilkynntar. Aðgerðirnar fara annað hvort fram með uppboði eða með tvíhliða samning- um. Evrukerfið áskilur sér rétt til þess að velja þröng- an hóp mótaðila við slíkar aðgerðir. Reglurnar sem notaðar eru við val á mótaðilum eiga að tryggja að evrukerfið mismuni ekki aðilum markaðarins. Fjórða og síðasta gerð markaðsaðgerða evrukerf- isins eru langtímaaðgerðir (e. structural operations). Þær framkvæmir evrukerfið þegar það vill breyta fjárhagslegri stöðu sinni gagnvart bankakerfi evru- svæðisins til lengri tíma. Slíkar aðgerðir eru fram- kvæmdar óreglulega, með endurhverfum verðbréfa- viðskiptum, einföldum verðbréfaviðskiptum eða lánasamningum. Opin fyrirgreiðsla Boðið er upp á tvenns konar fyrirgreiðslu, annars veg- ar daginnlán og hins vegar dagútlán. Allir gjaldgeng- ir aðilar á millibankamarkaði geta nýtt sér þessa fyrir- greiðslu ECB og er fjárhæð hennar ótakmörkuð að því tilskildu að lögð séu fram veð fyrir útlánunum. Opin fyrirgreiðsla gegnir þrenns konar hlutverki við framkvæmd peningastefnunnar. Í fyrsta lagi full- nægir hún umframframboði og umframeftirspurn einstakra fjármálastofnana eftir daglánum. Í öðru lagi gefa vextir í slíkri fyrirgreiðslu markaðnum teikn um stöðu peningastefnunnar. Í þriðja lagi mynda vextir í fyrirgreiðslu efri og neðri mörk fyrir vexti á mil- libankamarkaði. Bindiskylda Evrukerfið setur reglur um bindiskyldu á fjármála- stofnanir á evrusvæðinu. Hlutverk bindiskyldunnar er annars vegar að jafna sveiflur á millibankamarkaði og hins vegar að búa til umframeftirspurn eftir lausafé hjá fjármálastofnunum á evrusvæðinu. Bindi- skyldan er nú 2% af eftirfarandi eignum á efnahags- reikningi fjármálastofnana: daginnlánum, bundnum innlánum sem eru innleysanleg innan tveggja ára, skuldabréfum til minna en tveggja ára og peninga- markaðsbréfum (e. money market paper). Fjármálastofnanir þurfa þó aðeins að uppfylla bindiskylduna að meðaltali yfir hvert mánaðarlangt binditímabil. Þetta gerir þeim kleift að hagnast á spá- kaupmennsku með vaxtastig daglána á millibanka- markaði. Ef fjármálastofnun telur í upphafi bindi- tímabils að vextir á millibankamarkaði muni lækka á binditímabilinu getur stofnunin geymt það að full- nægja bindiskyldunni þar til líður á binditímabilið og fjárfest lausafé sitt á millibankamarkaði fyrir daglán á meðan vextir haldast háir. Slík spákaupmennska hefur sveiflujafnandi áhrif á vexti á millibankamark- aði. Hún kemur þannig í veg fyrir að evrukerfið þurfi með sérstökum markaðsaðgerðum að jafna sveiflur á þeim markaði. Slíkar aðgerðir evrukerfisins eru tald- ar óæskilegar þar sem tíðni þeirra gæti grafið undan gagnsæi peningastefnunnar. Vextir sem samsvara meðaltali af vöxtum á viku- legum uppboðum evrukerfisins eru greiddir af inn- stæðum upp að lágmarksbindiskyldu hverrar stofn- unar. Vextir eru ekki greiddir af fjárhæðum sem eru umfram lágmarksbindiskyldu. Fjármálastofnanir sem ekki uppfylla skilyrði um bindiskyldu eru sekt- aðar. Vextir Með stjórntækjum sínum leitast ECB við að stýra peningamarkaðsvöxtum. Daginnlán og dagútlán setja efri og neðri mörk fyrir millibankavexti en vextirnir 43 5. Breytiverðsuppboð skiptast í tvær gerðir. Annars vegar eru fyrstaverðs- uppboð og hins vegar næstaverðsuppboð. Í báðum uppboðsgerðunum skila bjóðendur inn tilboðum sem tiltaka bæði magn og verð. Hæstu boðum er tekið uns því magni er náð sem boðið er fram. Í fyrstaverðs- uppboði greiða bjóðendur tekinna boða það verð sem tiltekið er í þeirra boði. Í næstaverðsuppboði greiða allir bjóðendur tekinna boða það verð sem tiltekið er í jaðarboðinu, þ.e. lægsta tekna boði. Ákveðið var í evru- kerfinu að notast við næstaverðsuppboð fyrstu mánuðina meðan bjóð- endur voru að venjast nýju umhverfi en nú hefur verið skipt yfir í fyrstaverðsuppboð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.