Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 15

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 15 Ársvöxtur peningamagns og sparifjár hefur undanfarna mánuði verið nálægt 15%. Þetta er heldur minni vöxtur en þegar hann var mestur árið 2003, en þó augljóslega meiri en til lengdar fær samrýmst stöðugu verðlagi. Gengi krónunnar hefur lækkað nokkuð frá því að spá Seðla- bankans sem birtist í Peningamálum 2005/1 var gerð, eða um 6% miðað við dagsetningar spánna. Lækkun gengis krónunnar er e.t.v. veigamesta breytingin sem orðið hefur á fjármálalegum skilyrðum frá því í mars og felur í sér nokkra slökun. Aukinnar óvissu kann hins vegar að gæta um gengisþróun. Gæti það dregið úr eftirspurn eftir erlendu lánsfé, þrátt fyrir að gengið sé nú lægra en áður. Fjármálaleg skilyrði heimila hafa lítið breyst þrátt fyrir hærri skammtímavexti Fjármálaleg skilyrði heimila ráðast einkum af þróun verðtryggðra út- lánsvaxta, einkum húsnæðisveðlána sem þau hafa tekið í ríkum mæli að undanförnu. Þessir vextir hafa haldist lítt breyttir frá því á haust- mánuðum. Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á vöxtum lána í erlendum gjaldmiðlum sem einstaklingum standa til boða en vextir yfirdráttarlána hafa hækkað í takt við stýrivexti Seðlabankans. Heim- ilin hafa haldið áfram að endurfjármagna skuldir sínar með því að taka húsnæðisveðlán til að greiða upp eldri og óhagkvæmari lán og má ætla að hagræði einstaklinga af endurfjármögnun eldri lána vegi enn sem komið er þyngra en aukin greiðslubyrði sakir hærri vaxta á yfir- dráttarlánum. Hingað til virðast einstaklingar þó ekki hafa notað þessi lán í ríkum mæli til þess að greiða niður yfirdráttarskuldir.3 Lægra gengi bætir fjármálaleg skilyrði sumra fyrirtækja Lækkun á gengi krónunnar frá mars hefur mun meiri áhrif á fjármála- leg skilyrði fyrirtækja en heimila, en eins og fjallað var um í Peninga- málum 2005/1 geta þessi áhrif verið nokkuð mismunandi eftir starfsemi þeirra. Á heildina litið ætti lægra gengi að fela í sér minna aðhald fjármálalegra skilyrða, þ.e.a.s. auka hagnað fyrirtækja og gera lán í erlendum gjaldmiðli hagkvæmari vegna þess að þar með verður vænt breyting á genginu frá núverandi stöðu þess minni en ella. Á hinn bóginn eykur gengislækkunin greiðslubyrði af eldri gengis- bundnum lánum, sem á undanförnum árum hafa verið ríflega helm- ingur af útistandandi skuldum fyrirtækja. Sé meginhluti tekna fyrir- tækis ekki einnig í erlendum gjaldmiðli kann þetta að fela í sér nokkurt aðhald. Auk gengislækkunar krónunnar felur hátt gengi hlutabréfa í sér hagstæð fjármálaleg skilyrði skráðra fyrirtækja. Á móti vegur að skammtímavextir hafa hækkað, þótt ekki hafi orðið mikil breyting þar á frá því í mars. Á heildina litið eru því fjár- málaleg skilyrði fyrirtækja líklega svipuð og í mars og e.t.v. ívið betri. 3. Sjá ritið Fjármálastöðugleika 2005, sem kom út í apríl. 2002 | 2003 | 2004 | 2005 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 % Íbúðabréf (HFF 150434) Spariskírteini (RIKS 151001) Ávöxtunarkrafa verðtryggðra langtímaskuldabréfa Mynd III-7 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 3. janúar 2002 - 23. maí 2005 Vöxtur útlána janúar 2001 - mars 2005 Mynd III-8 Heimild: Seðlabanki Íslands. Útlán lánakerfis í lok hvers ársfjórðungs, útlán innláns- stofnana, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða í lok hvers mánaðar J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2001 2002 2003 2004 2005 0 5 10 15 20 25 Breyting frá sama tímabili á fyrra ári (%) Lánakerfið Innlánsstofnanir, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir Útlán til heimila og fyrirtækja 1992-2004 Mynd III-9 1. Lánaflokkun var breytt á árinu 2003. Heimild: Seðlabanki Íslands. Staða útlána lánakerfis til heimila og fyrirtækja í lok árs1 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 0 250 500 750 1.000 1.250 1.500 Ma.kr. Útlán til heimila Útlán til fyrirtækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.