Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 29

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 29 VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur Verðlagsþróun Dregið hefur úr verðbólgu frá því að síðasta verðbólguspá Seðlabank- ans var birt í mars. Minni verðbólgu má rekja til áhrifa sterkara gengis krónunnar á verðlag innfluttrar vöru og aukinnar samkeppni á dag- vörumarkaði. Breyting á aðferð Hagstofu Íslands við útreikning vaxta af húsnæðislánum í húsnæðislið vísitölunnar leiddi einnig til lækkunar vísitölu neysluverðs í maí. Breytt aðferð hefur í för með sér lækkun húsnæðisliðar Verðbólga fór yfir efri þolmörk verðbólgumarkmiðs í febrúar og jókst enn í mars en þá varð tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs 4,7%. Í apríl og maí dró úr verðbólgu, fyrst og fremst vegna áhrifa sterkara gengis og aukinnar samkeppni á dagvörumarkaði. Breytt aðferð Hag- stofunnar við útreikning vaxtakostnaðar af húsnæðislánum í hús- næðislið vísitölunnar hafði einnig í för með sér að vísitalan var 0,45% lægri í maí en ella hefði orðið, en vísitalan í heild lækkaði um 0,54% á milli apríl og maí. Breytingin fólst í því að viðmiðunartímabil meðal- raunvaxta í húsnæðislið vísitölunnar var stytt úr fimm árum í tólf mánuði (sjá nánari umfjöllun í rammagrein 3). Eftir þessa breytingu munu áhrif vaxtabreytinga koma fyrr og sterkar fram í vísitölu neyslu- verðs en áður. Tólf mánaða verðbólga var 2,9% í maí en hefði verið um 3,4% hefði aðferðin verið óbreytt. Breytingar á kjarnavísitölunum tveimur sem Hagstofan birtir gefa vísbendingu um undirliggjandi verðbólgu. Hækkun þeirra hefur verið heldur meiri en heildarvísitölunnar það sem af er ári, fyrst og fremst vegna þess að verðlækkun búvöru á árinu kemur ekki fram í kjarnavísitölunum. Bil sem myndaðist á milli neysluverðsvísitölunnar og kjarnavísitalnanna á miðju síðasta ári er því nánast horfið. Í maí var tólf mánaða hækkun kjarnavísitölu 1 3,4% og hækkun kjarnavísitölu 2 var 3,2%. Að meðaltali var verðbólga á fyrsta fjórðungi þessa árs í samræmi við verðbólguspá Seðlabankans frá því í mars sl., eða 4,4%. Gengishækkun krónunnar veldur verðlækkun innfluttrar vöru ... Gengishækkun krónunnar hefur haft töluverð áhrif á þá liði neyslu- verðsvísitölunnar sem næmastir eru fyrir gengisbreytingum. Í mars var gengi krónunnar að meðaltali 11% hærra en fyrir ári en tók að veikjast undir lok mars. Gengishækkun krónunnar fram eftir marsmánuði hefur haft nokkur áhrif á verð innfluttrar vöru, en áhrifin hafa væntanlega ekki verið komin fram að fullu þegar krónan tók að veikjast á ný. Innfluttar mat- og drykkjarvörur eru með gengisnæmustu þátt- um vísitölu neysluverðs. Í maí hafði þessi þáttur vísitölunnar lækkað um rúmlega 12% á einu ári. Lækkunin skýrist þó ekki eingöngu af gengishækkun krónunnar sem hækkaði um 7½%, heldur hefur verð- samkeppni í lágvöruverslunum einnig stuðlað að verðlækkun. Verð innfluttrar vöru sem er ónæmara fyrir skammtímagengisbreytingum krónunnar, t.d. nýrra bifreiða og varahluta, hefur einnig lækkað lítil- lega undanfarið ár og hefur lækkunin verið mest frá áramótum. Bensínverð er einnig næmt fyrir gengisbreytingum, en verð- hækkun á heimsmarkaði vegur á móti áhrifum hærra gengis. Bensín- Verðbólga janúar 2001 - maí 20051 Mynd VIII-1 J MM J S N J M M J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2001 2002 2003 2004 2005 0 2 4 6 8 10 12 12 mánaða breyting vísitölu (%) Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Verðbólgumarkmið Seðlabankans 1. Í kjarnavísitölu 1 eru teknir út ýmsir sveiflukenndir liðir, þ.e.a.s. búvara, grænmeti, ávextir og bensín. Í kjarnavísitölu 2 er að auki undanskilið verðlag opinberrar þjónustu. Heimild: Hagstofa Íslands. Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs í maí 2005 Sl. 12 mán. Sl. 6 mán. Sl. 3 mán. Sl. 1 mán. 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 -0,5 -1,0 % Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Húsnæði Opinber þjónusta Almenn þjónusta Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 1, 3, 6 og 12 mánuði Mynd VIII-2 Heimild: Hagstofa Íslands. Gengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - maí 2005 Mynd VIII-3 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 90 100 110 120 130 Mars 1997=100 Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning Heimild: Hagstofa Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.