Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 23 V Fjármál hins opinbera Mikill tekjuauki vegna uppsveiflu í efnahagslífinu verður líklega til þess að afkoma hins opinbera batnar meira í ár en áætlanir fjármála- ráðuneytisins gera ráð fyrir. Afgangur á opinberum búskap gæti aukist úr ½% af landsframleiðslu árið 2004 í ríflega 1½% árið 2005 og meira en 2% árið 2006. Hagsveifluáhrifin ganga til baka þegar hægir á efnahagslífinu en uppgreiðsla skulda getur þá létt róðurinn. Afgang- ur á rekstri hins opinbera, leiðréttur fyrir áhrifum hagsveiflunnar, er metinn svipaður og í marsspánni. Afkoma ríkissjóðs í ár gæti orðið betri en samkvæmt nýjustu spá fjármálaráðuneytis ef útgjöld fara ekki úr böndum Afkoma ríkissjóðs árið 2004 virðist hafa orðið eilítið betri en búist var við, eða 9 ma.kr. afgangur í stað 6 ma.kr. samkvæmt fjáraukalögum. Viðbótin stafar af auknum skatttekjum. Á fjárlögum ársins 2005 var gert ráð fyrir um 10 ma.kr. afgangi án tekna af sölu Símans. Í nýjustu áætlunum fjármálaráðuneytisins frá apríl 2005 er reiknað með að tekjur ríkisins hækki um 6½% milli áranna 2004 og 2005 og skatt- tekjur um rúm 7½%. Gjöld eru talin hækka um 5% sem er ½% raunlækkun. Vegur þyngst samdráttur í fjárfestingu. Samneysla og til- færslur eiga að vaxa um ríflega 1% umfram verðlag. Afgangur á rekstri ríkis og almannatrygginga er talinn verða um 14 ma.kr. Áætlað er að afkoma ríkissjóðs verði svipuð á árinu 2006. Afkoma ríkissjóðs í ár gæti hins vegar orðið enn betri en í spá fjármálaráðuneytisins. Horfur eru á að launatekjur hækki umfram skattleysismörk og tekjur af neyslu- og innflutningssköttum hækka líklega meira en nemur vexti eftirspurnar og innflutnings. Þessa sér nokkurn stað í mánaðarlegum afkomutölum ríkissjóðs. Á fyrsta fjórð- ungi ársins 2005 jukust skatttekjur um 23% frá sama tíma árið 2004, tekjuskattur einstaklinga um 13% og óbeinir skattar um 23%. Í greiðslutölum fjárlaga er gert ráð fyrir 6% hækkun skatttekna á milli ára. Ljóst er að miklar tekjur á fyrstu mánuðum ársins stafa af sérstök- um aðstæðum, ekki síst háu gengi krónunnar. Útgjöld ríkisins á fyrsta fjórðungi ársins 2005 voru samkvæmt greiðslutölum 8% hærri en fyrir ári, sem er óverulegt frávik frá markmiði fjárlaga fyrir árið í heild. Vegna góðrar afkomu var ákveðið að greiða upp 6 ma.kr. af erlendum lánum umfram fyrri áætlanir. Miðað við spár Seðlabankans má ætla að tekjur ríkissjóðs hækki um rúm 10% milli áranna 2004 og 2005 og skili allt að 10 ma.kr. um- fram síðustu áætlanir fjármálaráðuneytisins. Ekki er hins vegar sérstök ástæða til að ætla að útgjöld vaxi langt umfram áætlanir þess. Í ljósi þess hve markmið fjárlaga um ½% raunsamdrátt útgjalda eru metnaðarfull gæti þó reynst erfitt að koma í veg fyrir framúrkeyrslur. Ef útgjöld haldast nærri áætlun gæti afgangur á ríkissjóði að meðtöld- um almannatryggingum orðið nálægt 20 ma.kr. á þessu ári. Ef útgjöld verða samkvæmt langtímaáætlun ráðuneytisins gæti afgangur á ríkissjóði og almannatryggingum á næsta ári orðið sambærilegur. Út- gjaldastýring gæti hins vegar orðið erfiðari viðfangs í aðdraganda al- þingiskosninga vorið 2007. Mynd V-1 Tekjur og gjöld hins opinbera 1990-20061 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 36 38 40 42 44 46 48 50 % af vergri landsframleiðslu Tekjur Gjöld 1. Áætlun Seðlabankans 2005-2006. Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands. Mynd V-2 Óbeinir skattar ríkissjóðs 1980-20061 1980 1985 1990 1995 2000 2005 14 15 16 17 18 19 20 % af VLF 1. Áætlun Seðlabankans 2004-2006. Heimildir: Ríkisreikningur (skattar á vörur og þjónustu og stimpilgjöld), Seðlabanki Íslands (áætlun 2004-2006).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.