Peningamál - 01.06.2005, Side 23

Peningamál - 01.06.2005, Side 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 23 V Fjármál hins opinbera Mikill tekjuauki vegna uppsveiflu í efnahagslífinu verður líklega til þess að afkoma hins opinbera batnar meira í ár en áætlanir fjármála- ráðuneytisins gera ráð fyrir. Afgangur á opinberum búskap gæti aukist úr ½% af landsframleiðslu árið 2004 í ríflega 1½% árið 2005 og meira en 2% árið 2006. Hagsveifluáhrifin ganga til baka þegar hægir á efnahagslífinu en uppgreiðsla skulda getur þá létt róðurinn. Afgang- ur á rekstri hins opinbera, leiðréttur fyrir áhrifum hagsveiflunnar, er metinn svipaður og í marsspánni. Afkoma ríkissjóðs í ár gæti orðið betri en samkvæmt nýjustu spá fjármálaráðuneytis ef útgjöld fara ekki úr böndum Afkoma ríkissjóðs árið 2004 virðist hafa orðið eilítið betri en búist var við, eða 9 ma.kr. afgangur í stað 6 ma.kr. samkvæmt fjáraukalögum. Viðbótin stafar af auknum skatttekjum. Á fjárlögum ársins 2005 var gert ráð fyrir um 10 ma.kr. afgangi án tekna af sölu Símans. Í nýjustu áætlunum fjármálaráðuneytisins frá apríl 2005 er reiknað með að tekjur ríkisins hækki um 6½% milli áranna 2004 og 2005 og skatt- tekjur um rúm 7½%. Gjöld eru talin hækka um 5% sem er ½% raunlækkun. Vegur þyngst samdráttur í fjárfestingu. Samneysla og til- færslur eiga að vaxa um ríflega 1% umfram verðlag. Afgangur á rekstri ríkis og almannatrygginga er talinn verða um 14 ma.kr. Áætlað er að afkoma ríkissjóðs verði svipuð á árinu 2006. Afkoma ríkissjóðs í ár gæti hins vegar orðið enn betri en í spá fjármálaráðuneytisins. Horfur eru á að launatekjur hækki umfram skattleysismörk og tekjur af neyslu- og innflutningssköttum hækka líklega meira en nemur vexti eftirspurnar og innflutnings. Þessa sér nokkurn stað í mánaðarlegum afkomutölum ríkissjóðs. Á fyrsta fjórð- ungi ársins 2005 jukust skatttekjur um 23% frá sama tíma árið 2004, tekjuskattur einstaklinga um 13% og óbeinir skattar um 23%. Í greiðslutölum fjárlaga er gert ráð fyrir 6% hækkun skatttekna á milli ára. Ljóst er að miklar tekjur á fyrstu mánuðum ársins stafa af sérstök- um aðstæðum, ekki síst háu gengi krónunnar. Útgjöld ríkisins á fyrsta fjórðungi ársins 2005 voru samkvæmt greiðslutölum 8% hærri en fyrir ári, sem er óverulegt frávik frá markmiði fjárlaga fyrir árið í heild. Vegna góðrar afkomu var ákveðið að greiða upp 6 ma.kr. af erlendum lánum umfram fyrri áætlanir. Miðað við spár Seðlabankans má ætla að tekjur ríkissjóðs hækki um rúm 10% milli áranna 2004 og 2005 og skili allt að 10 ma.kr. um- fram síðustu áætlanir fjármálaráðuneytisins. Ekki er hins vegar sérstök ástæða til að ætla að útgjöld vaxi langt umfram áætlanir þess. Í ljósi þess hve markmið fjárlaga um ½% raunsamdrátt útgjalda eru metnaðarfull gæti þó reynst erfitt að koma í veg fyrir framúrkeyrslur. Ef útgjöld haldast nærri áætlun gæti afgangur á ríkissjóði að meðtöld- um almannatryggingum orðið nálægt 20 ma.kr. á þessu ári. Ef útgjöld verða samkvæmt langtímaáætlun ráðuneytisins gæti afgangur á ríkissjóði og almannatryggingum á næsta ári orðið sambærilegur. Út- gjaldastýring gæti hins vegar orðið erfiðari viðfangs í aðdraganda al- þingiskosninga vorið 2007. Mynd V-1 Tekjur og gjöld hins opinbera 1990-20061 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 36 38 40 42 44 46 48 50 % af vergri landsframleiðslu Tekjur Gjöld 1. Áætlun Seðlabankans 2005-2006. Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands. Mynd V-2 Óbeinir skattar ríkissjóðs 1980-20061 1980 1985 1990 1995 2000 2005 14 15 16 17 18 19 20 % af VLF 1. Áætlun Seðlabankans 2004-2006. Heimildir: Ríkisreikningur (skattar á vörur og þjónustu og stimpilgjöld), Seðlabanki Íslands (áætlun 2004-2006).

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.