Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 39

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 39 stefnan hefur meiri tök á að hafa áhrif á verðbólgu lengra fram í tím- ann vegna áðurnefndra tafa í miðlunarferli peningastefnunnar. Fjöldi mælinga er hins vegar enn sem komið er það lítill að ekki er hægt að draga of víðtækar ályktanir. Samanburður á töflum 1 og 2 sýnir að staðalfrávik eins árs spáskekkna er svipað eftir að bankinn tók upp verðbólgumarkmið (1,5%) og á öllu tímabilinu (1,6%). Til saman- burðar má geta að staðalfrávik árlegrar verðbólgu á þessum tíma- bilum er á bilinu 2 til 2½%. Í töflu 3 má sjá hversu vel óvissumat Seðlabankans, eins og það birtist í líkindadreifingu verðbólguspárinnar, lýsir dreifingu mældrar verðbólgu eftir að bankinn tók upp verðbólgumarkmið. Fyrir liggur samanburður á tólf spám fjóra ársfjórðunga fram í tímann við mælda verðbólgu. Af þeim hafa fimm verið innan 50% óvissubils (42% tilvika), átta innan 75% óvissubils (67% tilvika) og ellefu innan 90% óvissubils (92% tilvika). Ein spá var utan 90% óvissubils en hún var gerð á öðrum ársfjórðungi ársins 2001, rétt áður en mikil gengislækkun krónunnar hófst. Dreifing spáskekkna á þessu tímabili virðist því í ágætu samræmi við gefna líkindadreifingu. Níu spár, sem ná átta árs- fjórðunga fram í tímann, liggja jafnframt fyrir. Af þessum níu voru fimm innan 50% óvissubils (56% tilvika) og allar níu innan 75% óvissubils. Líkindadreifing verðbólguspárinnar tvö ár fram í tímann hefur því ofmetið mælda dreifingu verðbólgu eftir tvö ár. Að lokum má geta þess að þegar spáspekkjur bankans eru skoð- aðar í samhengi við gengisþróun þess tímabils, sem spáð var til, má sjá nokkuð skýrt samband milli gengisfráviks og spáskekkju þegar spáð er eitt ár fram í tímann. Þetta samband er ekki eins ljóst þegar spáð er tvö ár fram í tímann því að spár sem gerðar eru til tveggja ára virðast ekki eins næmar fyrir gengisbreytingum og spár sem gerðar eru til eins árs. Þetta bendir til þess að sveiflur í gengi krónunnar hafi fyrst og fremst áhrif á verðbólguþróun til skemmri tíma en síður á langtímaverðbólgu. Það má meðal annars skýra með því að víki gengi krónunnar umtalsvert frá því sem samrýmst getur verðbólgumark- miðinu til lengri tíma litið kallar slíkt á viðbrögð peningastefnunnar sem leiðrétta frávikið. Tafla 2 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabankans frá 2. ársfj. 2001 Fjöldi Meðalskekkja Staðalfrávik mælinga (%) (%) Fjórir ársfjórðungar fram í tímann 13 -0,3 1,5 Átta ársfjórðungar fram í tímann 9 -0,4 1,2 Tafla 3 Dreifing mældrar verðbólgu með tilliti til verðbólguspár Fjöldi Fjöldi mælinga innan tilgreinds óvissubils mælinga 50% 75% 90% Fjórir ársfjórðungar fram í tímann 121 5 8 11 Átta ársfjórðungar fram í tímann 9 5 9 9 1. Í Peningamálum 2004/1 var einungis birt punktspá. Því er um 12 mælingar að ræða í töflu 3 samanborið við 13 í töflu 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.