Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 46
RÆÐA FORMANNS BANKAST JÓRNAR
Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2005
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
2
46
við. Framkvæmdakostnaður í ár er áætlaður 85 milljarðar króna eða
tæplega 10% af landsframleiðslu síðasta árs. Breyttar aðstæður á
lánamarkaði hafa jafnframt örvað verðbólguna. Fyrirætlanir Íbúða-
lánasjóðs um hækkað lánshlutfall og aukin hámarkslán kölluðu fram
viðbrögð bankanna er þeir hófu að bjóða fasteignaveðlán á mun betri
kjörum og í ríkari mæli en áður hafði tíðkast. Áhrif af auknu framboði
lánsfjár á verðlag hafa til þessa einkum komið fram á húsnæðislið í
vísitölu neysluverðs. Í byrjun mars hafði markaðsverð húsnæðis
hækkað um 24% síðustu 12 mánuði. Að slepptu húsnæðisverði hafði
vísitala neysluverðs hækkað um 2% á sama tíma. Það er því ljóst að
hækkun húsnæðisverðs hefur átt mikinn þátt í verðbólgu undanfar-
inna mánaða. Hækkun á verði þjónustuliða veldur einnig áhyggjum.
Á síðustu 12 mánuðum hækkaði verð opinberrar þjónustu um 6,9%,
og olli það 0,5% hækkun vísitölunnar. Og verð á þjónustu einkaaðila
hækkaði um 3,5%, en það er 0,8% af hækkun vísitölunnar. Hækkun
á verði almennrar þjónustu hefur oft verið til marks um vaxandi eftir-
spurnarþenslu.
Viðfangsefni hagstjórnar að sporna gegn ofþenslu
Samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands varð hagvöxtur 5,2% á árinu
2004 í kjölfar 4,2% vaxtar á árinu 2003. Aukinn hagvöxtur stafaði að
mestu af hröðum vexti þjóðarútgjalda, en útflutningur jókst einnig
umtalsvert eftir lægð á árinu 2003. Vöxtur einkaneyslu jókst enn á
árinu og er talinn hafa verið 7,5%, hinn mesti í fimm ár. Kaupmáttur
ráðstöfunartekna jókst þó hægar en árið 2003, en léttari greiðslubyrði
húsnæðislána og greiðari aðgangur að lánsfé ýtti undir einkaneyslu.
Áætlað er að fjárfesting hafi vaxið um 12,8%. Það er nokkru minna
en á árinu 2003. Hagvöxtur á evrusvæðinu öllu er talinn hafa verið
1,9% í fyrra, og ekki er útlit fyrir mikla aukningu næstu ár. Það sýnir
enn hve viðfangsefni hagstjórnar eru ólík hér og sunnar í Evrópu þar
sem hagstjórn er miðuð að því að örva efnahagslífið. Hér á landi er
viðfangsefnið hins vegar að sporna gegn ofþenslu.
Viðskiptahalli áhyggjuefni
Vaxandi viðskiptahalli er áhyggjuefni. Á síðasta ári er hann talinn hafa
numið 70 milljörðum króna eða 8% af landsframleiðslu. Útflutningur
jókst um 12% á árinu 2004, en hann hafði nánast staðið í stað á árinu
2003. Sterk króna, mikil einkaneysla og aukið umfang stóriðju-
framkvæmda birtist í umtalsverðum vexti innflutnings á árinu. Vöru-
innflutningur var 23% meiri að raungildi en árið áður, og var það
mestur vöxtur frá árinu 1998. Rekja má u.þ.b. þriðjung viðskipta-
hallans til stóriðjuframkvæmda. Spáð er enn meiri viðskiptahalla á
þessu ári, en jafnframt að í ár muni hann ná hámarki.
Innflutningur vinnuafls hefur komið í veg fyrir spennu á
vinnumarkaði
Hægt dró úr atvinnuleysi á liðnu ári þrátt fyrir talsverð umsvif í efna-
hagslífinu. Það var ekki fyrr en á síðustu mánuðum sem tölur af
vinnumarkaði bentu til vaxandi spennu. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi
var 2,4% í febrúar, og lausum störfum hefur fjölgað mjög. Aukinni
eftirspurn eftir vinnuafli var að nokkru leyti mætt með erlendu starfs-
1998 1999 2000 2001 2002 2003* 2004*
0
5
10
15
-5
Magnbreyting milli ára (%)
0
4
-4
-8
-12
% af VLF
Verg landsframleiðsla (vinstri ás)
Þjóðarútgjöld (vinstri ás)
Viðskiptajöfnuður (hægri ás)
Hagvöxtur, þjóðarútgjöld og viðskiptajöfnuður
1998-2004
Mynd 2
Heimild: Hagstofa Íslands.