Peningamál - 01.06.2005, Síða 46

Peningamál - 01.06.2005, Síða 46
RÆÐA FORMANNS BANKAST JÓRNAR Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2005 P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 46 við. Framkvæmdakostnaður í ár er áætlaður 85 milljarðar króna eða tæplega 10% af landsframleiðslu síðasta árs. Breyttar aðstæður á lánamarkaði hafa jafnframt örvað verðbólguna. Fyrirætlanir Íbúða- lánasjóðs um hækkað lánshlutfall og aukin hámarkslán kölluðu fram viðbrögð bankanna er þeir hófu að bjóða fasteignaveðlán á mun betri kjörum og í ríkari mæli en áður hafði tíðkast. Áhrif af auknu framboði lánsfjár á verðlag hafa til þessa einkum komið fram á húsnæðislið í vísitölu neysluverðs. Í byrjun mars hafði markaðsverð húsnæðis hækkað um 24% síðustu 12 mánuði. Að slepptu húsnæðisverði hafði vísitala neysluverðs hækkað um 2% á sama tíma. Það er því ljóst að hækkun húsnæðisverðs hefur átt mikinn þátt í verðbólgu undanfar- inna mánaða. Hækkun á verði þjónustuliða veldur einnig áhyggjum. Á síðustu 12 mánuðum hækkaði verð opinberrar þjónustu um 6,9%, og olli það 0,5% hækkun vísitölunnar. Og verð á þjónustu einkaaðila hækkaði um 3,5%, en það er 0,8% af hækkun vísitölunnar. Hækkun á verði almennrar þjónustu hefur oft verið til marks um vaxandi eftir- spurnarþenslu. Viðfangsefni hagstjórnar að sporna gegn ofþenslu Samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands varð hagvöxtur 5,2% á árinu 2004 í kjölfar 4,2% vaxtar á árinu 2003. Aukinn hagvöxtur stafaði að mestu af hröðum vexti þjóðarútgjalda, en útflutningur jókst einnig umtalsvert eftir lægð á árinu 2003. Vöxtur einkaneyslu jókst enn á árinu og er talinn hafa verið 7,5%, hinn mesti í fimm ár. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst þó hægar en árið 2003, en léttari greiðslubyrði húsnæðislána og greiðari aðgangur að lánsfé ýtti undir einkaneyslu. Áætlað er að fjárfesting hafi vaxið um 12,8%. Það er nokkru minna en á árinu 2003. Hagvöxtur á evrusvæðinu öllu er talinn hafa verið 1,9% í fyrra, og ekki er útlit fyrir mikla aukningu næstu ár. Það sýnir enn hve viðfangsefni hagstjórnar eru ólík hér og sunnar í Evrópu þar sem hagstjórn er miðuð að því að örva efnahagslífið. Hér á landi er viðfangsefnið hins vegar að sporna gegn ofþenslu. Viðskiptahalli áhyggjuefni Vaxandi viðskiptahalli er áhyggjuefni. Á síðasta ári er hann talinn hafa numið 70 milljörðum króna eða 8% af landsframleiðslu. Útflutningur jókst um 12% á árinu 2004, en hann hafði nánast staðið í stað á árinu 2003. Sterk króna, mikil einkaneysla og aukið umfang stóriðju- framkvæmda birtist í umtalsverðum vexti innflutnings á árinu. Vöru- innflutningur var 23% meiri að raungildi en árið áður, og var það mestur vöxtur frá árinu 1998. Rekja má u.þ.b. þriðjung viðskipta- hallans til stóriðjuframkvæmda. Spáð er enn meiri viðskiptahalla á þessu ári, en jafnframt að í ár muni hann ná hámarki. Innflutningur vinnuafls hefur komið í veg fyrir spennu á vinnumarkaði Hægt dró úr atvinnuleysi á liðnu ári þrátt fyrir talsverð umsvif í efna- hagslífinu. Það var ekki fyrr en á síðustu mánuðum sem tölur af vinnumarkaði bentu til vaxandi spennu. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi var 2,4% í febrúar, og lausum störfum hefur fjölgað mjög. Aukinni eftirspurn eftir vinnuafli var að nokkru leyti mætt með erlendu starfs- 1998 1999 2000 2001 2002 2003* 2004* 0 5 10 15 -5 Magnbreyting milli ára (%) 0 4 -4 -8 -12 % af VLF Verg landsframleiðsla (vinstri ás) Þjóðarútgjöld (vinstri ás) Viðskiptajöfnuður (hægri ás) Hagvöxtur, þjóðarútgjöld og viðskiptajöfnuður 1998-2004 Mynd 2 Heimild: Hagstofa Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.