Peningamál - 01.06.2005, Page 38

Peningamál - 01.06.2005, Page 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 38 Verðbólguspá og greining á efnahagshorfum er einn af hornsteinum í ákvörðunarferli Seðlabankans í peningamálum. Vegna tímatafa í miðl- unarferli peningastefnunnar er mikilvægt fyrir bankann að hafa sem gleggsta sýn á líklega framvindu verðbólgu og efnahagsmála á hverj- um tíma. Frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 hefur Seðlabankinn birt verðbólguspá til tveggja ára í ársfjórðungsriti sínu, Peningamálum. Spáin hefur verið birt með mati á óvissu spárinnar enda ríkir jafnan mikil óvissa um efnahagsframvinduna og því að vissu leyti villandi að birta eingöngu punktspá. Með óvissubilinu er tekið tillit til ýmissa þátta sem geta leitt til verulegra frávika frá punktspánni. Nefna má breytingar í heimsbúskapnum og þróun gengis auk ýmissa innlendra efnahagsþátta. Seðlabankinn leggur jafnframt áherslu á að við mat á verðbólguhorfum til næstu tveggja ára og ákvörðun um möguleg viðbrögð peningastefnunnar við spánni sé horft til áhættu- mats spárinnar ekki síður en til punktspárinnar. Seðlabankinn birtir einu sinni á ári samantekt á skekkjum í verð- bólguspám sínum, síðast í Peningamálum 2004/2. Við mat á verð- bólguspám er horft á meðalskekkju (bjögun) og staðalfrávik spá- skekkju. Meðalskekkja sýnir hvert meðalfrávik spánna frá eiginlegri verðbólgu er og þar með hvort verðbólgu hefur kerfisbundið verið of- eða vanspáð. Staðalfrávik er mælikvarði á hversu langt spágildið er frá réttu gildi að meðaltali. Seðlabankinn hefur um árabil birt verðbólguspár allt að einu ári fram í tímann. Tafla 1 sýnir meðalskekkju og staðalfrávik í verðbólgu- spám bankans frá árinu 1994. Bæði meðalskekkja og staðalfrávik auk- ast eftir því sem spárnar ná lengra fram í tímann, enda eykst óvissan því lengra sem horft er fram á veginn. Engin merki eru þó um að Seðla- bankinn hafi kerfisbundið van- eða ofspáð verðbólgu á þessu tímabili. Frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 hefur Seðlabankinn einnig birt verðbólguspár tvö ár fram í tímann. Tafla 2 sýnir meðalskekkju og staðalfrávik spáskekkja frá því að bankinn tók upp verðbólgumarkmið. Eins og sjá má er lítill munur á meðalskekkju eins og tveggja ára spánna en staðalfrávik spáskekkju tveggja ára spárinnar virðist heldur minna. Það gæti skýrst af því að peninga- Viðauki 1 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabanka Íslands Tafla 1 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabankans 1. ársfj. 1994 – 1. ársfj. 2005 einn tvo þrjá fjóra % ársfj. ársfj. ársfj. ársfj. Meðalskekkja 0,0 -0,1 -0,2 -0,3 Staðalfrávik 0,4 0,8 1,3 1,6 Spá fram í tímann um

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.