Peningamál - 01.06.2005, Page 64

Peningamál - 01.06.2005, Page 64
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 64 Hinn 18. apríl var hlutafé Landsbanka Íslands hf. hækkað um sem nam 800 milljónum króna að nafnverði. Skráð hlutafé félagsins eftir hækkunina var 8,9 ma.kr. að nafnverði. Söluverð hins nýja hlutafjár var 11,4 ma.kr. Hinn 19. apríl seldi Íslandsbanki hf. 66,6% hlutafjár í dótturfélagi sínu Sjóvá hf. til Þáttar eignarhaldsfélags ehf. fyrir 17,5 ma.kr. Við það hvarf tryggingarfélagið úr samstæðuuppgjöri bankans. Eignarhlutur Íslandsbanka í Sjóvá eftir söluna nam 33,4% hlutafjár. Maí 2005 Hinn 2. maí var tilkynnt að Seðlabankinn myndi kaupa gjaldeyri fyrir ríkissjóð á innlendum millibankamarkaði, vegna sérstakrar endur- greiðslu á erlendum lánum ríkissjóðs. Gjaldeyriskaupin fóru fram í áföngum, 20 milljónir Bandaríkjadala í senn, dagana 12., 17., 19., 23. og 25. maí. Hinn 10. maí staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investors Service óbreyttar lánshæfiseinkunnir sínar fyrir Kaupþing banka hf., A1 fyrir langtímaskuldbindingar, P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar og C+ fyrir fjárhagslegan styrkleika. Hinn 10. maí lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investors Service mat sitt á fjárhagslegum styrkleika Íslandsbanka hf. í C+. Að öðru leyti staðfesti matsfyrirtækið lánshæfiseinkunnir sínar fyrir Íslandsbanka, A1 fyrir langtímaskuldbindingar og P-1 fyrir skamm- tímaskuldbindingar. Horfur um breytingar á matinu voru stöðugar.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.