Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 49

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 49
RÆÐA FORMANNS BANKAST JÓRNAR Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2005 P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 49 Brýnt að gaumgæfa hlutverk Íbúðalánasjóðs í ljósi þróunar á lánamarkaði að undanförnu Hitt atriðið er útlánaaukning lánakerfisins og þó einkum bankanna. Útlánaþenslan undanfarin tvö ár er áhyggjuefni bæði fyrir fjármála- legan stöðugleika og verðbólgumarkmið Seðlabankans. Útlán lána- kerfisins í heild jukust um 16% að raungildi á síðasta ári. Með lána- kerfi er átt við alla sem stunda útlánastarfsemi, m.a. Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóði. Lánakerfið er gert upp ársfjórðungslega, og þetta eru síðustu tiltækar tölur. Nýjustu tölur um stærstu útlánastofnanir sýna að útlán innlánsstofnana til innlendra aðila jukust um 40% á tólf mán- uðum til febrúarloka. Langmest er aukning fasteignaveðlána. Frá því í ágúst og til febrúarloka höfðu innlánsstofnanir afgreitt 14.500 fast- eignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman á þessu tímabili um 6 milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna. Færsla fasteignaveðlána inn í bankakerfið er til bóta og styrkir það þegar til lengdar lætur. Þetta kom hins vegar til á óheppilegum tíma og miklu þensluskeiði. Í ljósi framvindunnar er orðið mjög brýnt að gaumgæfa hlutverk Íbúðalánasjóðs og endurskoða löggjöf um hann. Ábyrgð bankanna á aukinni skuldasöfnun þjóðarinnar mikil ... Að slepptri beinni starfsemi bankanna erlendis námu erlendar skuldir innlánsstofnana í lok janúar sl. tólf hundruð milljörðum króna og höfðu vaxið síðastliðna 12 mánuði um 561 milljarð króna. Mikill meirihluti þessa eru langtímaskuldir, og er það mikil bót frá því sem áður var þegar bankarnir reiddu sig um of á skammtímaskuldir í fjár- mögnun sinni. Erlendar eignir hafa einnig vaxið, en þó ekki haldið í við skuldirnar. Erlendar eignir innlánsstofnana námu 590 milljörðum króna í lok janúar og höfðu aukist um 312 milljarða króna á síðustu 12 mánuðum. Erlendar skuldir þjóðarbúsins, sem birtast einkum í er- lendum skuldum bankanna, eru einna veikastur þáttur í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Þau fyrirtæki sem meta lánshæfi ríkissjóðs benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun er gæti leitt til lægra lánshæfismats. Ábyrgð bankanna í þessu efni er því mikil. ... og þeir verða að gera sömu kröfur til sjálfra sín og Seðlabanka og ríkisvalds Af miklum útlánavexti verður ekki hjá því komist að álykta að bank- arnir hafi farið offari. Enginn vafi er á því að þessi mikla aukning á verulegan þátt í vaxandi þenslu og þeirri verðbólgu sem hún hefur haft í för með sér og kallar á hærri stýrivexti en ella. Bankarnir eru mjög mikilvægur þáttur í efnahagskerfi okkar. Þeir gera kröfur til Seðlabanka og ríkisvalds um að sýna aðhald og stuðla að efnahags- legum stöðugleika og verða því einnig að gera sambærilegar kröfur til sjálfra sín. Horfur á áframhaldandi þenslu fram á næsta ár Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út ársfjórðungsrit sitt Peningamál þar sem gerð er grein fyrir framvindu og horfum í efnahags- og peninga- málum og birt ný þjóðhagsspá. Ekki er ástæða til að rekja hana í smá- Útlán innlánsstofnana til innlendra aðila janúar 2002 - febrúar 2005 Mynd 4 J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2002 2003 2004 2005 0 10 20 30 40 50 -10 12 mánaða breyting (%) Útlán Útlán, leiðrétt fyrir áætluðum áhrifum verð- og gengisþróunar á verð- og gengistryggða liði Útlán, raungildi Heimild: Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.