Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 61
Markmið peningastefnunnar
Markmið stefnunnar í peningamálum er stöðugt verðlag. Hinn 27.
mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið sem hér segir:
• Seðlabankinn stefnir að því að árleg verðbólga, reiknuð sem árleg
hækkun vísitölu neysluverðs á 12 mánuðum, verði að jafnaði sem
næst 2½%.
• Víki verðbólga meira en ±1½% frá settu marki ber bankanum að
gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðu fráviksins, hvernig bankinn
hyggst bregðast við og hvenær hann telur að verðbólgumarkmið-
inu verði náð að nýju. Greinargerðina skal birta opinberlega.
• Ársfjórðungslega birtir Seðlabankinn verðbólguspá tvö ár fram í
tímann og gerir grein fyrir henni í Peningamálum.
Með peningastefnunni er miðað að því að halda verðlagi stöðugu og
því verður henni ekki beitt til þess að ná öðrum efnahagslegum mark-
miðum, svo sem jöfnuði í viðskiptum við útlönd eða mikilli atvinnu,
nema að því marki sem slíkt samrýmist verðbólgumarkmiði bankans.
Helstu stjórntæki peningastefnunnar
Seðlabankinn framfylgir peningastefnunni einkum með því að stýra
vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst með ákvörðun ávöxtunar í
endurhverfum viðskiptum sínum við lánastofnanir. Ávöxtun á peninga-
markaði hefur sterk áhrif á gjaldeyrisstrauma og þar með á gengi krón-
unnar og til lengdar innlenda eftirspurn. Viðskiptum við lánastofnanir
má í grófum dráttum skipta í föst viðskiptaform annars vegar og mark-
aðsaðgerðir hins vegar.
Föst viðskiptaform:
• Viðskiptareikningar geyma óráðstafað fé lánastofnana. Þeir eru
uppgjörsreikningar vegna greiðslujöfnunar milli innlánsstofnana og
millibankaviðskipta, þar á meðal viðskipta við Seðlabankann. Vextir
þessara reikninga mynda gólf fyrir daglánavexti á millibankamark-
aði.
• Daglán eru veitt að ósk lánastofnana og tryggð með sömu verð-
bréfum og hæf eru í endurhverfum viðskiptum (sjá síðar). Vextir
daglána mynda þak yfir daglánavexti á millibankamarkaði.
Peningastefnan og stjórntæki hennar
Breyting Vextir
Vextir Síðast (pró- fyrir
Viðskiptaform nú (%) breytt sentur) ári (%)
Viðskiptareikningar
Daglán
Innstæðubréf (til 90 daga)
Bindiskylda
Endurhverf viðskipti
7,25 1. apríl 2005 0,50 3,0
10,75 21. febrúar 2005 0,50 7,9
8,50 1. apríl 2005 0,25 5,0
8,00 1. apríl 2005 0,25 4,3
9,00 29. mars 2005 0,25 5,5
Yfirlit vaxta Seðlabankans 17. maí 2005