Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 21

Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 21 Fjárfesting í íbúðarhúsnæði Í mars spáði Seðlabankinn því að fjárfesting í íbúðarhúsnæði ykist um tæplega 20% á þessu ári, sem var töluvert meira en í desemberspá bankans. Samkvæmt þjóðhagsyfirliti Hagstofunnar jókst fjárfesting í íbúðarhúsnæði aðeins um 3% í fyrra, sem er minni vöxtur en árið 2003 og mun minna en Seðlabankinn o.fl. höfðu spáð. Líklegt er að minni vöxtur en reiknað hafði verið með í fyrra þýði að vöxturinn í ár verði frekar meiri þar sem hluti fjárfestingarinnar sem áætluð hafði verið árið 2004 mælist í ár. Þess vegna var fjárfesting í íbúðarhúsnæði endurskoðuð upp á við í mars. Nú er því gert ráð fyrir enn meiri vexti íbúðarfjárfestingar í ár. Spáð er tæplega 22% vexti á þessu ári og um 10% vexti á því næsta. Meiri vöxtur íbúðarfjárfestingar skýrist af hækkun íbúðaverðs umfram það sem reiknað hafði verið með. Und- anfarna tólf mánuði hefur húsnæðisverð á landinu öllu hækkað um 27,8% á meðan vísitala byggingarkostnaðar hefur einungis hækkað um 6,7%. Í spá bankans er gert ráð fyrir því að hækkun húsnæðis- verðs verði tæplega 30% á öllu árinu sem er um 5 prósentum meiri hækkun en gert var ráð fyrir í mars. Íbúðamarkaðurinn einkennist enn af meiri eftirspurn en fram- boð fær annað, enda eru þeir áhrifaþættir sem stutt hafa við eftir- spurnina að undanförnu enn fyrir hendi og jafnvel enn hagstæðari en í fyrra. Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist tvö- falt meira í ár en í fyrra, eða um rúm 4% og um tæp 6% á næsta ári. Hratt dregur úr atvinnuleysi og hagstæð lánskjör eru enn fyrir hendi. Skortur er á ákveðnum tegundum íbúða. Verð einbýlishúsa á höfuð- borgarsvæðinu hafði t.d. hækkað í maí um 43% frá sama mánuði í fyrra. Til lengri tíma litið má gera ráð fyrir að minnkandi fjölskyldu- stærð auki eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á mann og að fólk ráðist fyrr á ævinni í íbúðarkaup. Líklegt er að þróun kaupmáttar ráðstöfunar- tekna að undanförnu og hagstæð lánskjör ýti undir þá þróun. Allir þessir þættir ættu að örva eftirspurn og stuðla að hækkun húsnæðis- verðs svo lengi sem framboð nær ekki að mæta eftirspurninni. Útgefin byggingarleyfi gefa vísbendingu um horfur á íbúðafjár- festingu, því að í langflestum tilvikum þýða byggingarleyfi að fljótlega eftir útgáfu leyfis er hafist handa við byggingu. Áætlanir byggingar- fulltrúa um útgefin byggingarleyfi árið 2004 og á þessu ári gefa vís- bendingu um öran vöxt fjárfestingar í íbúðarhúsnæði í ár.4 Á árunum 2000 til 2002 var velta á fasteignamarkaði vegna nýs húsnæðis5 og fjöldi kaupsamninga nokkuð stöðugur. Upp úr miðju ári 2003 jókst hvort tveggja töluvert, en eftir innkomu banka og spari- sjóða á húsnæðisveðlánamarkaðinn í ágúst í fyrra tók markaðurinn kipp. Samningum hefur aðeins fækkað og lítillega dregið úr veltu það sem af er ári, en vöxturinn frá sama tíma í fyrra er mikill. Á fyrsta þriðj- ungi ársins var velta á fasteignamarkaði vegna nýs húsnæðis 83% meiri en á sama tíma í fyrra og samningum fjölgaði um 63%. 4. Útgefin byggingarleyfi í fyrra voru 20% fleiri en árið áður og það sem af er ári nemur fjölgunin 10%. Komi fjölgunin í fyrra að nokkru leyti fram í auknu byggingarmagni í ár og útgefnum byggingarleyfum á eftir að fjölga frekar á árinu er ekki fjarri lagi að álykta að fimmtungs aukning kunni að vera framundan. 5. Nýtt húsnæði er hér skilgreint sem húsnæði byggt á síðustu tólf mánuðum. Mynd IV-8 Markaðsverð íbúða, byggingarkostnaður og íbúðafjárfesting 1985-20051 1. Gula línan sýnir hlutfall vísitalna íbúðaverðs í fjölbýli á höfuðborgar- svæðinu og byggingarkostnaðar, eftir að báðar vísitölur hafa verið norm- aliseraðar á meðaltal áranna 1985-2004. Spá Seðlabankans um íbúða- fjárfestingu 2005. Heimildir: Fasteignamat ríkisins, Seðlabanki Íslands. 1985 1987 1989 19911993 1995 19971999 2001 2003 2005 0,7 0,8 0,9 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Hlutfall 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 % af VLF Íbúðafjárfesting (hægri ás) Hlutfall markaðsverðs og byggingarkostnaðar (vinstri ás) Mynd IV-9 Sex mánaða hreyfanleg meðaltöl J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O 2000 2001 2002 2003 2004 2005 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 Ma.kr. 0 25 50 75 100 125 150 175 200 Fjöldi Velta nýrra kaupsamninga (vinstri ás) Fjöldi nýrra kaupsamninga (hægri ás) Heimild: Fasteignamat ríkisins. Velta og fjöldi kaupsamninga með nýtt húsnæði júní 2000 - apríl 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.