Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 31

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 31 Rammagrein 3 Breyting á útreikningi meðalvaxta í húsnæðislið vísitölu neysluverðs Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs er meginrót verðbólg- unnar undanfarið ár. Að honum frátöldum var vísitala neysluverðs í byrjun maí óbreytt frá maí í fyrra. Aðferðirnar sem beitt er við útreikning húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hafa því verið nokkuð til umræðu. Meðal annars hefur verið fjallað um þær í Peninga- málum auk þess sem formaður bankastjórnar Seðlabankans vék að þeim í ræðu sinni á ársfundi bankans 30. mars sl. (sjá bls. 45-53). Við útreikning vísitölunnar í byrjun maí var beitt nýrri aðferð við áætlun meðalvaxta í húsnæðislið hennar sem leiddi til þess að vísitalan var 0,45% lægri en ella, en vísitalan í heild lækkaði um 0,54% á milli apríl og maí. Um þýðingu breytinganna fyrir peninga- stefnuna er fjallað á bls. 36. Hér fylgir greinargerð Hagstofu Íslands um breytinguna. Hún var birt í Hagtíðindum 3. maí sl. (millifyrir- sögnum er sleppt): „Í júlí 2004 var kerfi langtímalána Íbúðalánasjóðs breytt þegar tekin voru upp peningalán, ÍLS-veðbréf, með lægri raunvöxtum en áður. Fljótlega eftir þetta hófu bankar að bjóða hagstæð lán til hús- næðiskaupa og jókst þá framboð langtímalána til einstaklinga mjög. Í kjölfarið fylgdu aukin viðskipti með húsnæði og hækkaði hús- næðisverð verulega. Hagstofan tók tillit til þeirrar vaxtalækkunar, sem varð við kerfis- breytinguna í júlí 2004, enda leiddi hún til lægra raunvaxtastigs en verið hafði. Í nýja lánakerfinu eru vextirnir ákvarðaðir mánaðarlega. Í upphafi var talið líklegt að þeir myndu breytast mun tíðar en verið hafði sem gæti valdið verulegum skammtímasveiflum á vísitölunni. Af þessum sökum var í ágúst 2004 ákveðið að miða raunvexti í vísi- tölunni við meðaltal þeirra undanfarin fimm ár og þeim breytt mánaðarlega þannig að í hvert sinn væri felldur brott einn mánuður og nýjum mánuði bætt við. Með þessu væri tryggt að áhrifin af vaxtalækkuninni kæmu fram í útreikningnum án þess að vaxta- breytingar yllu skammtímasveiflum í vísitölunni. Vextir til húsnæðis- kaupa lækkuðu úr 5,1% í 4,8% í júlí 2004 og voru í lok ársins komnir í 4,15%. Þeir hafa verið óbreyttir síðan og telja verður lík- legt að komin sé fram langtímalækkun á raunvöxtum. Að fenginni þessari reynslu og í ljósi framkominna sjónarmiða í þessum efnum telur Hagstofan rétt að stytta viðmiðunartímabil vaxtanna í tólf mánuði og taka þannig áhrif af breytingum vaxta hraðar inn í útreikninginn en áður. Miðað er við að aðferðinni sé haldið óbreyttri til næstu grunnskipta í mars 2006 og verði hún endurmetin þá. Verði vextir stöðugir á því tímabili munu áhrifin af breytingu vaxtanna á verðmælinguna fjara út. Samsetning raunvaxtanna sem notuð er við útreikninginn, hefur einnig verið endurmetin eins og gert er árlega í tengslum við grunn- skipti vísitölunnar í mars. Vöxtum af eigin fjármögnun húsnæðis, er haldið föstum en þeir eru ríflega helmingur af vog vaxta í húsnæðis- lið vísitölunnar. Aðrir vextir eru breytilegir en þar er um að ræða vexti af ÍLS-lánum, húsnæðislánum frá bönkum og lífeyrissjóðum ásamt lánum sem tekin eru yfir við kaup fasteigna. Vextirnir eftir þessar breytingar eru um 3,7% að meðaltali. Heildarlækkun vísitölu neysluverðs vegna lækkunar vaxtanna miðað við tólf mánaða meðaltal þeirra nemur um 0,9% frá júlí 2004 til apríl 2005 og þegar hafa verið tekin með áhrif vaxtalækkunar sem nema um 0,45% til lækkunar vísitölunni í mælingu hennar í maí 2005.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.