Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 59

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 59
ÁHÆTTA V IÐ HÆRR I VEÐSETN INGU ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 59 lágar hér meðan lán voru óverðtryggð og voru um 26% af ráðstöf- unartekjum um 1980. Árið 1990 voru þær orðnar 83% af ráðstöf- unartekjum, 173% árið 2000 og horfur á að þær hafi verið um 188% árið 2004. Vaxtagreiðslurnar einar eru því orðnar allhátt hlutfall af ráðstöfunartekjum. Full ástæða er til að reikna með að komi til sam- dráttar í rauntekjum sem eitthvað kveður að verði meiri vanskil á lánum launþega en við höfum reynslu af frá fyrri samdráttarskeiðum. Óvíst er hve stór hluti húsnæðislána á eftir að flytjast til innlánsstofn- ana, en þegar er ljóst að hlutfall þeirra í heildarlánveitingum til heimila hefur stórhækkað. Við miðlungs- eða gott efnahagsástand er alltaf eitthvað um að einstaklingar lendi í greiðsluörðugleikum og getur þá hentað inn- lánsstofnun best að ganga að veði til að tryggja sinn hag. Þetta horfir öðruvísi við ef um almenna greiðsluörðugleika er að ræða. Á slíkum tímum má búast við að húsnæðisverð fari lækkandi og viðskipti á húsnæðismarkaði dragist saman. Ef innlánsstofnanir ganga þá að veð- um og auka sölu húseigna svo að nokkru nemi gæti það orðið til að lækka húsnæðisverð enn meira. Helstu úrræði innlánsstofnana við svona aðstæður væru að lengja lánin. Það dregur þó úr þeim mögu- leika að atvinnurekstur, sem er annar meginviðskiptahópur þeirra, myndi væntanlega líka eiga í kröggum á sama tíma. Eins og fram hefur komið er ekki víst að hækkun veðhlutfalls í 90% af kaupverði leiði til meiri vanskila. En lántakandi í greiðslu- erfiðleikum er betur settur með lægra veðsetningarhlutfall. Það er lán- veitandinn líka. Auðveldara er að veita gjaldfrest eða viðbótarlán þeim sem ekki er með fullveðsetta eign, og þegar hluti af skuldinni er tryggður með ábyrgð eða veði í eigu annarra en skuldunautar er lík- legt að eigendur veða myndu hlaupa undir bagga og sjá til þess að staðið verði í skilum með endurgreiðslurnar. Með hliðsjón af fjármálastöðugleika er óæskilegt að veita hús- næðislán yfir 70-80% af kaupverði vegna vandræðanna sem skapast ef margir lenda samtímis í vanskilum með yfirveðsettar fasteignir á samdráttartímum. Lán með ábyrgð annarra eru engin fyrirmyndar- lausn þó að þau geti verið hagkvæm fyrir húskaupanda og lánveit- anda. Æskilegra væri að meginreglan væri sú að nokkru hærra hlutfall húsakaupa yrði greitt með sparifé kaupenda. Til þess þurfa vaxtakjör og leigumarkaður húsnæðis að vera með því móti að það sé hag- kvæmur kostur að leigja og spara nokkurn hluta íbúðarverðs fremur en að taka hærra lán til að kaupa húsnæði. Frá sjónarmiði lána- stofnana væri eðlilegt að vextir hækkuðu þegar veðhlutfall væri orðið svo hátt að þeim stafaði hætta af. Þetta myndi stuðla að auknum sparnaði áður en lagt væri í húsakaup, en reyndar einnig auka hlut lána með ábyrgð annarra en húskaupanda. Svigrúm innlánsstofnana til að verðleggja lán sín í samræmi við áhættu takmarkast þó af láns- kjörum Íbúðalánasjóðs; sviptingarnar á húsnæðismarkaði upp á síð- kastið stafa af samkeppni um lántakendur. E.t.v. væri gagnlegt að beina kerfisbundnum sparnaði inn á þetta svið, t.d. einhverju í ætt við sparimerkin sálugu eða viðbótarlífeyrissparnaðinn sem nú er orðinn hluti af almennum launakjörum. Hvorugt ætti þó við í óbreyttri mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.