Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 14 miðlun stýrivaxtabreytinga um óverðtryggða vaxtarófið benda til þess að markaðsaðilar vænti þess að vextir Seðlabankans nái hámarki fljót- lega og lækki svo tiltölulega fljótt á ný. Vextir óverðtryggðra útlána bankanna hafa hækkað nokkurn veginn í takt við stýrivexti Seðlabankans. Verðtryggðir útlánsvextir hafa hins vegar haldist óbreyttir í stórum dráttum undanfarna mánuði í takt við vaxtaþróun á íbúðalánamarkaði. Þó eru vísbendingar um að meðalálag á kjörvexti bankanna hafi lækkað nokkuð. Markaðsaðilar vænta áframhaldandi hækkunar stýrivaxta Hækkun stýrivaxta Seðlabankans 22. mars sl. virðist nokkuð í sam- ræmi við væntingar markaðsaðila, svo sem lesa má út úr vaxtaferli óverðtryggðra markaðsvaxta. Að sama skapi virðist markaðurinn vænta um 0,25 prósenta hækkunar vaxta við útgáfu þessa heftis Pen- ingamála. Eins og í mars sl. gefa framvirkir vextir til kynna að stýrivextir bankans nái hámarki á seinni hluta þessa árs þegar þeir verða um 10%, þótt nú sé búist við að hámarkið náist heldur seinna en síðast var gert ráð fyrir. Eins og í mars bera framvirkir vextir með sér vænt- ingar um að stýrivextir taki að lækka nokkuð hratt þegar kemur fram á næsta ár og að þeir verði komnir í tæplega 7% eftir tvö ár, sem eru heldur lægri vextir en vænst var í mars. Eins og áður gera greiningaraðilar hins vegar ráð fyrir að stýri- vextir haldist háir lengur en lesa má út úr framvirkum vöxtum og að þeir lækki nokkru hægar (sjá nánar í rammagrein 4). Ef vaxtarófið felur í sér raunhæfa vísbendingu um væntingar markaðsaðila má draga þá ályktun að heldur meiri bjartsýni gæti meðal þeirra um það hvenær Seðlabankinn tekur að lækka vexti á ný en hjá greiningardeildum. Enn bætir í útlánavöxtinn Undanfarna mánuði hefur enn bætt í mikinn útlánavöxt innláns- stofnana. Ef horft er fram hjá áhrifum hærra gengis og vísitölubind- ingar höfðu innlend útlán innlánsstofnana í apríllok aukist um rúmlega 47% á tólf mánuðum. Á móti hefur dregið úr útlánum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða. Í lok mars höfðu útlán þessara lánastofnana aukist um tæplega 21% á einu ári. Þessi mikli vöxtur endurspeglar tiltölulega hagstæð fjármálaleg skilyrði og afnám takmarkana á útlán til ein- staklinga. Í apríllok höfðu bankar og sparisjóðir veitt fasteignaveðlán til einstaklinga að andvirði u.þ.b. 200 ma.kr. frá því að bankarnir hófu sókn sína inn á húsnæðisveðlánamarkaðinn í ágúst í fyrra. Að undan- skildum mánuðunum október til desember, þegar veitt lán í hverjum mánuði námu meira en 30 ma.kr., hafa mánaðarlegar lánveitingar verið nokkuð stöðugar, eða nálægt 20 ma.kr. Útlán lífeyrissjóða til sjóðfélaga virðast hafa tekið við sér á fyrsta fjórðungi ársins eftir verulegan samdrátt síðastliðið haust í kjölfar innkomu bankanna á fasteignaveðlánamarkaðinn. Mikill vöxtur er enn í gengisbundinni verðbréfaútgáfu og er- lendri lántöku innlánsstofnana. Í mars nam tólf mánaða aukning gengisbundinnar verðbréfaútgáfu og erlendra lána innlánsstofnana rúmlega 64% en í mars í fyrra var tólf mánaða vöxturinn rúmlega 69%. Mynd III-4 Stýrivextir Seðlabankans 2002-2007 Gular og rauðar línur sýna framvirka vexti. Kassar sýna vaxtaspár samkvæmt könnunum meðal greiningaraðila fyrir útgáfu Peninga- mála (PM) 2005/1 og 2005/2. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 |2007 4 5 6 7 8 9 10 11 % Stýrivextir 8. mars 2005 17. maí 2005 PM 2005/1 PM 2005/2 2002 | 2003 | 2004 | 2005 4 5 6 7 8 9 10 % Stýrivextir Þriggja mánaða ríkisvíxlar Þriggja mánaða vextir á millibankamarkaði (REIBOR) Stýrivextir og aðrir skammtímamarkaðsvextir Mynd III-5 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 1. júlí 2002 - 23. maí 2005 2003 | 2004 | 2005 4 5 6 7 8 9 10 % Stýrivextir RIKB 07 0209 RIKB 10 0317 RIKB 13 0517 Stýrivextir Seðlabankans og ávöxtunarkrafa ríkisbréfa Mynd III-6 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 3. janúar 2003 - 23. maí 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.