Peningamál - 01.06.2005, Page 14

Peningamál - 01.06.2005, Page 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 14 miðlun stýrivaxtabreytinga um óverðtryggða vaxtarófið benda til þess að markaðsaðilar vænti þess að vextir Seðlabankans nái hámarki fljót- lega og lækki svo tiltölulega fljótt á ný. Vextir óverðtryggðra útlána bankanna hafa hækkað nokkurn veginn í takt við stýrivexti Seðlabankans. Verðtryggðir útlánsvextir hafa hins vegar haldist óbreyttir í stórum dráttum undanfarna mánuði í takt við vaxtaþróun á íbúðalánamarkaði. Þó eru vísbendingar um að meðalálag á kjörvexti bankanna hafi lækkað nokkuð. Markaðsaðilar vænta áframhaldandi hækkunar stýrivaxta Hækkun stýrivaxta Seðlabankans 22. mars sl. virðist nokkuð í sam- ræmi við væntingar markaðsaðila, svo sem lesa má út úr vaxtaferli óverðtryggðra markaðsvaxta. Að sama skapi virðist markaðurinn vænta um 0,25 prósenta hækkunar vaxta við útgáfu þessa heftis Pen- ingamála. Eins og í mars sl. gefa framvirkir vextir til kynna að stýrivextir bankans nái hámarki á seinni hluta þessa árs þegar þeir verða um 10%, þótt nú sé búist við að hámarkið náist heldur seinna en síðast var gert ráð fyrir. Eins og í mars bera framvirkir vextir með sér vænt- ingar um að stýrivextir taki að lækka nokkuð hratt þegar kemur fram á næsta ár og að þeir verði komnir í tæplega 7% eftir tvö ár, sem eru heldur lægri vextir en vænst var í mars. Eins og áður gera greiningaraðilar hins vegar ráð fyrir að stýri- vextir haldist háir lengur en lesa má út úr framvirkum vöxtum og að þeir lækki nokkru hægar (sjá nánar í rammagrein 4). Ef vaxtarófið felur í sér raunhæfa vísbendingu um væntingar markaðsaðila má draga þá ályktun að heldur meiri bjartsýni gæti meðal þeirra um það hvenær Seðlabankinn tekur að lækka vexti á ný en hjá greiningardeildum. Enn bætir í útlánavöxtinn Undanfarna mánuði hefur enn bætt í mikinn útlánavöxt innláns- stofnana. Ef horft er fram hjá áhrifum hærra gengis og vísitölubind- ingar höfðu innlend útlán innlánsstofnana í apríllok aukist um rúmlega 47% á tólf mánuðum. Á móti hefur dregið úr útlánum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða. Í lok mars höfðu útlán þessara lánastofnana aukist um tæplega 21% á einu ári. Þessi mikli vöxtur endurspeglar tiltölulega hagstæð fjármálaleg skilyrði og afnám takmarkana á útlán til ein- staklinga. Í apríllok höfðu bankar og sparisjóðir veitt fasteignaveðlán til einstaklinga að andvirði u.þ.b. 200 ma.kr. frá því að bankarnir hófu sókn sína inn á húsnæðisveðlánamarkaðinn í ágúst í fyrra. Að undan- skildum mánuðunum október til desember, þegar veitt lán í hverjum mánuði námu meira en 30 ma.kr., hafa mánaðarlegar lánveitingar verið nokkuð stöðugar, eða nálægt 20 ma.kr. Útlán lífeyrissjóða til sjóðfélaga virðast hafa tekið við sér á fyrsta fjórðungi ársins eftir verulegan samdrátt síðastliðið haust í kjölfar innkomu bankanna á fasteignaveðlánamarkaðinn. Mikill vöxtur er enn í gengisbundinni verðbréfaútgáfu og er- lendri lántöku innlánsstofnana. Í mars nam tólf mánaða aukning gengisbundinnar verðbréfaútgáfu og erlendra lána innlánsstofnana rúmlega 64% en í mars í fyrra var tólf mánaða vöxturinn rúmlega 69%. Mynd III-4 Stýrivextir Seðlabankans 2002-2007 Gular og rauðar línur sýna framvirka vexti. Kassar sýna vaxtaspár samkvæmt könnunum meðal greiningaraðila fyrir útgáfu Peninga- mála (PM) 2005/1 og 2005/2. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 |2007 4 5 6 7 8 9 10 11 % Stýrivextir 8. mars 2005 17. maí 2005 PM 2005/1 PM 2005/2 2002 | 2003 | 2004 | 2005 4 5 6 7 8 9 10 % Stýrivextir Þriggja mánaða ríkisvíxlar Þriggja mánaða vextir á millibankamarkaði (REIBOR) Stýrivextir og aðrir skammtímamarkaðsvextir Mynd III-5 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 1. júlí 2002 - 23. maí 2005 2003 | 2004 | 2005 4 5 6 7 8 9 10 % Stýrivextir RIKB 07 0209 RIKB 10 0317 RIKB 13 0517 Stýrivextir Seðlabankans og ávöxtunarkrafa ríkisbréfa Mynd III-6 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 3. janúar 2003 - 23. maí 2005

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.