Peningamál - 01.06.2005, Síða 20

Peningamál - 01.06.2005, Síða 20
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 20 fjármunamyndun. Að teknu tilliti til fjárfestingar erlendis má ætla að fjárfesting þessara fyrirtækja innanlands hafi numið um 12 ma.kr. á liðnu ári. Fjármálaleg skilyrði fyrirtækja eru á heildina litið svipuð og við útkomu Peningamála í mars, en þær breytingar sem orðið hafa snerta fyrirtæki misjafnlega (sjá nánari umfjöllun um fjármálaleg skilyrði fyrirtækja í kafla III). Lækkun gengis krónunnar frá marsmánuði felur í sér að lántaka í erlendum gjaldmiðli er hagstæðari og hagnaður ætti jafnframt að verða meiri í samkeppnisgeiranum. Hvort tveggja ýtir undir fjárfestingu. Hærra gengi hlutabréfa felur einnig í sér hagstæðari fjármálaleg skilyrði, sem geta ýtt undir fjármunamyndun. Gengisþróun krónunnar undanfarið ár hefur að líkindum einnig haft mismunandi skammtímaáhrif á fjárfestingu fyrirtækja. Hátt raun- gengi hefur neikvæð áhrif á afkomu og þar með fjárfestingaráform þeirra fyrirtækja sem bera verulegan hluta rekstrarkostnaðar í krónum en hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum, eins og sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Hátt raungengi kann einnig að hafa haft neikvæð áhrif á fjárfestingu þeirra fyrirtækja sem eru í beinni sam- keppni innanlands við erlenda framleiðslu. Á móti kemur að hátt gengi hefur í för með sér að hagkvæmt er að flytja inn fjárfestingar- vöru og sjást þess greinileg merki í innflutningstölum. Innflutningur fjárfestingarvöru jókst um 22% á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama tíma í fyrra. Mest jókst innflutningur flutningatækja til atvinnurekstrar (án flugvéla og skipa) eða um 74%. Innflutningur vélbúnaðar jókst einnig töluvert eða um 42% en hann skýrist að mestu af innflutningi tækjabúnaðar vegna stóriðjuframkvæmda. Fjármunamyndun hins opinbera Í síðustu þjóðhagsspá Seðlabankans í mars sl. var gert ráð fyrir að fjár- festing hins opinbera drægist saman um 11% á þessu ári og 8% á því næsta. Horfur fyrir þetta ár eru nánast óbreyttar frá marsmánuði. Greiðslutölur ríkisins fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs sýna 20-25% samdrátt fjárfestingarútgjalda, en varhugavert er að draga sterkar ályktanir af árshlutatölum. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir minni samdrætti fjárfestingar en spáð var í mars sl. eða rúmlega 4½%. Gangi það eftir verður hlutfall fjárfestingar ríkisins af lands- framleiðslu lægra en verið hefur í tuttugu ár eða um 2¾%. Mynd IV-7 Vöxtur fjármunamyndunar atvinnuvega, íbúðafjárfestingar og opinberrar fjárfestingar 1998-20061 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 0 10 20 30 40 50 60 -10 -20 -30 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Fjárfesting atvinnuvega, alls Íbúðafjárfesting Fjárfesting hins opinbera 1. Spá Seðlabankans 2005-2006. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Tafla IV-3 Afkoma skráðra atvinnufyrirtækja 2003-2004 og á 1. ársfjórðungi 2004-2005 Framlegð Hagnaður Framlegð Hagnaður Jan.-mars Jan.-mars Jan.-mars Jan.-mars % af veltu 2003 2004 2003 2004 2004 2005 2004 2005 Sjávarútvegur 21,3 18,1 8,7 11,7 19,7 14,6 12,4 15,8 Iðnaður 16,3 18,1 7,5 11,2 17,4 15,2 11,6 9,2 Sala sjávarafurða 1,5 3,1 0,3 0,6 2,1 3,0 1,2 1,3 Flutningar 10,7 7,0 2,3 4,1 -0,5 1,7 -0,8 1,2 Samskiptatækni og hugbúnaður 17,6 20,2 3,6 8,9 9,2 7,8 5,1 8,2 Ýmsar greinar 17,6 27,5 5,4 15,5 12,7 12,8 7,0 11,1 Samtals 12,1 12,1 6,6 4,3 9,4 8,3 5,9 6,6 Heimild: Seðlabanki Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.