Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 41

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 41
Gengisstyrking og snúningur Gengi krónunnar styrktist um tæplega 3% frá 1. mars til 21. mars en þá náði vísitala gengisskráningar lægsta gildi (106,42) síðan 25. júní 1993. Seðlabankinn tilkynnti hækkun stýrivaxta sinna um 0,25 pró- sentur samhliða útgáfu Peningamála 22. mars. Af viðbrögðum mark- aðarins virðist sem margir hafi búist við a.m.k. tvöfalt meiri hækkun og því urðu í kjölfarið nokkrar hræringar á gjaldeyris- og verðbréfa- markaði. Vísitala gengisskráningar hækkaði um rúmlega 2% frá 22. til 23. mars og allan apríl seig gengi krónunnar, þ.e. vísitalan hækkaði. Í lok apríl var vísitalan skráð 112,9 og hafði því hækkað um 6% frá 21. mars. Þróun vísitölu gengisskráningar má sjá á mynd 1. Gjaldeyriskaup fyrir ríkissjóð Seðlabankinn tilkynnti í byrjun maí um fyrirhuguð gjaldeyriskaup vegna sérstakra afborgana ríkissjóðs af erlendum lánum, til viðbótar við regluleg kaup á árinu. Ástæða þessara kaupa var óvenju rúm lausafjárstaða ríkissjóðs og þótti heppilegt að nýta hana til endur- greiðslu skammtímalána í maí fremur en að endurnýja þau með nýjum lánum. Jafnframt var því lýst yfir að ekki væru áform um frekari sérstök kaup ríkissjóðs á gjaldeyri það sem eftir lifði ársins en regluleg kaup verða áfram með því sniði sem greint var frá í Peningamálum í desember 2004. Tilkynningin olli lítils háttar óróa og veiktist krónan m.a. af þeim sökum um rúm 4% frá 2. maí til 12. maí en fyrsti áfangi kaupanna fór fram að morgni 12. maí. Gengisstyrking á ný Gengið tók að styrkjast á ný hinn 17. maí eftir að fréttir bárust af hugsanlegum áformum um byggingu álvers Norðuráls á Suðurnesjum á árabilinu 2010 til 2015. Síðar bárust fréttir af áhuga Alcoa á að kanna möguleika á byggingu álvers á Norðurlandi og virtust þær einnig styrkja gengi krónunnar. Í hvorugri fréttinni fólst þó meira en ásetningur eða áhugi á að kanna möguleika á byggingu álvers. Gengisflökt hefur farið vaxandi Gengisflökt, þ.e. skammtímasveiflur gengis, er gjarnan mælt sem staðalfrávik daglegra breytinga yfir einhvern tiltekinn tíma. Með Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Tápmikill gjaldeyrismarkaður Seðlabanki Íslands tilkynnti 0,25 prósentna hækkun stýrivaxta hinn 22. mars 2005, samhliða útgáfu Peninga- mála. Snörp veiking gengis krónunnar fylgdi í kjölfarið. Í maíbyrjun var tilkynnt um gjaldeyriskaup vegna niðurgreiðslu erlendra lána ríkissjóðs og leiddi það til enn frekari veikingar. Um miðjan maí snerist þó þróunin við. Ávöxtun íbúðabréfa hefur þokast aðeins upp. Nokkuð eindregin hækkun varð á hlutabréfaverði í mars og apríl en róaðist í maí. J F M A M J J Á S O N D | J F M A 106 109 112 115 118 121 124 127 31. desember 1991 = 100 Vísitala gengisskráningar Mynd 1 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 5. janúar 2004 - 17. maí 2005 1. Upplýsingar í greininni miðast við 17. maí 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.