Peningamál - 01.06.2005, Side 48

Peningamál - 01.06.2005, Side 48
P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 48 ... og hefði hækkun þess ekki átt að koma á óvart Viðfangsefnið hefur því öðru fremur verið að hafa stjórn á fram- vindunni, og að mati Seðlabankans hefði versta leiðin verið sú að raungengið hækkaði vegna aukinnar verðbólgu innanlands. Slíkt þekkjum við af biturri reynslu og gafst hvorki vel fyrir atvinnuvegi né heimilin í landinu. Leið Seðlabankans var því sú að hækka stýrivexti bankans með tilheyrandi hækkun á nafngengi og reyna þannig að koma í veg fyrir að raungengið hækkaði af völdum verðbólgu. Miður aðhaldssöm peningastefna kynni að leiða til lægra nafngengis um skamma hríð, en ekki lægra raungengis til lengdar. Lægri vextir hefðu að lokum í för með sér meiri verðbólgu og hækkun launa. Það myndi svo sennilega færa raungengið að endingu í svipað horf og yrði ef aðhaldssamri peningastefnu væri fylgt í upphafi. Meginmunurinn felst í því að verðbólga væri mun meiri þegar kæmi að óhjákvæmilegri aðlögun gengis við lok framkvæmda. Enginn vafi er á því að hið háa raungengi er erfitt fyrir útflutnings- og samkeppnisgreinar, en vitað var að slíkt erfiðleikatímabil kæmi og stæði meðan framkvæmdir væru í hámarki. Það hefði því ekki átt að koma neinum á óvart. Ef ekki hefði verið gætt aðhalds í peningamálum nú og við sætum uppi með mikla verðbólgu og hátt raungengi í lok þensluskeiðs yrðu þessar atvinnu- greinar hins vegar í enn erfiðari stöðu. Strangt aðhald sem kæmi fyrst til á þeim tíma kynni auk þess að leiða til erfiðleika og áfalla í fjármála- kerfinu með afleiðingum sem erfitt er að sjá fyrir. Sveiflur raungengis á Íslandi ekki meiri en í öðrum löndum Í sögulegu samhengi stefnir í að raungengi á þessu ári verði með hæsta móti. Ólíklegt er að svo hátt raungengi geti staðist mjög lengi. Mikilvægt er að aðlögun þess verði með sem mýkstum hætti. Í þessu samhengi bendi ég á úttekt í síðasta hefti Peningamála þar sem gerð er grein fyrir því að sveiflur raungengis á Íslandi eru alls ekki meiri en í öðrum löndum, t.d. þeim löndum sem búa við verðbólgumarkmið og við berum okkur einatt saman við. Hitt er svo annað mál að vægi utanríkisviðskipta í hinum ýmsu ríkjum er misjafnt, og því hafa sveiflur í gengi gjaldmiðla ólík áhrif á heimili og fyrirtæki í einstökum löndum. Útrás íslenskra banka kallar á breytt verklag Í lögum um Seðlabanka Íslands segir að hann skuli stuðla að stöðugu verðlagi og jafnframt að virku og öruggu fjármálakerfi, meðal annars greiðslukerfi innanlands og við útlönd. Ég mun ekki að þessu sinni gera fjármálastöðugleika að sérstöku umtalsefni. Ástæðan er sú að Seðlabankinn hyggst gefa út sérstaka skýrslu í næsta mánuði um fjármálalegan stöðugleika, og þar mun koma fram mat bankans á stöðu fjármálakerfisins. Ég ætla þó að nefna hér tvennt sem tengist mjög fjármálalegum stöðugleika. Annað er eftirtektarverð útrás íslenskra banka sem hefur mikil áhrif á fjármálakerfið. Bankarnir verða fyrir vikið óháðari sviptingum í íslenskum þjóðarbúskap en áður vegna þess hve umsvif þeirra hafa í miklum mæli færst til annarra landa. Um leið verða þeir næmari fyrir áföllum sem eiga upptök sín á erlendum mörkuðum. Þetta kallar á breytt verklag í Seðlabankanum. Ég lýsi þessum breytingum ekki nánar hér, en þær voru reifaðar í Peninga- málum á sl. hausti. RÆÐA FORMANNS BANKAST JÓRNAR Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2005

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.