Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 56

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 56
ÁHÆTTA V IÐ HÆRR I VEÐSETN INGU ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 56 Central Bank, 2005). Þar hefur verðbólga verið um 2% á ári svo að raunvextir eru tæp 3%. Hlutfall hámarkslána af kaupverði er í hærra lagi hér miðað við það sem tíðkast í OECD-löndum, en þó ekkert einsdæmi.4 Eftirfarandi tafla sýnir árlega greiðslu af 10 m. kr. láni miðað við vexti, verðbólgu og lánstíma á Íslandi og í evrulöndum. Vextir verðtryggðra húsnæðislána eru hér 4,15% og nafnvextir óverðtryggðra lána með sömu raunvexti og 4% verðbólgu væru þá 8,32%. Nafnvextir húsnæðislána í evrulöndum voru um 4,8% árið 2004 og verðbólga um 2% svo að vextir verðtryggðra lána með sömu raunvexti yrðu um 2,8%. Árgreiðslur verðtryggðra lána hækka með verðbólgu, en haldast óbreyttar í krónutölu fyrir óverðtryggð lán. Við gefna raunvexti og verðbólgu eru árgreiðslur óverðtryggðra lána því hærri en verðtryggðra framan af lánstímanum, en síðan snýst þetta við og greiðslubyrði óverðtryggðs láns er lægri síðari hluta lánstímans. Miðað við ofangreindar verðbólguforsendur verða árgreiðslur verð- tryggðra lána hérlendis svipaðar og óverðtryggðra eftir 13 ár en á evrusvæðinu tæki það 12 ár. Raunvirði húsnæðis á Íslandi frá 1960 er sýnt á mynd 1.5 Jákvæð leitni, um 0,7% á ári, kemur fram í gögnunum. Auðvelt er að nefna hugsanlegar hagfræðilegar skýringar á leitninni, en erfiðara um vik að kanna réttmæti þeirra og verður ekki reynt hér. Jákvæð leitni er algeng í raunvirði húsnæðis í löndum OECD á þessum tíma.6 Hún er þó hvergi nærri algild regla; í sumum löndunum er engin merki að sjá um hana og í öðrum gæti það oltið á vali á líkani sem notað væri við matið hvort leitnin teldist marktæk. Eina tæknilega ástæðu fyrir jákvæðri leitni hér er vert að nefna. Vísitala húsnæðisverðs mælir fermetraverð í seldu húsnæði. Eitthvað af leitninni sem vísitalan sýnir stafar af því að gæði húsnæðisins sem hún mælir hafa aukist með tímanum. Sú leitni sem af þessu stafar gildir því ekki um verðþróun einstakra húseigna. Staðalfrávik að leitni frátalinni er um 11%. Þetta er meðalverð fjölda sölusamninga á hverju ári og sveiflurnar því minni en á verði einstakra eigna. 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 0,6 0,7 0,8 0,9 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Náttúrulegur lógaritmi Raunvirði húsnæðisverðs í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu 1961-20041 Mynd 1 1. Skali á y-ás er náttúrulegur lógaritmi (1% breyting u.þ.b. 0,01). Heimildir: Fasteignamat ríkisins, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 4. Catte o.fl. (2004) sýna hæsta hlutfall húsnæðisláns af verðmæti húsnæðis í 16 OECD- löndum í töflu 3. Það er 80% í 9 löndum og hærra í hinum. 5. Raunvirðið er reiknað sem hlutfall vísitölu húsnæðisverðs og neysluverðsvísitölu. 6. Girouard og Blöndal (2001) sýna línurit af þróun raunvirðis húsnæðis 1970-2000 í 16 OECD-löndum á mynd 1 í grein sinni (Ísland er ekki með). Tafla 1 Árleg greiðsla af 10 m.kr. láni á Íslandi og í evrulöndum Vextir Lánstími Árleg greiðsla (%) (ár) (þús.kr.) Ísland, miðað við verðtryggð kjör 4,15 40 517 Ísland, miðað við óverðtryggð kjör 8,32 40 867 Evrulönd, miðað við verðtryggð kjör 2,8 30 497 Evrulönd, miðað við óverðtryggð kjör 4,8 30 636
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.