Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 43
F JÁRMÁLAMARKAÐIR
OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
2
43
Ávöxtun ríkisbréfa reis og hneig
Þrír flokkar ríkisbréfa, með gjalddögum frá 2007 til 2013, eru á mark-
aðnum. Ávöxtun þeirra er næm fyrir breyttum væntingum um verð-
bólgu. Stysti flokkurinn er næmastur enda eru innan við tvö ár í gjald-
daga hans sem er innan spátíma verðbólguspár Seðlabankans, sem
virðist móta væntingar að einhverju leyti.
Vaxandi velta á krónumarkaði
Það sem af er þessu ári hefur velta á millibankamarkaði fyrir lán í
krónum (krónumarkaði) vaxið um 113%. Velta á þessum markaði
hefur verið meiri en á gjaldeyrismarkaði sem lengi hafði yfirburði yfir
aðra millibankamarkaði. Vextir á krónumarkaði hafa gefið góðar vís-
bendingar um væntingar markaðarins en flökt á vöxtum til einnar
nætur hefur þó verið mikið. Flökt skemmstu vaxtanna markast að
nokkru af áhrifum bindiskyldu en einnig hafa ólíkar væntingar,
óvæntir atburðir og stöðutökur valdið sveiflum. Mynd 4 sýnir þróun
vaxta á krónumarkaði í nokkrum tímalengdum. Nefna má að seðla-
bankar víða um heim glíma við miklar breytingar vaxta síðasta dag
bindiskyldu og hefur Englandsbanki m.a. varpað fram hugmyndum
um að fyrirgreiðsla hans á síðasta degi bindiskyldutímabils verði ódýr-
ari en aðra daga til að draga úr þessum vanda. Vegna sameiningar
bindireiknings og viðskiptareiknings lánastofnana í Seðlabanka Íslands
og bættrar lausafjárstýringar hafa bankar lítið þurft á daglánum að
halda í Seðlabankanum og hefur notkun þeirra nánast horfið. Daglán
eru þó áfram í tækjasafni bankans enda talin mikilvæg vegna greiðslu-
kerfa og lausafjárstýringar. Frá janúar 2004 þegar nýjar reglur um
bindiskyldu tóku gildi hefur bindiskylda hækkað um 16%.
Tímaróf vaxta er aðeins að byrja að fletjast
Af vöxtum á krónumarkaði má ráða að markaðsaðilar gera ráð fyrir
því að stýrivextir Seðlabankans séu að nálgast hámark, því að munur-
inn á lengstu og stystu vöxtum hefur farið minnkandi upp á síðkastið.
Stýrivextir Seðlabankans eru nú 9%. Þeir eru ávöxtun endurhverfra
samninga til einnar viku og jafngilda 8,62% flötum vöxtum. Vextir á
krónumarkaði eru flatir þannig að ekki er eðlilegt að bera þá saman
við stýrivextina óleiðrétta. Það að vextir á krónumarkaði liggja ávallt
nokkuð yfir stýrivöxtum Seðlabankans, ásamt þó nokkurri eftirspurn
eftir fyrirgreiðslu bankans, gefur til kynna að lausafjárstaða bindi-
skyldra aðila sé ekki jafn rúm og hún var á síðasta ári. Mynd 5 sýnir
tímaróf vaxta á krónumarkaði.
Endurhverf viðskipti áfram nokkur
Rúm lausafjárstaða ríkissjóðs hefur m.a. leitt til nokkurrar eftirspurnar
eftir lánafyrirgreiðslu Seðlabankans en einnig hefur dregið úr eftir-
spurn eftir innstæðubréfum. Frá áramótum hefur meðaltalsfjárhæð
endurhverfra viðskipta verið um 24 ma.kr. en uppboð fara fram viku-
lega. Hæst var fjárhæðin 4. janúar, 45,9 ma.kr. en næsthæst 17. maí,
33 ma.kr. Innstæðubréf fóru mest í 18 ma.kr. 4. janúar en í tveimur
útboðum í maí seldust engin innstæðubréf. Nettófyrirgreiðsla Seðla-
bankans (endurhverf viðskipti að frádregnum innstæðubréfum) við
lánastofnanir hefur verið um 19 ma.kr. að meðaltali frá áramótum.
Ávöxtun á krónumarkaði
og stýrivextir Seðlabankans
Mynd 4
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Daglegar tölur 4. janúar - 17. maí 2005
Janúar Febrúar Mars Apríl Maí
6,0
6,5
7,0
7,5
8,0
8,5
9,0
9,5
%
Stýrivextir Seðlabankans (umreiknaðir í flata vexti)
Dagvextir (O/N)
Einnar viku vextir (S/W)
Þriggja mánaða vextir (3 M)
Dagar
Tímaróf vaxta á krónumarkaði
Mynd 5
Heimild: Seðlabanki Íslands.
0 100 200 300 400
5,0
5,5
6,0
6,5
7,0
7,5
8,0
8,5
9,0
9,5
10,0
%
8. júlí 2004
9. nóvember 2004
10. janúar 2005
10. maí 2005