Peningamál - 01.06.2005, Síða 43

Peningamál - 01.06.2005, Síða 43
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 43 Ávöxtun ríkisbréfa reis og hneig Þrír flokkar ríkisbréfa, með gjalddögum frá 2007 til 2013, eru á mark- aðnum. Ávöxtun þeirra er næm fyrir breyttum væntingum um verð- bólgu. Stysti flokkurinn er næmastur enda eru innan við tvö ár í gjald- daga hans sem er innan spátíma verðbólguspár Seðlabankans, sem virðist móta væntingar að einhverju leyti. Vaxandi velta á krónumarkaði Það sem af er þessu ári hefur velta á millibankamarkaði fyrir lán í krónum (krónumarkaði) vaxið um 113%. Velta á þessum markaði hefur verið meiri en á gjaldeyrismarkaði sem lengi hafði yfirburði yfir aðra millibankamarkaði. Vextir á krónumarkaði hafa gefið góðar vís- bendingar um væntingar markaðarins en flökt á vöxtum til einnar nætur hefur þó verið mikið. Flökt skemmstu vaxtanna markast að nokkru af áhrifum bindiskyldu en einnig hafa ólíkar væntingar, óvæntir atburðir og stöðutökur valdið sveiflum. Mynd 4 sýnir þróun vaxta á krónumarkaði í nokkrum tímalengdum. Nefna má að seðla- bankar víða um heim glíma við miklar breytingar vaxta síðasta dag bindiskyldu og hefur Englandsbanki m.a. varpað fram hugmyndum um að fyrirgreiðsla hans á síðasta degi bindiskyldutímabils verði ódýr- ari en aðra daga til að draga úr þessum vanda. Vegna sameiningar bindireiknings og viðskiptareiknings lánastofnana í Seðlabanka Íslands og bættrar lausafjárstýringar hafa bankar lítið þurft á daglánum að halda í Seðlabankanum og hefur notkun þeirra nánast horfið. Daglán eru þó áfram í tækjasafni bankans enda talin mikilvæg vegna greiðslu- kerfa og lausafjárstýringar. Frá janúar 2004 þegar nýjar reglur um bindiskyldu tóku gildi hefur bindiskylda hækkað um 16%. Tímaróf vaxta er aðeins að byrja að fletjast Af vöxtum á krónumarkaði má ráða að markaðsaðilar gera ráð fyrir því að stýrivextir Seðlabankans séu að nálgast hámark, því að munur- inn á lengstu og stystu vöxtum hefur farið minnkandi upp á síðkastið. Stýrivextir Seðlabankans eru nú 9%. Þeir eru ávöxtun endurhverfra samninga til einnar viku og jafngilda 8,62% flötum vöxtum. Vextir á krónumarkaði eru flatir þannig að ekki er eðlilegt að bera þá saman við stýrivextina óleiðrétta. Það að vextir á krónumarkaði liggja ávallt nokkuð yfir stýrivöxtum Seðlabankans, ásamt þó nokkurri eftirspurn eftir fyrirgreiðslu bankans, gefur til kynna að lausafjárstaða bindi- skyldra aðila sé ekki jafn rúm og hún var á síðasta ári. Mynd 5 sýnir tímaróf vaxta á krónumarkaði. Endurhverf viðskipti áfram nokkur Rúm lausafjárstaða ríkissjóðs hefur m.a. leitt til nokkurrar eftirspurnar eftir lánafyrirgreiðslu Seðlabankans en einnig hefur dregið úr eftir- spurn eftir innstæðubréfum. Frá áramótum hefur meðaltalsfjárhæð endurhverfra viðskipta verið um 24 ma.kr. en uppboð fara fram viku- lega. Hæst var fjárhæðin 4. janúar, 45,9 ma.kr. en næsthæst 17. maí, 33 ma.kr. Innstæðubréf fóru mest í 18 ma.kr. 4. janúar en í tveimur útboðum í maí seldust engin innstæðubréf. Nettófyrirgreiðsla Seðla- bankans (endurhverf viðskipti að frádregnum innstæðubréfum) við lánastofnanir hefur verið um 19 ma.kr. að meðaltali frá áramótum. Ávöxtun á krónumarkaði og stýrivextir Seðlabankans Mynd 4 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 4. janúar - 17. maí 2005 Janúar Febrúar Mars Apríl Maí 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 9,5 % Stýrivextir Seðlabankans (umreiknaðir í flata vexti) Dagvextir (O/N) Einnar viku vextir (S/W) Þriggja mánaða vextir (3 M) Dagar Tímaróf vaxta á krónumarkaði Mynd 5 Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 100 200 300 400 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 9,5 10,0 % 8. júlí 2004 9. nóvember 2004 10. janúar 2005 10. maí 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.