Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 30

Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 30 verð hefur hækkað töluvert frá mars og var í maí 6,2% hærra en fyrir ári. Áfengi og tóbak hefur einnig hækkað nokkuð þótt dregið hafi úr hækkunum á vormánuðum. Tólf mánaða verðlækkun innfluttrar vöru nam því aðeins 0,9% í maí, en ef horft er fram hjá áhrifum bensíns, áfengis og tóbaks nam árslækkunin 2,8%. ... og verðlag innlendrar vöru hefur lækkað hratt undanfarna mánuði Aukin samkeppni í lágvöruverðsverslunum er ein helsta skýring verð- lækkunar innlendrar vöru að undanförnu. Verð innlendrar vöru hafði í maí lækkað um 4,3% frá sama tíma í fyrra og um tæplega 7% eftir að samkeppni jókst í lágvöruverðsverslunum í febrúar. Mest hefur verð innlends grænmetis lækkað, en tólf mánaða verðlækkun þess nam tæplega 12% í maí. Búvörur án grænmetis hafa einnig lækkað talsvert í verði eftir nokkra hækkun í lok síðasta árs. Markaðsverð húsnæðis hækkar áfram hröðum skrefum Þótt árshækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hafi verið nokkru minni í maí en í apríl, eða 14,6%, sakir fyrrnefndrar breytingar á að- ferð við mat vaxta jókst undirliggjandi árshraði húsnæðisverðbólg- unnar. Markaðsverð húsnæðis hækkaði um 2,3% á milli mánaða og um tæplega 28% á tólf mánuðum. Sem fyrr var hækkunin mest á höfuðborgarsvæðinu, en húsnæðisverð á landsbyggðinni hefur einnig tekið við sér. Enn sjást þess ekki merki að verulega dragi úr verðhækkun hús- næðis í bráð. Meginástæður hennar eru auknar ráðstöfunartekjur og aukið framboð lánsfjár sem hefur aukið eftirspurn eftir húsnæði tölu- vert, og hraðar en svo að framboð geti komið til móts við hana. Áætl- anir byggingarfulltrúa á höfuðborgarsvæðinu benda hins vegar til þess að framboð kunni að aukast nokkuð er líða tekur á árið og á næsta ári. Hækkun verðlags opinberrar þjónustu undanfarið ár hefur verið töluvert meiri en vísitölunnar í heild og nam árshækkunin 6,4% í maí. Verð þjónustu einkaaðila hefur einnig hækkað umfram verðbólgu- markmið Seðlabanka Íslands. Í maí hafði það hækkað um 3% frá sama tíma árið 2004. Þróunin undirstrikar það sem áður hefur komið fram að verðbólga kemur einkum fram á sviðum þar sem erlendrar samkeppni gætir síst. Undantekning frá því er verðlækkun búvöru. Verðbólguvæntingar Engar áreiðanlegar nýjar upplýsingar um verðbólguvæntingar eru fyrir hendi frá því í mars. Undanfarin ár hefur verðbólguálag ríkisskulda- bréfa til þriggja og fimm ára verið notað sem mælikvarði á verðbólgu- væntingar markaðsaðila. Vegna skorts á verðtryggðum viðmiðunar- flokki (þeim sem notaður hefur verið var á gjalddaga í apríl), er ekki lengur hægt að reikna verðbólguálag með þessum hætti. Um mán- aðamótin febrúar/mars gerði IMG Gallup könnun á verðbólguvænt- ingum almennings sem sýndi væntingar um 4% verðbólgu næstu tólf mánuði. Verðbólguvæntingar almennings virðast fremur taka mið af liðinni verðbólgu en spám. Því er hugsanlegt að þær hafi hjaðnað að einhverju leyti frá síðustu könnun, sem var gerð þegar verðbólgan var í hámarki. Vöruverð janúar 2001 - maí 2005 Mynd VIII-4 J MM J S N J M M J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2001 2002 2003 2004 2005 0 5 10 15 -5 -10 12 mánaða breyting vísitölu (%) Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Dagvara Heimild: Hagstofa Íslands. Markaðsverð íbúðarhúsnæðis mars 2001 - maí 2005 Mynd VIII-5 MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2001 2002 2003 2004 2005 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 -5 12 mánaða breyting vísitölu (%) Höfuðborgarsvæði: fjölbýli Höfuðborgarsvæði: einbýli Landsbyggðin Landið allt Heimild: Hagstofa Íslands. J M M J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2002 2003 2004 2005 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Húsnæði Opinber þjónusta Þjónusta á almennum markaði Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta janúar 2002 - maí 2005 Mynd VIII-6 Heimild: Hagstofa Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.