Peningamál - 01.06.2005, Page 17

Peningamál - 01.06.2005, Page 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 17 tíma í fyrra. Samkvæmt spá Seðlabankans um íbúðafjárfestingu má gera ráð fyrir að framboð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu gæti orðið nokkru meira en eftirspurn þegar líða tekur á næsta vetur og má því gera ráð fyrir að dragi úr hækkun húsnæðisverðs. Bankar og sparisjóðir höfðu í lok apríl veitt fasteignaveðlán til heimilanna fyrir u.þ.b. 200 ma.kr. frá því að sókn þeirra hófst á hús- næðisveðlánamarkaði í ágúst sl. og virðist ekkert lát á útlánavextinum. Þótt dregið hafi úr útlánum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða á fyrri hluta ársins er vöxtur útlána lánakerfisins til heimilanna mjög mikill. Hátt gengi krónunnar hefur ýtt undir eftirspurn eftir innfluttum vörum og þjónustu. Innflutningur bifreiða til einkanota og annarrar var- anlegrar neysluvöru til heimilanna, og greiðslukortavelta erlendis jukust meira á fyrsta fjórðungi ársins en í nokkrum fjórðungi í fyrra. Hins vegar hægði á innflutningi mat- og drykkjarvöru. Þótt gengi krónunnar sé enn hátt hefur það lækkað nokkuð frá því sem gengið var út frá í síðustu spá og kann það að draga úr neyslu innfluttrar vöru og þjónustu. Samneysla Að frátöldum mánaðarlegum yfirlitum um ríkisfjármálin hafa engar nýjar upplýsingar verið birtar um samneyslu frá því að síðasta spá Seðlabankans var birt í mars. Í fjárlögum fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir að útgjöld ríkis og almannatrygginga aukist um 1½% frá fyrra ári. Það sem af er ári hafa þessi útgjöld hækkað um 2% umfram hækkun verðlags frá sama tíma í fyrra, sem er óverulegt frávik sé horft til ársins í heild. Þessar tölur gefa ekki tilefni til að breyta þeim for- sendum sem lágu til grundvallar síðustu spá. Eins og í mars er því gert ráð fyrir að samneysla vaxi um 2½% í ár og næsta ár. Gert er ráð fyrir að vöxturinn verði heldur minni hjá ríkissjóði, en að hann verði á bilinu 3% til 4% hjá sveitarfélögum og almannatryggingum. Tafla IV-1 Vísbendingar um einkaneyslu árið 2004 og á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2005 Nýjasta tímabil Breyting miðað við Ársfjórðungslegar tölur uppsafnað frá 2004:1 2004:2 2004:3 2004:4 2005:1 Mánuður 1 mánuð ársbyrjun Dagvöruvelta (raunbreyting ) 3,8 3,4 4,3 3,3 7,2 apríl 2005 7,2 14,3 Greiðslukortavelta (raunbreyting )1 9,7 9,7 4,9 11,2 11,2 apríl 2005 12,0 35,3 þar af innanlands 8,9 8,6 4,0 9,8 9,8 apríl 2005 11,9 7,1 þar af erlendis 27,3 29,1 18,4 34,0 35,6 apríl 2005 35,0 35,3 Bifreiðaskráning (fjölgun skráninga) 35,8 28,4 19,5 44,3 61,4 apríl 2005 66,8 64,4 Almennur innflutningur (magnbreyting)2 23,7 18,7 13,6 16,0 15,1 apríl 2005 . 13,8 Innflutningur neysluvöru (magnbreyting)2 14,5 15,3 14,5 15,7 22,1 apríl 2005 . 23,3 Bifreiðar til einkanota2 24,4 24,2 24,6 35,0 56,7 apríl 2005 . 57,5 Varanlegar neysluvörur, t.d. heimilistæki2 21,7 19,4 16,3 17,1 36,3 apríl 2005 . 36,5 Hálfvaranlegar neysluvörur, t.d. fatnaður2 10,7 9,9 8,8 7,5 16,9 apríl 2005 . 17,2 Mat- og drykkjarvörur2 13,8 11,8 10,5 10,2 6,8 apríl 2005 . 6,8 Innflutningur fjárfestingarvöru án skipa og flugvéla (magnbreyting)2 36,9 38,3 23,8 19,3 36,9 apríl 2005 . 26,8 Væntingavísitala Gallup 18,0 -11,7 5,5 -3,2 -1,7 apríl 2005 4,0 -1,8 Mat á núverandi ástandi 66,1 13,8 23,1 19,8 21,2 apríl 2005 31,0 24,6 Væntingar til sex mánaða 2,4 -22,3 -3,5 -14,7 -13,7 apríl 2005 -10,1 -15,4 1. Bæði greiðslukortavelta heimila og fyrirtækja, meginhluta greiðslukortaveltu má rekja til heimila. 2. Ársfjórðungstölur miðast við tölur sem eru uppsafnaðar frá ársbyrjun til loka hvers ársfjórðungs. Heimildir: Bílgreinasambandið, Fasteignamat ríkisins, Hagstofa Íslands, Íbúðalánasjóður, Samtök verslunar og þjónustu, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-3 Vöxtur einkaneyslu og innflutnings neysluvöru á fyrsta ársfjórðungi 1998-2005 Heimild: Hagstofa Íslands. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 0 5 10 15 20 25 30 35 -5 -10 -15 -20 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Einkaneysla Innflutningur neysluvöru Breyting frá fyrra ári í % nema annað sé tekið fram

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.