Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 16

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 16 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Frá því að síðasta spá Seðlabankans var gerð í mars sl. liggja ekki fyrir nýjar upplýsingar úr þjóðhagsreikningum. Breytingar á horfum frá marsspánni endurspegla því fyrst og fremst lækkun gengis krónunnar og breytingar á nokkrum hagvísum sem ástæða þótti til að taka tillit til við endurmat spárinnar. Hagvöxtur á síðasta ári var 5,2% meiri en árið á undan, og útlit er fyrir að hagvöxtur verði enn meiri í ár og á næsta ári. Horfurnar eru í stórum dráttum svipaðar og þær voru í mars, þótt heldur bæti í vöxtinn, meðal annars vegna lægra gengis. Hærra íbúðaverð ætti einnig að örva einkaneyslu og íbúðafjárfestingu. Eins og í marsspánni er gert ráð fyrir afar örum vexti einkaneyslu í ár og á næsta ári. Fremur virðist hafa bætt í vöxtinn á fyrsta fjórðungi þessa árs og hefur spáin fyrir næsta ár verið endurskoðuð örlítið upp á við. Lækkun gengis krónunnar felur í sér að eftirspurn er í auknum mæli beint inn í þjóð- arbúskapinn. Hún eykur því heldur á framleiðsluspennu frá því sem var í marsspánni. Einkaneysla Í mars spáði Seðlabankinn að vöxtur einkaneyslu á þessu ári yrði um 8% en rúmlega 6½% á því næsta. Á síðasta fjórðungi sl. árs jókst einkaneysla um 9,2% sem er töluvert meira en fyrr á árinu. Vísbend- ingar það sem af er þessu ári benda til þess að vöxtur einkaneyslu á fyrsta ársfjórðungi verði að minnsta kosti jafn kröftugur og á ársfjórð- ungnum á undan. Enn eru sömu öfl að verki og í lok síðasta árs; aukið framboð lánsfjár á lágum vöxtum, möguleikar til að taka eigið fé út úr húsnæði, kröftugur vöxtur kaupmáttar ráðstöfunartekna og áfram- haldandi hækkun eignaverðs. Í uppfærðri spá bankans er gert ráð fyrir að húsnæðisauður heimila vaxi hraðar en í marsspánni vegna meiri hækkunar húsnæðisverðs og aukinnar fjárfestingar. Það hvetur til enn frekari einkaneyslu að öðru óbreyttu og því gerir bankinn nú ráð fyrir að einkaneysla vaxi heldur meira á næsta ári en spáð var í mars. Spáin fyrir þetta ár er hins vegar óbreytt. Eins og áður hefur komið fram hafa fjármálaleg skilyrði heimila lítið breyst frá því að Peningamál komu út í mars. Verðtryggðir út- lánsvextir hafa lítið breyst en vextir yfirdráttarlána hafa hækkað í takt við stýrivexti Seðlabankans, en aðeins lítill hluti lána heimilanna ber vexti sem stýrivextir hafa tiltölulega skjót áhrif á. Væntingar heimilanna það sem af er ári eru svipaðar og á sama tíma fyrir ári, ef marka má væntingavísitölu Gallup. Eins og undangeng- ið ár líta heimilin framtíðina ekki eins björtum augum og nútíðina og stafar það líklega að einhverju leyti af því að staða þeirra er mjög góð. Umræða um aukna verðbólgu og önnur merki um ójafnvægi í þjóðarbú- skapnum hafa að auki neikvæð áhrif á væntingar þeirra um framtíðina. Eins og áður segir styður hækkun eignaverðs það sem af er ári áfram við einkaneyslu. Hlutabréfaverð hafði hækkað um 22% frá ára- mótum hinn 19. maí, en um tæp 27% frá sama tíma í fyrra. Hækkun fasteignaverðs, sem tók nýjan vaxtarkipp í kjölfar aukins framboðs lánsfjár í lok síðasta sumars, heldur áfram. Íbúðaverð á höfuðborgar- svæðinu var tæplega 18% hærra fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama Mynd IV-1 Vöxtur einkaneyslu 1997-20061 1. Spá Seðlabankans 2005-2006. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 0 2 4 6 8 10 12 -2 -4 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-2 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 2001 2002 2003 2004 2005 50 60 70 80 90 100 110 120 130 140 Vísitala 0 2 4 6 8 10 -2 -4 -6 -8 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Væntingavísitala Gallup (vinstri ás) Vöxtur einkaneyslu (hægri ás) Einkaneysla og væntingavísitala Gallup1 1. ársfj. 2001 - 1. ársfj. 2005 1. Væntingavísitala í lok ársfjórðungs. Heimildir: Hagstofa Íslands og IMG Gallup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.