Peningamál - 01.06.2005, Side 13

Peningamál - 01.06.2005, Side 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 13 III Fjármálaleg skilyrði Erlendir langtímavextir hafa lækkað frá marsmánuði Eftir að hafa orðið aðhaldssamari á tímabilinu frá nóvember til mars, eins og greint var frá í Peningamálum 2005/1, hafa fjármálaleg skil- yrði á heildina litið lítið breyst. Aðhald erlendra fjármálalegra skilyrða hefur minnkað og gengi krónunnar lækkað, en innlendir skamm- tímavextir á hinn bóginn hækkað lítillega. Eins og fram hefur komið er efnahagsbatinn í Evrópu enn hægur og almennt ekki búist við hröðum bata á næstunni. Hagnaður fyrir- tækja hefur aukist en ekki fjárfesting í sama mæli. Þessar aðstæður, góðar verðbólguhorfur og lágir stýrivextir Seðlabanka Evrópu hafa stuðlað að lágum vöxtum skuldabréfa á evrusvæðinu og ekki virðist útlit fyrir umtalsverða breytingu á þessu ári. Reyndar voru vextir tíu ára þýskra ríkisskuldabréfa í sögulegu lágmarki um miðjan maí. Lang- tímavextir í Bandaríkjunum hafa einnig lækkað lítillega, þrátt fyrir hækkun skammtímavaxta og mikinn halla á opinberum fjármálum og viðskiptum við útlönd. Áhættuálag á vexti fyrirtækja og nýmarkaðs- ríkja, sem mjög hefur lækkað undanfarin ár, hefur hins vegar hækkað nokkuð, en er þó áfram tiltölulega lágt í sögulegu samhengi. Innlendir raunstýrivextir hafa þokast upp Seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25 prósentur í mars og eru stýri- vextir bankans nú 9%. Þar sem fyrirfram var búist við jafnmikilli eða meiri vaxtahækkun höfðu vextir á peningamarkaði aðlagast þessari hækkun áður en hún var tilkynnt og hafa þeir lítið breyst síðan. Mat á raunstýrivöxtum Seðlabankans hefur verið örðugleikum háð vegna þess að verðtryggði skuldabréfaflokkurinn sem notaður hefur verið til viðmiðunar var á gjalddaga í apríl. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir um verðbólguvæntingar fyrirtækja og einstaklinga frá því í mars, en miðað við væntingar heimila sem komu fram í könnun í febrúar eru væntir raunvextir um 5%, en ívið hærri ef miðað er við verðbólgu- væntingar fyrirtækja. Í ljósi þess að verðbólguvæntingar einstaklinga hafa tilhneigingu til að elta fyrri tíma verðbólgu og að verðbólgan hefur hjaðnað nokkuð frá því í mars er líklegt að miðað við verðbólgu- væntingar þeirra hafi raunstýrivextir hækkað nokkuð umfram vaxta- hækkun Seðlabankans í mars. Ef miðað er við verðbólgu sl. tólf mán- uði hafa raunstýrivextir hækkað umtalsvert undanfarna mánuði og hafa verið yfir 6% undanfarnar vikur. Mynd III-3 sýnir raunstýrivexti Seðlabankans miðað við ýmsa mælikvarða. Á heildina litið má álykta að raunstýrivextir Seðlabankans hafi þokast nokkuð upp á við frá marsmánuði. Ávöxtun ríkisbréfa með u.þ.b. tveggja ára líftíma hefur hækkað en hún hefur lækkað á bréfum með lengri líftíma Miðlun breytinga á stýrivöxtum um óverðtryggða vaxtarófið kemur fyrst og fremst fram í töluverðri hækkun vaxta á ríkisbréfum með u.þ.b. tveggja ára líftíma. Frá því í mars hafa vextir þeirra þó lítið breyst og voru orðnir nálægt 9% nokkru áður en vextir Seðlabankans voru hækkaðir í mars. Ávöxtun ríkisbréfa með fimm til átta ára líftíma hefur heldur lækkað frá því fyrir vaxtabreytinguna. Sem fyrr virðist Mynd III-1 Heimildir: EcoWin, Eurostat. Erlend vaxtaþróun 2. janúar 2002 - 23. maí 2005 (daglegar tölur) 2002 | 2003 | 2004 | 2005 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 % 2002 | 2003 | 2004 | 2005 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 % Bandaríkin Evrusvæði (a) Ávöxtun ríkisskuldabréfa til 10 ára (b) Ávöxtun ríkisvíxla til 3 mánaða 1997 1999 2001 2003 | 2004 | 2005 0 2 4 6 8 10 12 14 % Vextir þriggja mánaða ríkisvíxla erlendis (viðskiptavegnir) Vextir þriggja mánaða ríkisvíxla, Ísland Vaxtamunur Innlendir og erlendir skammtímavextir Mynd III-2 Vikulegar tölur janúar 1997 - janúar 2003, daglegar tölur 3. febrúar 2003 - 23. maí 2005 Daglegar tölurVikulegar tölur 2002 | 2003 | 2004 | 2005 0 2 4 6 8 10 % Stýrivextir Seðlabankans Raunstýrivextir miðað við verðbólguspá 1 ár fram í tímann Raunstýrivextir miðað við verðbólguspá 2 ár fram í tímann Mynd III-3 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 22. maí 2002 - 20. maí 2005 Raunstýrivextir Seðlabankans

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.