Peningamál - 01.06.2005, Síða 13

Peningamál - 01.06.2005, Síða 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 13 III Fjármálaleg skilyrði Erlendir langtímavextir hafa lækkað frá marsmánuði Eftir að hafa orðið aðhaldssamari á tímabilinu frá nóvember til mars, eins og greint var frá í Peningamálum 2005/1, hafa fjármálaleg skil- yrði á heildina litið lítið breyst. Aðhald erlendra fjármálalegra skilyrða hefur minnkað og gengi krónunnar lækkað, en innlendir skamm- tímavextir á hinn bóginn hækkað lítillega. Eins og fram hefur komið er efnahagsbatinn í Evrópu enn hægur og almennt ekki búist við hröðum bata á næstunni. Hagnaður fyrir- tækja hefur aukist en ekki fjárfesting í sama mæli. Þessar aðstæður, góðar verðbólguhorfur og lágir stýrivextir Seðlabanka Evrópu hafa stuðlað að lágum vöxtum skuldabréfa á evrusvæðinu og ekki virðist útlit fyrir umtalsverða breytingu á þessu ári. Reyndar voru vextir tíu ára þýskra ríkisskuldabréfa í sögulegu lágmarki um miðjan maí. Lang- tímavextir í Bandaríkjunum hafa einnig lækkað lítillega, þrátt fyrir hækkun skammtímavaxta og mikinn halla á opinberum fjármálum og viðskiptum við útlönd. Áhættuálag á vexti fyrirtækja og nýmarkaðs- ríkja, sem mjög hefur lækkað undanfarin ár, hefur hins vegar hækkað nokkuð, en er þó áfram tiltölulega lágt í sögulegu samhengi. Innlendir raunstýrivextir hafa þokast upp Seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25 prósentur í mars og eru stýri- vextir bankans nú 9%. Þar sem fyrirfram var búist við jafnmikilli eða meiri vaxtahækkun höfðu vextir á peningamarkaði aðlagast þessari hækkun áður en hún var tilkynnt og hafa þeir lítið breyst síðan. Mat á raunstýrivöxtum Seðlabankans hefur verið örðugleikum háð vegna þess að verðtryggði skuldabréfaflokkurinn sem notaður hefur verið til viðmiðunar var á gjalddaga í apríl. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir um verðbólguvæntingar fyrirtækja og einstaklinga frá því í mars, en miðað við væntingar heimila sem komu fram í könnun í febrúar eru væntir raunvextir um 5%, en ívið hærri ef miðað er við verðbólgu- væntingar fyrirtækja. Í ljósi þess að verðbólguvæntingar einstaklinga hafa tilhneigingu til að elta fyrri tíma verðbólgu og að verðbólgan hefur hjaðnað nokkuð frá því í mars er líklegt að miðað við verðbólgu- væntingar þeirra hafi raunstýrivextir hækkað nokkuð umfram vaxta- hækkun Seðlabankans í mars. Ef miðað er við verðbólgu sl. tólf mán- uði hafa raunstýrivextir hækkað umtalsvert undanfarna mánuði og hafa verið yfir 6% undanfarnar vikur. Mynd III-3 sýnir raunstýrivexti Seðlabankans miðað við ýmsa mælikvarða. Á heildina litið má álykta að raunstýrivextir Seðlabankans hafi þokast nokkuð upp á við frá marsmánuði. Ávöxtun ríkisbréfa með u.þ.b. tveggja ára líftíma hefur hækkað en hún hefur lækkað á bréfum með lengri líftíma Miðlun breytinga á stýrivöxtum um óverðtryggða vaxtarófið kemur fyrst og fremst fram í töluverðri hækkun vaxta á ríkisbréfum með u.þ.b. tveggja ára líftíma. Frá því í mars hafa vextir þeirra þó lítið breyst og voru orðnir nálægt 9% nokkru áður en vextir Seðlabankans voru hækkaðir í mars. Ávöxtun ríkisbréfa með fimm til átta ára líftíma hefur heldur lækkað frá því fyrir vaxtabreytinguna. Sem fyrr virðist Mynd III-1 Heimildir: EcoWin, Eurostat. Erlend vaxtaþróun 2. janúar 2002 - 23. maí 2005 (daglegar tölur) 2002 | 2003 | 2004 | 2005 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 % 2002 | 2003 | 2004 | 2005 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 % Bandaríkin Evrusvæði (a) Ávöxtun ríkisskuldabréfa til 10 ára (b) Ávöxtun ríkisvíxla til 3 mánaða 1997 1999 2001 2003 | 2004 | 2005 0 2 4 6 8 10 12 14 % Vextir þriggja mánaða ríkisvíxla erlendis (viðskiptavegnir) Vextir þriggja mánaða ríkisvíxla, Ísland Vaxtamunur Innlendir og erlendir skammtímavextir Mynd III-2 Vikulegar tölur janúar 1997 - janúar 2003, daglegar tölur 3. febrúar 2003 - 23. maí 2005 Daglegar tölurVikulegar tölur 2002 | 2003 | 2004 | 2005 0 2 4 6 8 10 % Stýrivextir Seðlabankans Raunstýrivextir miðað við verðbólguspá 1 ár fram í tímann Raunstýrivextir miðað við verðbólguspá 2 ár fram í tímann Mynd III-3 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 22. maí 2002 - 20. maí 2005 Raunstýrivextir Seðlabankans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.