Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 53
RÆÐA FORMANNS BANKAST JÓRNAR
Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2005
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
2
53
alvarlega, og það er að sjálfsögðu mjög mikilvægt að ríkissjóður hafi
gott lánshæfi. Það er mikilvægt fyrir aðgang ríkissjóðs að mörkuðum
og fjárfestum og fyrir lánskjör. Lánshæfismat ríkissjóðs myndar einnig
þak yfir lánshæfiseinkunnir íslenskra banka og annarra stofnana. Góð
lánshæfiseinkunn skiptir miklu í útrás bankanna og fyrir ört vaxandi
þörf þeirra fyrir greiðan aðgang að erlendu lánsfé. Það eru því sam-
eiginlegir hagsmunir ríkissjóðs og bankanna að Ísland búi áfram við
gott lánshæfismat.
Skammtímalausnir í efnahagsmálum geta leitt til ófarnaðar
Góðir fundarmenn. Eins og fram hefur komið hækkaði Seðlabankinn
stýrivexti sína um 0,25 prósentur í síðustu viku. Þar með hefur bank-
inn hækkað stýrivexti sína um 3,7 prósentur síðan hann hóf að hækka
vexti í maí á síðasta ári. Í þessu birtist sú skoðun Seðlabankans að
miðað við núverandi efnahagsástand og horfur á næstu tveimur til
þremur árum sé mun árangursríkara að tryggja nægilegt aðhald í
tæka tíð en að bíða og grípa til aðhaldsaðgerða síðar. Síðbúnar að-
haldsaðgerðir fela í sér hættu á mun meiri verðbólgu þegar fram í
sækir og þar með mun meiri hættu fyrir fjármálakerfið, fyrirtæki og
heimili. Það er afar mikilvægt að takast strax á við þá verðbólgu sem
við eygjum við sjónarrönd. Það er lögboðið hlutverk Seðlabankans, og
bankinn er staðráðinn í að gegna því. Því meira sem aðrir leggja af
mörkum til að hemja þenslu, þ.e. ríki, sveitarfélög og lánastofnanir,
því auðveldara verður að tryggja stöðugleika til frambúðar. Árangurs-
rík efnahagsstjórn liðinna ára má ekki víkja fyrir skammtímalausnum
sem aðeins myndu leiða til ófarnaðar.
Ég vil að lokum þakka forsætisráðuneytinu og öðrum stjórn-
völdum gott samstarf. Davíð Oddsson lét af störfum forsætisráðherra
15. september sl. og er honum hér þökkuð góð samvinna við Seðla-
bankann. Jafnframt býð ég Halldór Ásgrímsson velkominn í fyrsta sinn
á ársfund bankans sem forsætisráðherra og vænti góðs samstarfs við
hann. Ég þakka góða samvinnu við fjármálastofnanir. Síðast en ekki
síst þakka ég starfsfólki Seðlabankans gott samstarf og vel unnin verk,
en án góðs starfsfólks hefði bankanum ekki auðnast að ná þeim
árangri sem raun ber vitni.