Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 57

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 57
ÁHÆTTA V IÐ HÆRR I VEÐSETN INGU ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 57 Hér hafa orðið afar miklar breytingar á verðbólgu og lána- markaði tímabilið sem þessi gögn ná yfir og rýrir það gildi þeirra til að meta framtíðarhorfur. En á sama tíma voru sveiflur af svipaðri stærð og fram koma á mynd 1 algengar í löndum þar sem lána- og verð- lagsmál voru með allt öðrum hætti og líkari því sem nú ríkir hér.7 Það er því ástæða til að velta fyrir sér afleiðingum breytinga á hús- næðislánum miðað við að raunvirði húsnæðis haldi áfram að sveiflast ámóta mikið og við höfum reynslu af. Breytingar á eftirstöðvum og raunvirði húsnæðis Mynd 2 sýnir verðmæti eftirstöðva verðtryggðs láns og áfallinna vaxta áður en greiðsla fer fram, miðað við að lánið sé upphaflega 90% af kaupverði. Sýnd eru dæmi um lán til 25 og 40 ára með 4,15% vöxtum. Af myndinni sést að skuldin er enn um 80% af verðmæti upphaflegs kaupverðs 10 árum eftir að lánið er tekið þegar lánstími er 40 ár. Enn hærra er hlutfallið miðað við verðmæti húseignarinnar sem keypt var fyrir lánið. Verðmæti húsnæðis lækkar með tímanum og telur Fasteignamat ríkisins8 að húsnæði yngra en 10 ára rýrni um 1% á ári en eldra húsnæði um 0,3%. Um 12 ár líða þar til að eftirstöðvar af láni til 40 ára eru komnar niður í 80% af verðmæti húsnæðisins þegar greiðslan fer fram og tekið er tillit til fyrningar um 0,3% á ári. Þarna er heldur ekki reiknað með leitni í raunvirði húsnæðisverðs, en jákvæð leitni lækkar hlutfall eftirstöðva og verðmætis húsnæðisins. Í skýrslu Seðlabankans (2004) kemur fram að einföld tímaraða- líkön falla ekki sem best að röðinni á mynd 1, auk þess sem hæpið er að gera ráð fyrir að eiginleikar hennar haldist hinir sömu næstu 40 árin. En myndin ein dugar til að gera sér sæmilega grein fyrir hvaða áhrif það hafi á líkurnar á að verðmæti húsnæðis falli niður fyrir eftir- stöðvar lánsins ef veðsetning hækkar frá 70% af kaupverði í 90%. Miðað við röðina á mynd 1 hefðu aðeins húsnæðiskaupendur árin 1966 og 1982 lent í því að verðmæti húsnæðisins sem þeir keyptu félli einhvern tíma niður fyrir eftirstöðvar láns sem var 70% af kaupverði. Þetta gerðist árið 1970 hjá þeim sem keyptu 1966 en árin 1985 og 1986 hjá þeim sem keyptu árið 1982. Hins vegar hefði hátt hlutfall kaupenda með 90% lánshlutfall orðið fyrir því að andvirði húseignarinnar færi niður fyrir eftirstöðvar lánsins og algengt að slíkt ástand stæði í nokkur ár. Það er ljóst að jafnvel þó að nokkuð dragi úr sveiflum á húsnæðisverði á komandi árum er líklegt að upp renni tímabil þar sem þeir sem keyptu húseign síðasta áratuginn eða jafnvel fyrr, með 90% lánshlutfalli, eigi minna verðmæti í henni en nemur eftirstöðvum lána sem á henni hvíla. Slík tímabil geta staðið miklu lengur en eitt eða tvö ár. Miðað við lýsingu á húsnæðislánamarkaði OECD-landa í greinum Catte o.fl. (2004) og Girouard og Blöndals (2001) virðist hættan á að áhvílandi lán verði hærri en verðmæti húseignar talsvert meiri hér en í flestum OECD-löndum. Þar er algengt að hæsta láns- hlutfall sé aðeins 80% af verðmæti eignarinnar. En auk þess lækkar 0 4 8 12 16 20 24 28 32 36 40 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 % af upphaflegu kaupverði Lán til 40 ára Lán til 25 ára Verðtryggðar eftirstöðvar og áfallnir vextir hús- næðisláns sem hlutfall af upphaflegu kaupverði Mynd 2 Miðað við að tekið sé lán fyrir 90% af kaupverði með 4,15% raunvöxtum, til annað hvort 25 eða 40 ára Ár 7. Girouard og Blöndal (2001), mynd 1. 8. Sjá vefsíðu Fasteignamatsins, www.fmr.is, undir Brunabótamat, afskriftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.