Peningamál - 01.06.2005, Side 25

Peningamál - 01.06.2005, Side 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 25 VI Vinnumarkaður og launaþróun Spenna framundan á vinnumarkaði Búast má við að spenna á vinnumarkaði vaxi, verði umframeftirspurn eftir vinnuafli ekki mætt með innflutningi vinnuafls. Verulega hefur dregið úr atvinnuleysi og vinnuaflsnotkun hefur aukist jafnt og þétt frá sl. hausti. Launaskrið hefur verið lítið í sögulegu ljósi, en tók að gera vart við sig í lok síðasta árs, aðallega í greinum þar sem umfram- eftirspurn hefur verið eftir vinnuafli. Vinnuaflsnotkun eykst enn en atvinnuþátttaka er undir meðaltali Vinnuaflsnotkun jókst enn á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama fjórðung árið 2004 samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Merki um umskipti mátti sjá þegar á síðasta fjórðungi ársins 2004 þegar starfandi fólki tók að fjölga. Heildarvinnustundum fjölgaði hins vegar ekki né jókst atvinnuþátttaka fyrr en á fyrsta fjórðungi yfir- standandi árs. Atvinnuástandið á landsbyggðinni – einkum meðal kvenna – virðist fara batnandi gagnstætt því sem gerðist á árinu 2004. Fjölgun starfandi skýrist nánast eingöngu af fjölgun í yngstu (16-24 ára) og elstu aldurshópunum (55-74 ára). Atvinnuþátttaka er enn töluvert undir meðaltali síðustu þrettán ára og jafnvel minni en á fyrsta fjórðungi ársins 2003 þegar slakinn á vinnumarkaði varð mestur. Innlend vinnuaflsnotkun gæti því aukist enn frekar að því gefnu að framboð sé í samræmi við eftirspurn. Miðað við fjölda lausra starfa hjá vinnumiðlunum virðist svo ekki vera. Það sem af er ári hafa laus störf hjá vinnumiðlunum verið um 60% fleiri en á haustmánuðum árið 2000 þegar þau urðu flest í síð- ustu uppsveiflu.7 Útgáfa atvinnuleyfa hefur einnig aukist nokkuð og á það við um flestar atvinnugreinar. Einungis rúmlega fjórðungur nýrra atvinnuleyfa á síðasta ári var tengdur stóriðjuframkvæmdum þrátt fyrir að notkun erlends vinnuafls við þær hafi verið meiri en upp- haflega var gert ráð fyrir. Vinnumálastofnun býst við að aðeins verði komið til móts við lítinn hluta (10-30%) mannaflaþarfar við stóriðju- framkvæmdir fram til ársins 2007 með innlendu vinnuafli. Töluvert hefur dregið úr atvinnuleysi á árinu Hratt hefur dregið úr atvinnuleysi á árinu. Að teknu tilliti til árstíðar- sveiflu var atvinnuleysi 2,1% í apríl sl. og hafði minnkað um 0,6 pró- sentur frá desembermánuði en um 1,3 prósentur frá sumarmánuðum árið 2004. Það sem af er ári hefur árstíðarleiðrétt atvinnuleysi verið 2,3%, jafn mikið og gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans að atvinnuleysi yrði á árinu öllu. Í endurskoðaðri spá er reiknað með heldur minna atvinnuleysi á þessu ári en gert var í mars, eða 2,1%. Þó er ekki útilokað að árstíðarleiðrétt atvinnuleysi aukist eitthvað á næstu mánuðum eins og á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að enn dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og að það verði 1,9% að meðaltali á árinu 2006. 7. Sjá þó umfjöllun um laus störf í Rannveig Sigurðardóttir (2005) ,,Ráðgátur á vinnumark- aði”, Peningamál 2005/1, bls. 87-97. Mynd VI-1 Breytingar á vinnuafli 2003-2005 Heimild: Hagstofa Íslands. Atvinnu- þátttaka (prósentur) Fjöldi starfandi (%) Atvinnu- leysi (prósentur) Heildar- vinnu- magn (%) Meðal- vinnutími (klst.) 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 -0,5 -1,0 -1,5 -2,0 Breyting milli áranna 2003 og 2004 Breyting milli 1. ársfj. 2003 og 1. ársfj. 2004 Breyting milli 1. ársfj. 2004 og 1. ársfj. 2005 Mynd VI-2 Fjöldi lausra starfa hjá vinnumiðlunum og nýrra atvinnuleyfa 1999-20051 1. Mánaðarlegar tölur, sýnd eru þriggja mánaða hreyfanleg meðaltöl. Heimild: Vinnumálastofnun. 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 0 250 500 750 1.000 1.250 Fjöldi lausra starfa 0 60 120 180 240 300 Fjöldi leyfa Laus störf (vinstri ás) Ný atvinnuleyfi (hægri ás) Mynd VI-3 Atvinnuleysi janúar 1991 - apríl 2005 Heimildir: Vinnumálastofnun og Seðlabanki Íslands. 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 0 1 2 3 4 5 6 7 8 % af mannafla Atvinnuleysi (ekki árstíðarleiðrétt) Atvinnuleysi (árstíðarleiðrétt)

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.