Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 25 VI Vinnumarkaður og launaþróun Spenna framundan á vinnumarkaði Búast má við að spenna á vinnumarkaði vaxi, verði umframeftirspurn eftir vinnuafli ekki mætt með innflutningi vinnuafls. Verulega hefur dregið úr atvinnuleysi og vinnuaflsnotkun hefur aukist jafnt og þétt frá sl. hausti. Launaskrið hefur verið lítið í sögulegu ljósi, en tók að gera vart við sig í lok síðasta árs, aðallega í greinum þar sem umfram- eftirspurn hefur verið eftir vinnuafli. Vinnuaflsnotkun eykst enn en atvinnuþátttaka er undir meðaltali Vinnuaflsnotkun jókst enn á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama fjórðung árið 2004 samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Merki um umskipti mátti sjá þegar á síðasta fjórðungi ársins 2004 þegar starfandi fólki tók að fjölga. Heildarvinnustundum fjölgaði hins vegar ekki né jókst atvinnuþátttaka fyrr en á fyrsta fjórðungi yfir- standandi árs. Atvinnuástandið á landsbyggðinni – einkum meðal kvenna – virðist fara batnandi gagnstætt því sem gerðist á árinu 2004. Fjölgun starfandi skýrist nánast eingöngu af fjölgun í yngstu (16-24 ára) og elstu aldurshópunum (55-74 ára). Atvinnuþátttaka er enn töluvert undir meðaltali síðustu þrettán ára og jafnvel minni en á fyrsta fjórðungi ársins 2003 þegar slakinn á vinnumarkaði varð mestur. Innlend vinnuaflsnotkun gæti því aukist enn frekar að því gefnu að framboð sé í samræmi við eftirspurn. Miðað við fjölda lausra starfa hjá vinnumiðlunum virðist svo ekki vera. Það sem af er ári hafa laus störf hjá vinnumiðlunum verið um 60% fleiri en á haustmánuðum árið 2000 þegar þau urðu flest í síð- ustu uppsveiflu.7 Útgáfa atvinnuleyfa hefur einnig aukist nokkuð og á það við um flestar atvinnugreinar. Einungis rúmlega fjórðungur nýrra atvinnuleyfa á síðasta ári var tengdur stóriðjuframkvæmdum þrátt fyrir að notkun erlends vinnuafls við þær hafi verið meiri en upp- haflega var gert ráð fyrir. Vinnumálastofnun býst við að aðeins verði komið til móts við lítinn hluta (10-30%) mannaflaþarfar við stóriðju- framkvæmdir fram til ársins 2007 með innlendu vinnuafli. Töluvert hefur dregið úr atvinnuleysi á árinu Hratt hefur dregið úr atvinnuleysi á árinu. Að teknu tilliti til árstíðar- sveiflu var atvinnuleysi 2,1% í apríl sl. og hafði minnkað um 0,6 pró- sentur frá desembermánuði en um 1,3 prósentur frá sumarmánuðum árið 2004. Það sem af er ári hefur árstíðarleiðrétt atvinnuleysi verið 2,3%, jafn mikið og gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans að atvinnuleysi yrði á árinu öllu. Í endurskoðaðri spá er reiknað með heldur minna atvinnuleysi á þessu ári en gert var í mars, eða 2,1%. Þó er ekki útilokað að árstíðarleiðrétt atvinnuleysi aukist eitthvað á næstu mánuðum eins og á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að enn dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og að það verði 1,9% að meðaltali á árinu 2006. 7. Sjá þó umfjöllun um laus störf í Rannveig Sigurðardóttir (2005) ,,Ráðgátur á vinnumark- aði”, Peningamál 2005/1, bls. 87-97. Mynd VI-1 Breytingar á vinnuafli 2003-2005 Heimild: Hagstofa Íslands. Atvinnu- þátttaka (prósentur) Fjöldi starfandi (%) Atvinnu- leysi (prósentur) Heildar- vinnu- magn (%) Meðal- vinnutími (klst.) 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 -0,5 -1,0 -1,5 -2,0 Breyting milli áranna 2003 og 2004 Breyting milli 1. ársfj. 2003 og 1. ársfj. 2004 Breyting milli 1. ársfj. 2004 og 1. ársfj. 2005 Mynd VI-2 Fjöldi lausra starfa hjá vinnumiðlunum og nýrra atvinnuleyfa 1999-20051 1. Mánaðarlegar tölur, sýnd eru þriggja mánaða hreyfanleg meðaltöl. Heimild: Vinnumálastofnun. 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 0 250 500 750 1.000 1.250 Fjöldi lausra starfa 0 60 120 180 240 300 Fjöldi leyfa Laus störf (vinstri ás) Ný atvinnuleyfi (hægri ás) Mynd VI-3 Atvinnuleysi janúar 1991 - apríl 2005 Heimildir: Vinnumálastofnun og Seðlabanki Íslands. 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 0 1 2 3 4 5 6 7 8 % af mannafla Atvinnuleysi (ekki árstíðarleiðrétt) Atvinnuleysi (árstíðarleiðrétt)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.